Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 23 urnir darstjóra yns Umsækj- yrðu nn karl- hann hvað þátt- dur deild- ð karlar en konur dur töldu ar boðið en konur sætta sig við minna. Það sama mátti sjá hvað varðar stöðu sölufulltrúa, talið var að karlar myndu þiggja 293.591 kr. en konur 253.069 kr. Frænkum ætluð lægri laun en frændum Þegar kom að því að ráðleggja frænku eða frænda hve mikil laun ætti að biðja um var svipað uppi á teningnum og með umsækjend- urna. Marktækur munur var á því sem þátttakendur myndu ráðleggja frænku eða frænda að biðja um í mánaðarlaun, hvort sem um var að ræða stöðu deildarstjóra eða sölu- fulltrúa. Einnig var marktækur munur á því sem umsækjendur töldu frænku eða frænda myndu fá. Að lokum mátti sjá mun á því sem þátttakendurnir ráðlögðu frænku eða frænda að sætta sig við. Jón eða Jónína Þegar allt var tekið saman kom í ljós að meðalmunur á því sem þátt- takendur áætluðu fyrir kynin var 10,4% hærri laun hjá karlkyns deildarstjórum og 11,1% hærri laun hjá karlkyns sölufulltrúum. Í öllum tilfellum áttu konur að fá lægri laun og var sagt á kynning- unni að bæri maður kvenmannsnafn mætti maður búast við 10-12% lægri launum. Þátttakendur teldu greinilega störf kvenna að ein- hverju leyti verðminni en karla. Erfitt væri að ákvarða hvort mun- urinn lægi í genunum eða samfélag- inu en leiðir hlytu að vera til sem gætu jafnað þennan kerfisbundna launamun kynjanna. Höfundar mæltu að lokum ein- dregið með frekari rannsóknum á óútskýrðum launamun. njanna voru kynntar í gær aunin segir ný ns í Reykjavík Morgunblaðið/Golli í Reykjavík, kynnti niðurstöður rannsóknar um ða körlum hærri laun en konum. <   ' ( "    .  (  ='    .      , '& !  ./    8 >       (  '& !  ./    ?  * (5 ' ' ? %% (5 ?  %66 (5 ? %*) (5 ?  *@ (5 ' ' ? +% (5 ?  %#@ (5 ? %) (5 ð fram, hvort sem það sé í stjórnmál- viðskiptalífinu eða á öðrum vett- Það sé nauðsynlegt svo tækifærin t og nýtist. Einnig megi það ekki ger- konur ráðleggi kynsystrum sínum að ri laun. tingar komi innan frá gerður Katrín segir þau skilaboð sem afi fengið frá sínum foreldrum vera að ækifærin, mennta sig og að maður geti ákvæmlega það sama og allir strák- Þetta finnist henni eiga að vera sagt fjölskyldna. Hún segist svo auðvitað lja sjá ákveðna viðhorfsbreytingu hjá þeim sem stjórni og eigi fyrirtækin. „Ég er líka ánægð með þetta framtak sem Háskól- inn í Reykjavík í samvinnu við Bifröst hefur farið í sem er vottun á jafnlaunastefnu fyr- irtækja og ég held að það muni skila sér betur að reyna að breyta viðhorfum með því að láta þetta koma innan frá heldur en að ríkisvaldið eigi að skipta sér af með ákveðnum, miðstýrðum hætti.“ Aðspurð hvernig eigi að bæta úr launamun nefnir Þorgerður Katrín umræðu, vakningu og að skapa eigi ákveðinn þrýsting á fyrirtækin um að þau séu meðvituð um þessa ábyrgð sína að skila jöfnum launum til þeirra sem hjá þeim starfa.“ Morgunblaðið/Golli ykjavík um launamun kynjanna. Hún sagði niðurstöðurnar vera ákveðin vonbrigði. hliðarlínunni og bíða Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Hvernig verður veðrið íVesturbænum eftir tvoklukkutíma? Þeir semspyrja sig að þessu eða öðru um íslenskt veður eða veður- far geta leitað svara á nýopnuðum og endurbættum vef Veðurstofu Ís- lands, www.vedur.is, en þar er hægt að skoða spár frá klukkustund til klukkustundar um veðurfarsþætti á borð við hitastig, vind, úrkomu og skýjahulu. Er þá bæði um að ræða staðbundnar veðurspár eða svæða- spár. