Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BRÝNT VERKEFNI Það var mikilvæg ákvörðun, semtekin var fyrir tveimur árum,þegar Árni Magnússon gegndi embætti félagsmálaráðherra, að verja samtals einum og hálfum millj- arði króna til verkefna í þágu geðfatl- aðra og þá ekki sízt í búsetumálum þeirra. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum og Jóhanna Sigurðardóttir tekið við félagsmálaráðuneytinu. Hún hefur nú falið Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingismanni Sam- fylkingar, forystu fyrir verkefnis- stjórn í málefnum geðfatlaðra, sem starfað hefur undanfarin misseri. Þetta er vel ráðið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur verið í farar- broddi þeirra, sem fjallað hafa um málefni geðfatlaðra á Alþingi. Hún hefur víðtæka þekkingu á þessum málaflokki og þess vegna eru miklar vonir bundnar við störf hennar að þessum málum. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásta Ragnheiður m.a. um þetta viðfangsefni: „Þetta er stórt verkefni og ég tel, að það þurfi að gera töluvert átak í þessum málum, sér í lagi hér á suð- vesturhorninu. Búsetuúrræðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ábótavant.“ Eitt brýnasta verkefnið er að þurrka út þann smánarblett á ís- lenzku samfélagi að nokkrir tugir einstaklinga a.m.k. á höfuðborgar- svæðinu hafi hvergi höfði sínu að halla. Verulegur hluti þess hóps er geðfatlaður en málefni alls þessa hóps verður að leysa, nánast þegar í stað. Það er eitt helzta verkefni þess hóps, sem Ásta Ragnheiður veitir nú forystu, að taka ákvörðun um hvernig þeim eina og hálfa milljarði verði var- ið, sem ákvörðun var tekin um árið 2005. Vonandi hefur þetta fé verið ávaxtað vel, þ.e. þeim hluta þess, sem ekki hefur þegar verið ráðstafað, þannig að hugsanlega sé um eitthvað hærri upphæð að ræða. En þar fyrir utan bíða veigamikil verkefni í þágu geðfatlaðra úrlausn- ar. Þar er ekki sízt átt við svonefndar samfélagsgeðlækningar eða sam- félagsþjónustu, hvort orðið sem menn vilja nota, sem byggjast á því að veita fólki, sem á við geðsýki að stríða, aðstoð utan sjúkrahúsa. Um þetta hefur töluvert verið fjallað í Morgunblaðinu nú í sumar, m.a. með samtölum við ýmsa sér- fræðinga á þessu sviði. Af þeim upplýsingum, sem fram hafa komið um þessi málefni, er ljóst að bæði Norðurlöndin, alla vega Dan- mörk og Noregur, og Bretland eru komin töluvert langt á undan okkur í uppbyggingu og þróun slíkrar þjón- ustu. Nú eru allar forsendur fyrir hendi til þess að taka rækilega til hendi, bæði í búsetumálum geðfatlaðra og eins í frekari uppbyggingu á þjónustu við þá utan spítala. Hér þarf samstillt átak Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra og sam- starfsmanna þeirra. SKYLDUR ALÞJÓÐASAMFÉLAGSINS GAGNVART ALMENNINGI Í ÍRAK Þriðjungur þarf neyðaraðstoð“ varfyrirsögn fréttar um ástandið í Írak í Morgunblaðinu í gær. Þegar þriðjungur þjóðar þarf neyðaraðstoð liggur í augum uppi að allar helstu stoðir samfélagsgerðarinnar hafa fallið. Fréttin er byggð á skýrslu al- þjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem birt var í fyrradag. Í fréttinni segir að nærri þriðjungur þjóðarinn- ar, eða átta milljónir manna, þarfnist neyðarhjálpar, og að „að íraska rík- isstjórnin geti ekki séð fyrir grund- vallarnauðsynjum eins og vatni, mat, húsaskjóli og sorphirðu fyrir átta milljónir manna. Samkvæmt skýrsl- unni lifa um 43% þjóðarinnar langt undir fátæktarmörkum og um fjórar milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda. Aðeins 60% þeirra hafa aðgang að matarhjálp stjórnvalda. Þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni hef- ur fjölgað í 70% úr 50% árið 2003. 80% Íraka hafa ekki aðgang að full- nægjandi hreinlætisaðstöðu“. Sú mynd sem þarna er dregin upp er vægast sagt skelfileg. Auk þess að búa við þessar hörmulegu aðstæður eru tvær milljónir ofangreindra Íraka á hrakningum innan landa- mæra Íraks vegna átakanna og aðrar tvær milljónir hafa flúið heimili sín, aðallega til Sýrlands og Jórdaníu. Sá vandi er stafar af þeim flóttamanna- straumi er talinn vera sá sem vex hvað hraðast í heiminum. Í skýrslu Oxfam er áhersla lögð á það að þótt heimurinn horfi hvað mest til átaka sem undirrótar vandans í Írak þá sé það staðreynd að ofbeldið aukist enn þegar aðstoð við nauðstadda sé í mol- um. „Alþjóðleg lög tryggja Írökum rétt á efnahagslegri aðstoð til að mæta brýnustu þörfum þeirra, og á vernd, en á þeim hefur verið brotið hvað þennan rétt varðar,“ segir m.a. í Oxfam-skýrslunni. „Ríkisstjórn Íraks, stuðningsaðilar á alþjóðavett- vangi og kerfi Sameinuðu þjóðanna hafa beint sjónum sínum að endur- byggingu, þróun og uppbyggingu stjórnkerfisins, en horft framhjá þeirri hörðu baráttu sem svo margir standa frammi fyrir til að halda lífi.