Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 19
Það er ekki víst að allar konur væru til í að mæta í samkvæmi með höf- uðbúnað eins og þessa en þeir eru óneitanlega frumlegir og myndu vekja athygli í hvaða veislu sem er. Indversku tískuvikunni lauk um síðustu helgi í Mumbai. Í lok hennar sýndu fyrirsætur þessa hönnun Narendra Kumar. REUTERS Höfuðföt í næsta sam- kvæmi tíska MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 19 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 8 5 5 Aðalfundur Actavis Group 4. apríl 2007 kl. 12.00 Aðalfundur Actavis Group hf. verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 4. apríl á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 12.00. Á dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir síðastliðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endurskoðenda. 7. Tillaga um starfskjarastefnu. 8. Tillaga um heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutum í félaginu. 9. Tillögur um nýjar samþykktir þar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi: a. Ákvæði í 4. gr. um rafræna þátttöku í hluthafafundum og rafræna hluthafafundi. b. Ákvæði í grein 4.13 um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu og um heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutum í félaginu. c. Ákvæði í grein 5.1 um að auk 5 stjórnarmanna skuli á aðalfundi kjósa allt að 3 varamenn í stjórn félagsins. d. Ákvæði í greinum 5.2–5.4 um upplýsingar um framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. e. Í 14. gr. er stjórn félagsins veitt ný heimild til hækkunar hlutafjár félagsins um allt að 100 milljónir króna að nafnverði. Skulu hinir nýju hlutir nýttir til að efna skuld- bindingar félagsins samkvæmt kaupréttarsamningum sem kunna að verða gerðir við starfsmenn á næstu árum. Gildir forgönguréttur hluthafa ekki um hækkun hlutafjár samkvæmt heimild þessari. Að öðru leyti eru efnisbreytingar minniháttar og varða eingöngu endurröðun greina og breytingar á orðalagi samþykkta. 10. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins að Dalshrauni 1, Hafnarfirði, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins, www.actavis.com. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 11.00 á fundarstað. Stjórn Actavis Group hf. Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristmannsson í síma 535 2300 og í netfanginu hkristmannsson@actavis.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.