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir að með nýja vefnum sé verið að gera meira en fimm ára gamlan draum sinn um nýtt form veðurþjónustu að veruleika. Með endurbættum aðferðum í fram- leiðslu svo og mikilli tækniþróun í miðlun og framsetningu veðurspáa séu nú upplýsingar gerðar aðgengi- legar fyrir almenning, sem áður hafi verið geymdar á Veðurstofunni og jafnvel hugsaðar til sölu. Íslensk stjórnvöld hafi þar til fyrir nokkr- um árum framfylgt þeirri stefnu að mikið af þeim gögnum sem urðu til innan Veðurstofu Íslands og margra annarra stofnana ætti að selja til að afla sértekna. Sú þjón- usta sem almenningi stæði til boða ætti að takmarkast við flutning hefðbundinna veðurfrétta í útvarpi. „Stjórnvöld höfðu þá stefnu, sér- staklega um miðjan tíunda áratug- inn, að stofnanir ættu að selja op- inber gögn. M.a. átti Veðurstofan að reyna að afla tekna með því að selja veðurþjónustu og aðgengi að veðurupplýsingum,“ segir hann. Upplýsingar hafi átt að selja m.a. til flugfélaga, til sjófarenda, til ferða- fólks og fleiri aðila sem höfðu þörf fyrir auknar og betri veðurupplýs- ingar. Mest hafi þó verið selt til annarra opinberra stofnana, en tekjurnar af sölunni hafi ekki verið miklar. Á þessum tíma hafi Veður- stofan haft í fórum sínum ýmiss konar gögn sem „við vissum að gátu komið samfélaginu til meiri nota. En við höfðum ekki getu til þess að vinna úr þeim, vegna þess að til þess að geta selt hluti þarf oft að eyða verulegum fjármunum í þró- un, framleiðslu, markaðssetningu og fleira“, segir hann. Peningar til að verja til þessa starfs hafi ekki legið á lausu. Þetta sé þekktur víta- hringur í rekstri margra opinberra stofnana. Gögnin opin almenningi Magnús segir að hann og fleiri hafi í allmörg ár lýst þeirri skoðun sinni að gera ætti sem mest af veð- urgögnum opin almenningi. Hann segir að í öðrum löndum sé mis- munandi hvernig þessum málum sé háttað. Í Englandi og Frakklandi sé sú stefna við lýði að veðurstofurnar selji sem mest af veðurupplýsing- um, en í Bandaríkjunum sé annað upp á teningnum. Mestur hluti gagna bandarísku veðurstofunnar, sem og annarra opinberra stofnana þar í landi, sé opinn almenningi og hver sem er geti nýtt þau til frekari úrvinnslu. „Ein af ástæðum þess að Bandaríkin hafa forskot á mörgum sviðum vísinda og tækni, ekki síst á sviði náttúruvísinda, er sú að árið 1966 var tekin sú afdrifaríka póli- tíska ákvörðun að öll opinber gögn, hvort sem þau voru frá umhverfi eða náttúru, yrðu opin og án gjald- töku umfram afhendingarkostnað,“ segir Magnús. Þar hafi stefnan ver- ið sú að ríkið aflaði gagnanna og léti samfélagið um að nota þau og búa til frekari verðmæti úr þeim. Á Ís- landi hafi nú orðið stefnubreyting hjá stjórnvöldum sem feli í sér „að opinber gögn eiga að vera eins að- gengileg og unnt er og að mestu án gjaldtöku“, segir Magnús og bendir á að í fyrra hafi verið samþykkt breyting á upplýsingalögum þar sem gert sé ráð fyrir þessu, auk þess hafi verið sett lög um veður- þjónustu þar sem hugtakið almenn veðurþjónusta er skilgreint. Tveggja ára vinna Um tvö ár eru liðin frá því vinna við nýja veðurvefinn hófst af alvöru. Starfsfólk Veðurstofunnar hefur sinnt þeirri vinnu að mestu leyti en sérfræðingar utan stofnunarinnar hafa einnig tekið þátt í verkefninu. Fyrir um fjórum árum hófst hins vegar vinna við þróun og aðlögun veðurspálíkans sem notað er til þess að framleiða veðurspár í hárri upplausn. Verkefnið var stutt af Vegagerðinni, Flugmálastjórn og Siglingastofnun en unnið í sam- starfi við sprotafyrirtækið Reikni- stofa í veðurfræði, sem Haraldur Ólafsson prófessor og fleiri eiga. Sér það fyrirtæki um að keyra þess- ar