Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Barcelona í júlí frá kr. 39.990 Vikuferð ótrúlegt verð! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona í júlí. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frá- bært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tæki- færi - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Travelodge Hospitalet í 7 nætur með morgunverði, 13. , 20. og 27. júlí. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel NH Numancia ***+ í 7 nætur með morgunverði, 13. , 20. og 27. júlí. KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss með þyrlu Landhelg- isgæslu Íslands eftir bílveltu á Sólheimavegi í Gríms- nesi á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut töluverða áverka, s.s. höfuðhögg og beinbrot, en er ekki í lífs- hættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan tíu. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotinn var einn í lítilli fólks- bifreið þegar slysið átti sér stað. Hann virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veginn og fór margar veltur. Maðurinn var í bílbelti og talið er það hafi orðið til þess að ekki fór verr. Ljósmynd/Guðmundur Karl Fluttur með þyrlu eftir bílveltu Eftir Baldur Arnarson í Moskvu ÞAÐ VAR glatt á hjalla þegar Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri afhenti starfsbróður sínum Júrí Luzhkov tvo íslenska gæðinga í reiðhöllinni á Bitsa-hestagarðinum í suðvesturhluta Moskvu í gær. Vil- hjálmur gerði langa sögu samskipta Íslands og Rússlands að umtalsefni í ávarpi sínu, gjöfin væri táknræn fyrir aukna samvinnu ríkja sem ættu margt sameiginlegt í menn- ingararfi sínum. Hestarnir væru ágætt dæmi enda hefði sú kenning verið sett fram að íslenski hest- urinn væri upprunninn í Rússlandi. Borgarstjóri Moskvu þakkaði höfð- inglega gjöf, sem Norvik og Glitnir kostuðu, en Icelandair sá um flutn- inga á, með þeim orðum að hann óskaði gefendunum „þykkra seðla- veskja“ í framtíðinni. Luzhkov lýsti jafnframt yfir dálæti sínu á íslenska hestinum, en hestamennska er áhugamál sem hann deilir með eig- inkonu sinni. Búist er við að eig- inkona Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta muni einnig nýta sér gæðingana. Rússneskir fjölmiðlar sýndu at- höfninni mikinn áhuga en Luzhkov er talinn afar valdamikill hér í borg. Fjölmargir lífverðir gættu öryggis borgarstjórans sem var svarinn í embætti á föstudag en hann var fyrst kjörinn borgarstjóri árið 1992. Var borgarstjórunum ekið í rútu til hádegisverðar og fylgdu þeim eftir minnst tíu svartir eðalvagnar ör- yggisvarða og starfsfólks, auk lög- reglubifreiðar. Kolstakkur og Freyr Hestarnir sem borgarstjóri Moskvu fékk að gjöf heita Kol- stakkur frá Þóreyjarnúpi og Freyr frá Voðmúlastöðum, báðir gelding- ar. Knaparnir Hörður Gunnarsson og Páll Bragi Hólmarsson riðu gæðingunum umhverfis reiðhöllina áður en afhendingin fór fram. Gæðingar til Moskvu  Borgarstjóri Reykjavíkur afhenti starfsbróður sínum tvo gæðinga við hátíð- lega athöfn  Luzhkov óskaði þeim sem gáfu hestana „þykkra seðlaveskja“ Gæðingar Borgarstjóri afhenti starfsbróður sínum gæðingana tvo. TÍU MANNA áhöfn norska gáma- skipsins Eline var bjargað um borð í þyrlu í gærmorgun eftir að leki kom að vélarrúmi. Skipið var statt í Kattegat, á leið frá Árósum í Dan- mörku til Íslands á vegum Eimskips. Í tilkynningu sem barst frá Eim- skip kom fram að áhöfnin hefði ekki verið í bráðri hættu en af öryggis- ástæðum, þar sem ekki var ljóst hversu alvarlegur lekinn var kölluðu skipverjar eftir aðstoð. Enginn Ís- lendingur er í áhöfn skipsins sem er í eigu norskra aðila. Skipið var dregið til hafnar í Grenå í Danmörku og kom þangað um miðjan dag. Í gærkvöldi var enn verið að meta hversu mikill lekinn er, hvort skipið verði fljótlega haf- fært á ný eða hvort nýtt skip verði fengið til að flytja farminn áfram til