Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL HVERS ER ÞETTA ALLT GRETTIR? TIL HVERS ER LÍFIÐ? TIL ÞESS AÐ BORÐA AF HVERJU FELUR ÞÚ EKKI TEPPIÐ Á MEÐAN AMMA ER HÉR? ÞÁ ÞROSKAST HÚN ALDREI ÞÚ GÆTIR BARA ÞÓST VERA HÆTTUR AÐ NOTA ÞAÐ OG HÚN KEMST ALDREI AÐ ÞVÍ VEGNA ÞESS AÐ HÚN ÆTTI EKKI ALLTAF AÐ FÁ ÞAÐ SEM HÚN VILL... ÉG VILDI AÐ ÞAÐ MUNDI SNJÓA TVO METRA Á NÆSTU FIMM MÍNÚTUNUM SVO AÐ ÉG ÞYRFTI EKKI AÐ FARA Í SKÓLANN... ÉG VIL FÁ SNJÓ! SNJÓ! SNJÓ! SNJÓ! SNJÓ! SNJÓ! NÆSTUM ÞVÍ... ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI EKKI LOFAÐ HELGU AÐ TAKA HANA MEÐ TIL ENGLANDS HVAR ER ÁHÖFNIN HÚN ER AÐ BERA ALLT SEM HELGA KEYPTI BAKSVIÐS Á FLUGVELLI DISNEY AFÍSUN AMMA MÍN ÁTTI ÞENNAN STÓL... ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT AÐ FARA VEL MEÐ HANN ÞAÐ TÓK EINHVER BYSSUNA MÍNA! ÞAÐ VAR EKKI KÓNGULÓARMAÐURINN! HANN ER HÉRNA! HÉLSTU AÐ HANN VÆRI EINA OFURHETJAN Í BÆNUM dagbók|velvakandi Endurfundir Gilwellskáta á Úlfljótsvatni GILWELLSKÁTAR eru þeir skát- ar sem lokið hafa svonefndri Gilwell- þjálfun, æðstu þjálfun hinnar al- þjóðlegu skátahreyfingar. Upphafs- maður og brautryðjandi skátahreyf- ingarinnar Robert Stephenson Smith Baden-Powell (1857-1941) kom Gilwellþjálfuninni á fót árið 1919 en á Íslandi var fyrsta Gilwell- námskeiðið haldið 1959 og hafa þau verið haldin jafnan síðan. Íslenskir Gilwellskátar, sem lokið hafa þessari þjálfun mynda með sér samtök, Gil- wellhringinn. Megintilgangur hans er efling andans og stuðningur við málefni skátahreyfingarinnar. Gilwellhringurinn á Íslandi efnir nú til endurfunda félaga sinna í tengslum við 100 ára afmælismót Skátahreyfingarinnar á Úlfljóts- vatni. Endurfundirnir verða haldnir þar laugardaginn 7. júlí nk. eftir að- alvarðeld mótsins. Fastar venjur hafa gegnum tíðina ríkt um fundar- hald þetta. Allir Gilwellskátar Íslands fyrr og síðar, sem þess eiga kost, eru hvattir til að koma til endurfundanna og njóta staðar og stundar með gömlum og nýjum félögum. Tilvalið er fyrir árganga eða flokka að hópa sig sam- an í bíla og skjótast austur. Einelti VENJULEGT fólk er alla daga að brjóta heilann um eitthvað. En það sem við ættum að íhuga er til dæmis einelti í skólum, vinnustöðum og út um allt. Fyrir skömmu skrifaði ég um þetta viðvangsefni en það veitir ekki af að gera það aftur. Á dög- unum heyrði ég sagt frá pilti sem kemur frá Ástralíu. Hann er stór- þjáður af geðrænum vandamálum sem er afleiðing af því að það var lagst á hann í skóla og hvern einasta dag var hann barinn niður af skóla- félögum. Þeir tóku sig saman og sáu tilgang í því að ganga þannig frá þessum pilti þannig að hann átti sér varla viðreisnar von. Þetta var látið óáreitt af skólayfirvöldum og það er skömm því það fólk sem stjórnar á ekki að líða eða taka þátt í einelti sem það gerir með því að horfa fram hjá því og láta það gerast. Þessi pilt- ur á auðvitað bágt og peningarnir sem hann fær núna harðfullorðinn leysa ekki eða breyta því böli sem hann á við að stríða. Hann er vist- aður á geðsjúkrahúsi og fær núna 11 milljónir í bætur og mögulega 60 milljónir ef að lögfræðingur hans stendur sig. Hvaða gagn er að þess- um peningum fyrir þennan pilt sem er ófær um að lifa lífinu? Burt með einelti. Við eigum ekki að líða það að lagst sé á börn eða fullorðna hvort sem er á vinnustöðum, skólum eða húsunum í kringum okkur. Það er fyrir neðan allar hellur að samborg- arar okkar geri okkur ókleift að lifa með reisn og virðingu lífi sem er til- gangsríkt og eðlilegt. Lesið það sem Páll skrifaði um kærleikann og takið það til fyrirmyndar. Það átti við fyr- ir 2000 árum og á enn við í dag. Jóna Rúna Kvaran. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SÓLIN lék við fjölmarga gesti Nauthólsvíkur á föstudaginn. Þessi hefur orðið örlítið þreyttur á öllum látunum. Morgunblaðið/G.Rúnar Miðdegisblundur FRÉTTIR Þorlákshöfn | Tónlistarmað- urinn og stjórnandinn Ró- bert Albert Darling fékk menningarverðlaun Ölfuss 2007. Verðlaunin voru af- hent við athöfn nýverið. Er þetta í annað skiptið sem menningarnefnd Sveitarfé- lagsins Ölfuss veitir menn- ingarverðlaunin. Fyrir tveimur árum var það Jónas Ingimundarson píanóleikari sem var heiðraður. Róbert er skólastjóri Tón- listarskóla Árnesinga og hefur stjórnað bæði Lúðra- sveit Þorlákshafnar og Söngfélagi Þorlákshafnar nær óslitið frá upphafi. Hann hefur verið ein helsta driffjöður menningarlífs í Ölfusi frá því hann flutti í sveitarfélagið. Hann hefur glætt áhuga bæði ungra og þeirra sem eldri eru á tónlist og á tímabili var meira en helmingur barna í grunnskóla Þorlákshafnar í tónlist- arnámi. Við hátíðlega dagskrá í Ráðhúsi Ölfuss voru verðlaunin afhent, en fyrst kallaði menningarfulltrúi Ölf- uss, Barbara Guðnadóttir, á sviðið þá sem voru í Lúðrasveit Þorláks- hafnar við stofnun hennar. Um fimmtán manns komu sér fyrir á sviðinu með hljóðfærin sín og fluttu lögin sem voru spiluð í skrúðgarði Ölfuss á sjómannadaginn árið 1986. Flestir eru enn í lúðrasveitinni, en margir lögðu heilmikið á sig til að geta spilað fyrir Róbert þennan dag. Í kjölfarið kallaði formaður menningarnefndar, María Sigurð- ardóttir, Róbert Darling á sviðið og afhenti honum verðlaunin, sem Sig- ríður Gestsdóttir, leirlistakona í Ölfusi, bjó til. Heiðraður Róbert Darling fékk menning- arverðlaun Ölfuss 2007. Róbert Darling heiðraður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.