veðurspár á grundvelli samnings við Veðurstofuna. Magnús segir að mikil tækniþró- un í fjarskiptum og upplýsingamiðl- un eigi mestan þátt í því að unnt hefur verið að útbúa jafn viðamik- inn veðurupplýsingavef og Veður- stofan hefur nú gert. „Þessi tækni er orðin þannig að það sem menn hefðu varla látið sér detta í hug fyr- ir tíu árum þykir okkur orðinn sjálf- sagður hlutur,“ segir hann. Magnús segir að á vefnum sé nýjasta vef- tækni nýtt og spárnar sem þar birt- ast séu nákvæmar bæði í tíma og rúmi. Þessar spár eru að mestu unnar sjálfvirkt en nokkur aðlögun fer fram að athugunum á landinu. Hafa verður þó ávallt í huga að þetta eru spár en ekki nákvæm lýs- ing á óorðnum hlut. Viðtökur al- mennings við vefnum hafa verið mjög góðar. „Við höfum fengið mik- il viðbrögð. Fólk er mjög ánægt með vefinn,“ segir hann en bætir við að mjög margt eigi enn eftir að bætast við hann. Ekki megi heldur gleyma því að þótt veðurathuganir og veðurspár dagsins sé áhugaverð- asta efnið meðal hins almenna not- anda sé á vefnum að finna mikinn fróðleik um veður, veðurfar, snjó- flóð o.fl. að ógleymdum miklum upplýsingum um jarðskjálfta og aðrar hreyfingar jarðskorpunnar. „Vefurinn á ekki bara að vera þjón- ustuvefur heldur einnig nokkurs konar lexíkon á fagsviðum Veður- stofunnar.“ Verði einn sá vinsælasti Magnús vonast til þess að veð- urvefurinn festist í sessi meðal vin- sælustu vefja landsins. „Ég sagði við opnun vefjarins að ég stefndi að því að Veðurstofuvefurinn yrði með svipaða stöðu og vefur dönsku veð- urstofunnar sem er mest notaði vef- ur landsins,“ segir hann. Það kunni þó að hjálpa þeim danska að Svíar sækja mikið inn á vef þeirra, enda reka Svíar ennþá gömlu gagnapóli- tíkina. Magnús bætir við að þar sem Íslendingar séu mikið áhugafólk um veður sé ekki óraunhæft að ætla að nýi vefurinn eigi eftir að reynast vinsæll. Meðal þess sem almenning- ur geti skoðað á vefnum eru myndir úr veðurratsjá, veðurgervitunglum og svo eru myndavélar sem sýna veður á ýmsum stöðum á landinu. Ein slík er á húsi Veðurstofunnar og skannar hún skýjafarið. Að auki eru tengingar frá vef Veðurstofunn- ar á aðra vefi á landinu sem sýna myndir af bæjum og byggðarlögum en ekki miðast þær allar fyrst og fremst við að sýna veðrið á viðkom- andi stöðum. Veðurstofan stefni að því að koma upp fleiri veðurmynda- vélum og verði að líkindum byrjað á helstu ferðamannastöðum landsins. Ætlunin sé einnig að setja lesnu textaspárnar úr RÚV á vefinn, auk þess sem hugmyndir séu um að koma á laggirnar stúdíói þar sem veðurfræðingar muni flytja veður- fréttir sem svo verði aðgengilegar á vefvarpi á vefnum. Vefurinn eigi þannig að verulegu leyti eftir að koma í stað veðurfrétta í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og sennilega séu aðeins örfá ár í að fólk geti skoðað vef Veðurstofunnar hvar sem er á landinu úr símum eða tölvubúnum bílum sínum eða bát- um,“ segir Magnús að lokum. Morgunblaðið/G. Rúnar Veðurspá Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir að með hinum nýopnaða og endurbætta vef Veðurstofu Ís- lands, www.vedur.is, sé verið að gera gamlan draum sinn um nýtt form veðurþjónustu að veruleika. Nákvæmari spár á nýjum vef Veðurstofu Í HNOTSKURN »Veðurstofan á að nokkruleyti í samkeppni við aðra aðila um veðurspár. T.d. er víða á Netinu að finna spár fyrir Reykjavík og fleiri staði. »Hinn nýi vefur Veðurstof-unnar hefur fengið vott- un frá Öryrkjabandalagi Ís- lands um að uppfylla alþjóðlega staðla sem settir hafa verið um aðgengi fyrir sjónskerta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.