Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 23
daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er bæði líf og fjör íGarðabænum þessa dag-ana því í og við Hofsstaða-skóla eru saman komnir 650 söngelskir ungir Norður- landabúar sem þanið hafa radd- böndin í íslenskri vorblíðunni að undanförnu. Ungmennin, sem eru frá Grænlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörk, Finnlandi og Íslandi, taka þátt í árlegu norrænu barna- kóramóti sem þjóðirnar skiptast á að halda en þetta mun vera í átj- ánda sinn sem mótið fer fram. Mótið hófst með pomp og prakt með opnunarhátíð síðastliðið fimmtudagskvöld og því lýkur svo með stórtónleikum klukkan 15.00 á morgun, sunnudag í Mýrinni, íþrótta- og tómstundaheimili Hofs- staðaskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Ungu söngfuglarnir eru á aldrinum 10 til 18 ára í 34 kórum, þar af eru níu kórar frá Íslandi og Danmörku, sjö frá Noregi, sex frá Svíþjóð, tveir frá Finnlandi og einn frá Grænlandi. Langþráð heimsókn til Íslands „Þetta er bara alveg rosalega skemmtilegt og gefur okkur tæki- færi til að eignast fullt af nýjum vinum frá mörgum löndum. Svo er líka alltaf gaman að heyra söng á mismunandi tungumálum,“ sögðu sexmenningarnir, sem Daglegt líf ræddi við snemma í gærmorgun að afloknum morgunverði og áður en tekið var til við söng- og sam- æfingar að nýju. Það var ekki laust við að tilhlökkun lægi í loftinu því fyrir lá ferðalag að Gullfossi og Geysi auk þess sem hluti hópsins hafði valið að baða sig í Bláa lóninu. Þau Katriina Kanta frá Finn- landi, Emelie Johnsson frá Svíþjóð, Anna Kaltoff frá Danmörku, Asta Petersen frá Grænlandi og Fredrik Hana Voss frá Noregi voru að koma til Íslands í fyrsta skipti, en sögðust lengi hafa alið með sér þann draum að heimsækja land og þjóð. Söngfuglarnir 650 tala auðvitað mismunandi tungumál, en þurfa þrátt fyrir það að tileinka sér tungumál hver annars í söngnum. Þegar spurt er hvaða tungumál sé erfiðast, hefur íslenskan vinninginn hjá Finnum, Svíum, Dönum og Norðmönnum. Sænskan er hins vegar tormeltust, að mati Astu frá Grænlandi og Íslendingurinn Gunn- ar Oddur Hafliðason, sem er í kór Digranesskóla, segir að grænlensk- an sé langerfiðust. „Ég hef sungið í kórum frá sex ára aldri enda kem ég úr mikilli kórafjölskyldu. Ég á mér þó fullt af öðrum áhugamálum því auk kórastarfsins er ég í hand- bolta, fótbolta, skátunum og svo er voða gaman að fara í eltingaleik í skólanum,“ segir Gunnar Oddur. Þegar aðrir viðmælendur eru spurðir út í áhugamálin, er ekki komið að tómum kofunum hjá þeim, því auk kórastarfsins er Fredrik að æfa sund, Emelie er í körfubolta, Anna í leiklist, Katriina er með einkakennara í popp- og djasssöng og Asta hefur fengið marga verð- launapeninga fyrir handbolta.. Þjóðsöguþema í Slæðingi Tónmenntarkennarafélag Íslands hefur veg og vanda af skipulagn- ingunni hér heima. Mótið, sem er haldið undir merkjum Norbusang, ber yfirskriftina „Mystik og Musik“ og sækir þema sitt í íslenskar þjóð- sögur. Hildigunnur Rúnarsdóttir tón- skáld hefur samið nýtt hátíð- artónverk, sem hún nefnir Slæðing, við texta Hannesar Hafstein og við undirleik Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og Blásarakvintetts Garðabæjar. Verkið, sem byggt er á íslenskum þjóðsögum, verður flutt á lokatónleikum í flutningi allra kóranna undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Á tónleikunum verða einnig flutt íslensk og norræn kór- verk sem stórkórinn hefur und- irbúið, hver í sínu heimalandi. Tónlistarstjórar mótsins eru þau Þórunn Björnsdóttir, tónmennt- arkennari og kórstjóri, Hilmar Örn Agnarsson, tónmenntarkennari og kórstjóri og Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri. Barnamenning er líka menning Framkvæmdastjórn mótsins hef- ur verið í höndum Hildar Jóhann- esdóttur, tónmenntakennara í Hofs- staðaskóla. „Þetta er heilmikill viðburður því stundum vill það gleymast að barnamenning er líka menning. Auk æfinga og tónleika hafa krakkarnir svo fengið tækifæri til að ferðast aðeins um landið,“ segir Ásta Bryndís Schram kór- stjóri sem hefur m.a. haft veg og vanda af undirbúningi, en síðast var mótið haldið á Íslandi árið 2000. Morgunblaðið/G.Rúnar Stórkórinn Mikla samæfingu þarf til þegar 34 kórar frá sex löndum koma saman til að flytja heilt tónverk. Morgunblaðið/G.Rúnar Söngfuglar Asta Petersen, Anna Kaltott, Fredrik Voss, Gunnar Hafliðason, Emelie Johnsson og Katriina Kanta. Eignast nýja vini Sigmar Magnússon býr í pínu- lítilli íbúð á Vesturgötunni þar sem hver einasti fermetri er vel notaður. » 26 lifun 650 norræn ungmenni í 34 kórum flytja saman tón- verkið Slæðing eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur á stór- tónleikum í Mýrinni kl. 15 á morgun. Magma/Kvika er sýning sem opnuð verður í dag á Listasafni Reykjavíkur-Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík» 24 hönnun |laugardagur|19. 5. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.