Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 27  Fleiri minningargreinar um Susie Rut Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. álitið að Susie hafi verið ætluð til mik- ilsverðra verka. Ég veit núna að þetta var rétt hugsun. Hún mótaði forvarn- arstarf á margvíslegan hátt, talaði af sannfæringarkrafti um mikilvæg mál, hjálpaði mörgum með sama sjúkdóm og hún og var traustasta bakland sumra. Hún hreyfði við öllum sem hún kynntist og kom með hlýju inn í líf fólks. Vera hennar og barátta hér á jörðinni var eitt stórt afrek og ég er stolt af að hafa fengið að taka þátt í hluta af lífi hennar. Góðu tilfinning- arnar í garð hennar verða aldrei frá mér teknar og eftir standa hlýjar minningar um sjarmerandi fjörkálf, með mikla lífsreynslu, ótrúlega út- geislun, gríðarlega samkennd, getu til að vera „life of the party“ og láta fólki líða vel í kringum sig. Ef það er til himnaríki þá situr Susie þar núna á fallegu heimili með einhvern til að taka til fyrir sig, mann sem elskar hana, fallega tónlist sem hljómar all- an daginn og nóg af súkkulaði. Þessi minningargrein endar í anda okkar Susie á 1. erindi úr ljóði Tómasar Guðmundssonar, Í harmanna helgi- lundum. Í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Þar líða í laufinu bleika ljóðin, sem kvað ég þér. Kæru Einar, Regína, Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ösp Árnadóttir. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ég var svo lánsöm að kynnast Su- sie Rut þegar hún var pínulítil í Su- zuki-tónlistarskólanum í Reykjavík. Minn var heiðurinn að kenna henni á fiðlu. Susie Rut var yndisleg og glað- lynd stúlka sem geislaði alltaf af gleði þegar við hittumst. Samband okkar Susie Rutar þróaðist og styrktist með árunum. Við bárum virðingu hvor fyr- ir annarri og við urðum góðir vinir. Susie Rut var svo fróð og málglöð að ég hafði mjög gaman af að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Mér þótti mjög vænt um hana. Elsku Regína, Einar, Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari sorg. Mary Campbell. Góð vinkona mín er látin, langt um aldur fram og við vinir hennar erum harmi slegin. Ég kynnist Susie Rut Einarsdóttur og systur hennar Diljá Mist í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins. Starf sem byggist á óeigingjörnu sjálfboða- og hugsjónastarfi. Starf sem er þroskandi og gefandi fyrir alla, ekki síst vegna kynna og sam- starfs við hæfileikafólk eins og Susie. Hún var skemmtileg, lífsglöð, kát og kraftmikil, hugmyndarík með mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún lét sig því þjóð- félagsmál miklu varða. Grunnafstaða hennar var jákvæð og bjartsýn og því leið mér alltaf vel í návist hennar, þó ég sæti stöðugt undir yfirheyrslum og aðfinnslum um það sem henni fannst betur mega fara í borginni, eins og ég réði þar öllu. Við tókumst oft á, hún var heldur hægri sinnaðri en ég. En það var ávallt í vinsemd. Annað sem einkenndi okkar sam- skipti var að hún vildi sífellt leggja mér lífsreglur. Þegar ég nú kveð vin- konu mína Susie heiti ég henni að læra af hennar sviplega brotthvarfi. Hafa hugfasta þá gjöf sem lífið er, vera þakklátur fyrir hvern dag sem mér og þeim sem mér þykir vænt um gefst. Fara vel með þá daga og leggja mitt af mörkum til þess að aðrir geri það einnig. Ég sendi öllum hennar vinum og aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Vinátta hennar var mér ómetanleg. Ég mun sakna hennar. Bolli Thoroddsen. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR frá Skjaldfönn, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 23. júní. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 13:00. Jarðsett verður í Ísafjarðarkirkjugarði föstudaginn 29. júní kl 17:00. Indriði Aðalsteinsson, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Ólafur M. Håkansson, Jóhann Aðalsteinsson, Helga Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG ÁGÚSTA VALDIMARS, Sóltúni 2, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 20. júní. Útförin verður auglýst síðar. Valdimar Einarsson, Þórdís Richter, Hildur Einarsdóttir, Örn Kjærnested, Einar Páll Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi, SVEINN ÁGÚST HARALDSSON, Álfhólsvegi 121, Kópavogi, lést fimmtudaginn 21. