Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 33 DAGUR VONAR Fim 24/5 kl. 20 Lau 2/6 kl. 20 Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fös 25/5 kl. 20 Fim 31/5 kl. 20 Sýningar hefjast að nýju í september SÖNGLIST SUMARNÁMSKEIÐ Skráning hafin á sumarnámskeið Sönglistar. Mán 18/6 1. námskeið Mán 25/6 2. námskeið Mán 2/7 3. námskeið Mán 9/7 4. námskeið Mán 16/7 5. námskeið Mán 23/7 6. námskeið Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is LÍK Í ÓSKILUM Þri 5/6 kl. 20 FORS. Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 26/5 AUKASÝNING Síðasta sýning LADDI 6-TUGUR Þri 29/5 kl. 20 UPPS. Mið 30/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS. Sun 3/6 kl. 14 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 Mán 4/6 kl. 20 UPPS. Mið 20/6 kl. 20 Fim 21/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 25/5 kl. 20 UPPS. Lau 26/5 kl. 20 UPPS. Fim 31/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 Sun 3/6 kl. 20 Fim 7/6 kl. 20 Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 30/5 kl. 20 Mið 6/6 kl. 20 Sun 10/6 kl. 20 Fim 14/6 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is 1/6 Örfá sæti laus, 2/6 Nokkur sæti laus, 7/6 Nokkur sæti laus Síðustu sýningar! Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! Pabbinn – drepfyndinn einleikur Bjarna Hauks Fim. 24/05 kl. 19 örfá sæti laus Fös. 25/05 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 26/05 kl. 19 örfá sæti laus Síðustu sýningar leikársins! Sala áskriftarkorta fyrir nýtt og spennandi leikár hefst í ágúst. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 BANDARÍKJAMAÐURINN David Fincher er einn af þessum leik- stjórum sem starfa innan Hollywood en tekst engu að síður að fara eigin leiðir og ögra viðteknum viðmiðum sem ríkja þar í bæ. Nýjasta mynd hans, Zodiac, ber þess merki að Fincher hafi ákveðið á láta viðteknar frásagnarhefðir lönd og leið, en þar tekst hann á við hina vinsældavænu fjöldamorðingjahefð á óvenjulegan og ekki síst sjálfsvísandi máta. Ólíkt hefðbundnum raðmorðingjamyndum fjallar Zodiac nefnilega um ráðgátu sem leysist ekki, um illt afl sem rétt- vísinni tekst ekki að hemja og áhrif óhugnanlegra glæpa á stóran hóp fólks, allt frá fórnarlömbunum til ráðþrota rannsakenda og óttaslegins almennings. Um er að ræða sann- sögulegt mál raðmorðingja sem kenndi sig við Stjörnumerkjamorð- ingjann (the Zodiac killer) og athafn- aði sig á svæðinu í kringum San Francisco á 7. og 8. áratug síðustu aldar en náðist aldrei. Morðinginn komst í hámæli eftir að hann hóf að senda bréf til dagblaða í San Franc- isco með alls kyns dulkóðuðum vís- bendingum um hver hann væri og hvað hann hygðist fyrir. Sjálfur ólst leikstjórinn Fincher upp við óttann við þessa alltumlykjandi ógn sem aldrei tókst að kveða niður. Fincher fangar þessa þrúgandi ógn einkar vel í kvikmyndinni, þar sem leitin að svarinu við ráðgátunni verður að þráhyggju og tekur yfir líf þriggja sögupersóna, blaðamannsins Paul Avery (Robert Downey Jr.), lög- reglumannsins David Toschi (Mark Ruffalo) og skopmyndateiknarans Roberts Graysmiths (Jake Gyllen- haal) sem skrifaði síðar tvær bækur um mál Zodiac-morðingjans en á þeim byggist myndin. Hér er ekkert til sparað svo að útlit og umgjörð verði eins og best verður á kosið, og leikarar eru allir með ágætum, en það sem stendur eftir í óhugnanlegri frásögninni er hversu vandvirknis- lega hún nálgast það sem næstum aldrei er fjallað um í myndum af þessu tagi: vonbrigði, merkingarþrot og langvinn sálfræðileg áhrif glæpa. Morðingi gengur laus KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn: David Fincher. Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr., Anthony Edwards, Chloë Sevigny. Bandaríkin, 158 mín. Zodiac / Stjörnumerkjamorðinginn  Zodiac „Hér er engu til sparað svo að útlit og umgjörð verði eins og best verður á kosið,“ segir m.a í dómnum. Heiða Jóhannsdóttir JAKOB Frímann Magnússon tónlistarmaður og Birna Rún Gísladóttir unn- usta hans eignuðust sitt fyrsta barn saman á laugardaginn. Það var stúlka sem kom í heiminn þann 19. maí, fæðingin gekk vel og öllum heilsast vel. Þetta er fyrsta barn Birnu en fyrir á Jakob tvítuga dóttur, Bryndísi, með Ragnhildi Gísladóttur tónlistarkonu. Morgunblaðið/Eggert Foreldrar Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir. Önnur stelpa hjá Jakobi BÍTILLINN Paul McCartney hefur tilkynnt að hann ætli ekki í hljómleikaferð þrátt fyrir að ný plata sé vænt- anleg frá honum snemma í næsta mánuði. Ástæðan er sú að hann vill ekki leggjast í slík ferðalög fyrr en hann hefur gengið frá skilnaði sínum við fyrirsætuna Heather Mills. Platan, sem ber titilinn Memory Almost Full, kemur út þann 4. júní og segist McCartney vissulega ætla að kynna hana eitthvað. Engin skipulögð tónleikaröð verður þó til- kynnt fyrr en áðurnefndum kafla í lífi bítilsins fyrrverandi er lokið, en þess má varla vænta fyrr en á næsta ári. McCartney fór síðast á hljóm- leikaferðalag um heiminn árið 2005. Bíður með hljómleikaferð Paul McCartney KVIKMYNDATÍMARITIÐ Screen greinir frá því að fyrirtækið Fortiss- imo Films hafi fengið allan rétt á dreifingu á Sveitabrúðkaupi, nýrri kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, utan Skandinavíu. Blaðið segir að myndin hafi verið tekin á Snæfellsnesi og sé vegamynd sem segi frá fólki sem sé á leiðinni í brúðkaup í lítilli sveitakirkju. Valdís er þekkt nafn sem klippari í kvikmyndaheiminum og mun það eflaust auðvelda henni dreifingu á Sveitabrúðkaupi um heiminn. Morgunblaðið/Jim Smart Valdís Óskarsdóttir Fengu dreifing- arrétt á Sveita- brúðkaupi GRÆNI risinn Skrekkur og vinir hans tóku flugið á ný um helgina en þriðja teikni- myndin um Skrekk aflaði 122 milljóna dala tekna í norður-amerískum kvik- myndahúsum, sem er teiknimyndamet. Raunar eru þetta þriðju bestu mót- tökur sem kvikmynd hefur fengið á frumsýningarhelgi á eftir þriðju myndinni um Köngulóarmanninn og ann- arri myndinni um sjóræn- ingjana á Karíbahafi. Eins og í hinum mynd- unum talar Mike Myers fyr- ir Skrekk, Cameron Diaz talar fyrir Fíónu prinsessu, Eddie Murphy er asninn og Antonio Banderas stíg- vélaði kötturinn. Justin Timberlake bætist við í leikarahópinn en hann leikur Arthúr konung, ungan að ár- um. Svo gæti farið að Skrekkur dvelji ekki langan tíma í 1. sætinu því í vikunni verður frumsýnd þriðja sjó- ræningjamyndin þar sem Johnny Depp leikur sjóræningjann Jack Sparrow. Listi yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi: 1. Shrek the Third 2. Spider-Man 3 3. 28 Weeks Later 4. Disturbia 5. Georgia Rule 6. Fracture 7. Delta Farce 8. The Invisible 9. Hot Fuzz 10. Waitress Skrekkur vinsælastur í USA Reuters MAXÏMO Park komu vel út úr holskeflu breskra gítarrokksveita sem töldu sig eiga eitthvað í Franz Ferdinand með frumraun sinni fyrir tveimur árum. Á Our Earthly Pleasures fæst sveit- in við fleiri tónliti en á síðustu skífu, innan um beinskeytt gítarrokkið má heyra poppaðri tóna þar sem píanó- leikari sveitarinnar fær að spreyta sig. Slíkar þreifingar eru að mestu misráðnar, Maxïmo Park eru bestir þegar þeir rokka eins og í upphafs- laginu „Girls Who Play Guitars“ og hinu stórgóða „Our Velocity.“ Það kæmi mér ekki á óvart ef væntanleg plata Jakobínurínu myndi hljóma eitthvað í ætt við þau lög. Hins vegar vantar jafnmarga flotta „hittara“ hér og var að finna á síðustu skífu þótt tilraunir Maxïmo Park séu vissulega í áttina. Í öllu falli er þetta betra en nýja Bloc Party-platan. Í áttina Atli Bollason TÓNLIST Maxïmo Park – Our Earthly Pleasure 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.