Íslands. Engar skemmdir urðu á farminum og unnið er að því að valda sem minnstri röskun á flutningun- um, samkvæmt því er segir í tilkynn- ingu Eimskips. Skipið var tekið á leigu til að anna umframeftirspurn í flutningum frá Rotterdam og Árósum til Íslands. Tíu bjargað af leiguskipi Eimskips Skipið dregið til hafnar í Grenå BENEDIKT Lafleur var um miðjan dag í gær á mjög erfiðum kafla á Ermarsundi en hann lagði snemma í gærmorgun upp frá Englandi og hugðist synda yfir til Frakklands. Sundið er um 20 mílur eða röskir 32 kílómetrar að breidd. Samkvæmt upplýsingum Hermínu Ólafsdóttur, aðstoðarkonu hans, tókst Benedikt ekki að nærast sem skyldi á sundinu og voru skipu- leggjendur sundsins ekki bjartsýnir á að honum tækist að ljúka því. Benedikt hóf sundið klukkan 4.50 að staðartíma um morguninn. Hann hafði synt um 14 mílur og átti um sex mílur eftir þegar síðast fréttist. Hermína sagði vatnið á svæðinu sex til sjö gráða heitt og að erfiðir straumar væru undan strönd Frakklands. Ekki náðist í talsmann Benedikts í gærkvöldi. Benedikt átti í erfiðleikum á Ermarsundi UM 80% hluthafa í Actavis hafa gengið að tilboði Novators í öll hlutabréf í félaginu, samkvæmt upplýsingum frá Novator. Um tvær vikur eru frá því Novator gerði tilboð í Actavis sem stjórn Actavis mælti með. Tilboðið er í evrum og miðað við það er mark- aðsverðmæti Actavis 3,62 millj- arðar evra, sem jafngildir nærri 322 milljörðum íslenskra króna. Telur Novator viðtökurnar við til- boðinu hafa verið góðar, ekki síst þar sem útboðsfrestur rennur út síðdegis í dag. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að viðskiptin í dag verði lífleg. Novator með um 80% hlut í Actavis VEFRIT Dagbladets í Noregi skýrði frá því á laugardag að Ice Crystal, skip á vegum Eimskip- CTG í Noregi, myndi í vikunni landa frosnum fiski í Tyrklandi og væri um að ræða vöru frá Vestur- Sahara sem er hernumið af Mar- okkó. Stuðningsnefnd V-Saharamanna í Noregi fordæmdi skipafélagið fyr- ir að hagnast með „siðlausum hætti“ á viðskiptum sem kæmu her- námsveldinu að gagni. Marokkó- stjórn hefur gegnum árin flutt fjölda þegna sinna til V-Sahara til að reyna að festa í sessi yfirráð sín. Þingmaður norska Verkamanna- flokksins, Eva Kristin Hansen, gagnrýndi Eimskip-CGT fyrir þetta framferði en íslenska móðurfélagið á meirihluta í Eimskip-CGT. Norðmenn gagnrýna Eimskip Flytja vörur frá her- námssvæði Marokkó LOKA þurfti fyrir rennsli um heita- vatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi í gærmorgun vegna mikils leka. Af þeim sökum var heitavatnslaust í nærliggjandi hverfum fram á kvöld og fullkominn þrýstingur ekki kom- inn á fyrr en um kl. 22 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var um að ræða fimmtán sentímetra langa rifu sem hafði komið til vegna tæringar. Mikill tími viðgerðarmanna fór í að finna skemmdina, sem gekk erf- iðlega, og viðgerð hófst ekki fyrr en upp úr klukkan fimm síðdegis. Rifa á lögn vegna tæringar 1.489 BÖRN fæddust á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins, sam- kvæmt upplýsingum Guðrúnar Egg- ertsdóttur, yfirljósmóður á deildinni. Þetta eru aðeins færri börn en fædd- ust á sama tímabili í fyrra en þá fæddust 1.508 börn á deildinni, sam- kvæmt tölum kvennadeildar. Guðrún segir að tölur hafi verið gefnar út í vor um að mikil fjölgun fæðinga yrði í sumar. Þær upplýs- ingar hafi hins vegar byggst á mis- tökum í útreikningi hjá sónardeild, sem urðu vegna nýs bókunarkerfis. Munað hafi um 100 fæðingum á mán- uði „og það er nú eitthvað sem við hefðum ekki ráðið við“, segir Guð- rún. Hún segir að í september sé gert ráð fyrir að 276 börn fæðist á spít- alanum en í fyrra voru fæðingar í þessum mánuði 271. „Í október eiga fæðingar að vera 263 en voru 254 í fyrra,“ segir Guðrún. 1.489 börn fædd- ust á LSH fyrri hluta árs Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.