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Haraldsdóttir, Hulda Haraldsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Hrönn Haraldsdóttir, Trausti Jónsson, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri, SIGURVIN KRISTJÁNSSON bóndi, Fáskrúðarbakka, Eyja- og Miklaholtshreppi, andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi, föstudaginn 22. júní. Steinunn Hrólfsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Veronika G. Sigurvinsdóttir, Björn H. Kristjánsson, Sigursteinn Sigurvinsson, Kristján Sigurvinsson, Hrólfur Már Helgason, Ársól Ólafíudóttir, Sandra Dögg, Rakel Ösp og Arnar Freyr. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, BJARNI VILMUNDUR JÓNSSON vélvirkjameistari, Jörfabakka 6, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Þorsteinsdóttir og aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og systir, GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR, lést á landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 29. júní kl. 14.00. Magnús Georg Hrafnsson, Baldvin Agnar Hrafnsson, Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir, Tanja Mjöll Magnúsdóttir, Emelía Karen Baldvinsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Hulda KristjanaLeifsdóttir fæddist á Seyðis- firði 30. janúar 1960. Hún lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss í Kópa- vogi að kvöldi 17. júní. Foreldrar hennar eru Stein- unn Jónína Ólafs- dóttir húsmóðir, fædd á Seyðisfirði 16.5. 1935, og Leif- ur Haraldsson raf- virkjameistari, fæddur á Seyðis- firði 6.12. 1934, dáinn í Reykjavík 11.9. 1995. Systkini Huldu eru 1) Haraldur Einar rafmagnsiðn- fræðingur, fæddur á Seyðisfirði 27.9. 1962, kona hans er Katrín Helgadóttir markaðsfræðingur, fædd í Reykjavík 5.7. 1967, börn þeirra eru Kristjana Lind, Lilja Guðbjörg og Leifur Logi. 2) Ólaf- ur Þór viðsk.lögfræðingur, fædd- ur á Seyðisfirði 13.6. 1966. 3) Sig- urbjörg Þóra viðskiptafræðingur, fædd á Seyðisfirði 16.12. 1969. Maður hennar er Bjarki Viðars- son kerfisfræðingur, börn þeirra eru Bragi Karl og óskírður sonur. Hulda giftist 23. febrúar 2007 Stefáni Jóni Sigurðssyni bók- bindara, fæddum í Reykjavík 31.3. 1952. Börn þeirra eru Steinunn Bóel og Leifur Geir. Dæt- ur Stefáns af fyrra hjónabandi eru Rúna Kristín og Una Sóley. Hulda ólst upp á Seyðisfirði og gekk í barna- og ungl- ingaskóla Seyðis- fjarðar. Hulda starf- aði með skóla allt frá 13 ára aldri, fyrst í frystihúsi Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði og síðar hjá Herðubreið á Seyðisfirði. Fór til náms í einkaritaraskólann í Reykjavík og starfaði eftir það hjá Landsbanka Íslands, bæði í Reykjavík og á Seyðisfirði, allt þar til hún hóf störf á endurskoð- unarskrifstofu Tryggva E. Geirs- sonar þar sem hún starfaði um 12 ára skeið. Þá hóf hún störf hjá heildverslun TH Stefánssonar ehf. og starfaði þar um fjögurra ára skeið, eða þar til hún réðs til Bernhard ehf. og starfaði þar allt þar til hún veiktist í upphafi árs 2006. Útför Huldu fer fram frá Selja- kirkju í Reykjavík í dag kl. 13.00. En hvað það er nú ósanngjarnt að þú sért farin, Hulda mín. En krabba- meinið er ekkert að spá í það hvað er sanngjarnt. Þú varst elst af okkur frændsystkinunum og ég yngst og pabbi þinn hafði dálæti á mér og minn pabbi dáði þig. Mikið held ég að faðir þinn hafi nú tekið vel á móti þér í himnaríki. Hann fór eins og þú frá okkur of snemma. Eina skýringin á þessu brotthvarfi þínu er sú að það hafi verið skortur á húmoristum hjá guði. Það sem þú gast komist skemmti- lega að orði og alltaf var tekið vel á móti manni á þínu heimili. Þú og þínir sýndu ávallt áhuga á því sem var að gerast í lífi litlu frænku. Ég stend í þakkarskuld við ykkur vegna hjálp- arinnar þegar við Siggi vorum í Asp- arfellinu. Þá var bara hægt að fá bú- slóð að láni og gardínur líka með. Enginn smágreiði það. Síðast þegar við hittumst vorum við Siggi á leið til Köben og það var nú þín uppáhaldsborg. Ferðaleiðbein- ingarnar frá þér voru þær að það væri „snilld að sjá kerlingar eins og mömmu komnar á pöbbinn klukkan tíu á morgnana með rúllurnar í hárinu.“ Með þessar upplýsingar í farteskinu fórum við og höfðum aug- un opin í ferðinni, og manni varð hugsað til þín þegar gengið var framhjá krá. En kerlingar sáust eng- ar með rúllur í hárinu. Ég get líka ekki gleymt því hvað þú varst hissa á að bróðir þinn keypti kött. Þú sagðir að frekar keyptirðu þér peysur og skó fyrir aurinn. Vandláti bróðir þinn fékk líka orð í eyra frá þér og var það spaugilegt í meira lagi. Sem betur fer eiga börnin þín góða að sem eiga eftir að aðstoða þau í framtíðinni. Eins og þeir bræður Leifur og Addi báru umhyggju fyrir börnum hvor annars þá eruð þið systkinin eins með það, gerið allt sem hægt er fyrir frændfólkið. Braga Karli fannst nú gott að fara í „hunda- bað“ hjá frænku sinni. Elsku Stefán, Rúna, Una, Steinunn Bóel, Leifur Geir og amma Steinunn. Megi guð gefa ykkur bjarta daga og þið eruð alltaf velkomin á mitt heimili. Ykkar frænka, Harpa Gunnur. Það var dapurt að vakna að morgni 18. júní og fá fréttir um það að hetjan okkar Hulda Leifsdóttir hefði kvatt okkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ég sit hér og læt hugann reika. Það eru margar góðar minningar sem láta á sér kræla. Ég kynntist Huldu þegar ég flutti til Seyðisfjarðar árið 1973. Hún var strax sem unglingur mjög ábyrgðarfull og þegar ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur í nokkra daga þá víluðu þær frænkur Hulda og Odda ekki fyrir sér að taka að sér tvo fyrirferðarmikla stráka og tveggja ára stelpu. Þegar ég kom til baka aft- ur var húsið tandurhreint, allur þvott- ur frágenginn og búið að fylla frysti- kistuna af bakkelsi. Þetta var Hulda. Hún var líka til staðar þegar ég flutti með fjögur börn í Ferjubakkann, þar sem hún bjó líka, þá bretti hún upp ermarnar og kom öllu í stand. Það var oft glatt á hjalla á kvöldin þegar Seyð- isfjarðar-stelpurnar mínar með Huldu í fararbroddi sátu í kaffi. Við eldhúsborðið fóru fram mjög upp- byggilegar umræður. Hulda var ekki allra en hún var trú þeim sem hún tók, allt til dauðans. Hún var heið- arleg, góð dóttir, eiginkona, móðir, myndarleg húsmóðir og mjög vel gef- in. En nú þurftir þú, Hulda mín, að játa þig sigraða eftir heiftarlega bar- áttu við sjúkdóminn. Elsku Stefán og börn, Steinunn mín, Silla, Halli, Óli og fjölskyldan öll, ég þakka fyrir að hafa átt smáhlutdeild í lífi Huldu. Ég, Steindór og börnin mín vottum ykkur öllum innilega samúð vegna ótíma- bærs fráfalls hennar. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni: hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólarskini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, Sem hverfur ekki úr minning. (E. Ben.) Guðrún Sólveig (Dollý ) og fjölskylda. Hulda mín, þá er þetta búið. Þú varst þvílík hetja og kvaddir þetta líf með reisn. Aldrei sá ég merki um uppgjöf hjá þér. Þú tókst veikindun- um af æðruleysi, hafðir alltaf einhver markmið í framtíðinni og lifðir lífinu til síðasta dags. Við ræddum þetta einu sinni, ég var að hrósa þér og fjöl- skyldunni fyrir hvað þið væruð dug- leg, samheldin og tækjuð skynsam- lega á málunum. Þá sagðir þú ,,að það væri ekkert annað að gera“. Það er svo sem ekkert annað í boði í þessari stöðu. Mikið á ég eftir að sakna þín eftir áratuga vináttu. Lífið er ein- kennilegt, en núna standa minning- arnar eftir. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín vinkona, Sigrún Harpa. Hulda Kristjana Leifsdóttir  Fleiri minningargreinar um Huldu Kristjönu Leifsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.