“ Þessi orð úr skýrslu Oxfam eru áfellisdómur yfir alþjóðasamfélag- inu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Írakar, sem fyrrum gátu kennt harðræði einræðisstjórnar og viðskiptaþvingunum um bága afkomu sína og skort á mannréttindum, skilji af hverju aðstæður þeirra versna stöðugt eftir innrásina undir forystu Bandaríkjamanna. Alþjóðasamfélag- ið hefur skyldum að gegna gagnvart Írökum – því ber að lina þjáningar al- mennings í Írak þannig að umkomu- leysi, hungur og sjúkdómar hlaðist ekki upp sem lóð á vogarskálar ógn- arafla þar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Álagningarskrár skatt-stjóra á landinu vorulagðar fram í gær en þareru m.a. tilgreind heild- argjöld einstaklinga til hins opin- bera. Skiptast þau í útsvar, sem er fast hlutfall launa og rennur til sveit- arfélaga, og tekjuskatt til ríkisins, sem fjármagnstekjuskattur og al- mennur tekjuskattur falla undir. Samkvæmt venju senda skattstjóra- embættin frá sér lista yfir þá tíu skattgreiðendur sem greiða hæst opinber gjöld en skattstjórinn í Reykjavík sendir nöfn allra þeirra sem greiddu samtals meira en 40 milljónir í opinber gjöld. Eru þessir einstaklingar 24 talsins í Reykjavík. Sjö einstaklingar greiða meira en 100 milljónir króna í opinber gjöld á þessu gjaldári. Af þeim bera þrír höfuð og herðar yfir aðra skattgreið- endur og eru samanlagðir skattar þeirra rúmur milljarður: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, greiðir rétt rúmar 400 millj- ónir í opinber gjöld en fast á hæla honum kemur Hannes Þ. Smárason, forstjóri FL-Group, en hann greiðir tæpar 377 milljónir. Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir nokkru minna, rúmar 287 milljónir króna. Gjöld hennar eru meira en helmingi hærri en Baldurs Arnars Guðnason- ar, forstjóra Eimskipa, en hann greiðir rúma 121 milljón króna og Álagningarskrár skattstjóra um land allt voru lag Sjö einstaklinga Þrír einstaklingar greiða samanlagt rúman milljarð í opinber gjöld Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Þótt skattgreiðslurþeirra einstaklingasem hæst opinber gjöld hafa greitt síðastliðin ár séu framreiknuð sam- kvæmt vísitölu neysluverðs, þá hefur enginn greitt jafn háa skatta og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, gerir nú fyrir gjald- árið 2007. Ef frá eru taldar greiðslur Björgólfs Guð- mundssonar árið 2004 kemst raunar enginn í hálf- kvisti við greiðslur Hreiðars Más. Ef síðastliðin fimm ár eru skoðuð er freistandi að álykta að greiðslur Björgólfs og Hreiðars séu ákveðin frávik. Engu að síður er ljóst að frá aldamótum hafa skattgreiðslur þeirra sem mest hafa greitt til hins opinbera ver- ið nokkru hærri en fyrir aldamótin. Árið 1999 greiddi Þráinn Hjartarson útgerð- armaður hæst opinber gjöld á Íslandi. Miðað við núverandi verðlag greiðir Hreiðar Már Sigurðsson tæplega sjöfald- ar þær greiðslur til hins opinbera. Sala á hlutabréfum hefur síðastliðin ár oft valdið því, að skatt- greiðslur eintaklinga verða verulega háar. T.d. voru háar greiðslur þeirra Arn- gríms Jóhannssonar og Frosta Bergssonar síðustu tvö ár af þeim sökum. Ekki þurfa þó mjög ábatasamar hlutabréfasölur alltaf að leiða til hárra gjalda því fjárfestar hafa haft mögu- leika á að fresta skatt- greiðslum með því að fjár- festa í öðrum félögum. Þeir sem mest græða á hluta- bréfaviðskiptum á árinu þurfa því ekki alltaf að koma fram sem mestu skattgreiðendurnir. Það er hins vegar ekki langt síðan að aðrir en þeir sem fjárfestu í hlutabréfum urðu „skattakóngar“. Árið 2000 varð Guðni Helgason, rafvirkjameistari á eft- irlaunum, hæsti greiðandi opinberra gjalda á Íslandi en þá greiddi hann tæp- lega 50 milljónir króna í skatt. Var ástæð- an sú að hann seldi þá eign í Borgartúni sem hann hafði átt síðan árið 1967. Var þá að hefjast veruleg uppbygging á svæðinu. Skattakóngar þá og nú Kóngur Hreiðar Már er skattakóngur ársins. +C'    11%   #$$% /22- /223 /222 '((( '((/ '((' '(() '((* '((+ '((, '((- ? +)123*1(,/ ,,1/)21/*( +31-)(1-*3 ,31***1--) /'/12331+*3 /)31/+21'*, ///122'1-3/ ))313'+1,(/ /),1**/13// /3'1)++1*(2 *((1/,+12'( +  ) 4 ! 56!  4 ! 56!  4  7    5 &  8 #    9: & ;:6    # &  < 7  =7  :  56!    =&   6 9:   &   >    /     '&  ' A  '<" 1$ '<" 1$ '<" 1$ '<" 1$ '<"  '<"  '<" 1$ '<" 1$ '<" 1$ '<"  '<" 1$    '& !   * " ),1,3,1-32 *+1-+21)+/ */1)(213*- *21-2-1//3 2)1'((1((( //'1,(+1,/- 2+1,,'1'2/ '2+1+'21--* /''13'21(** /-(13(21*22 *((1/,+12'( Morgunbl Álagning Reykjavík er stærsta skattaumdæmi landsins. Skatttek opinbera af einstaklingum þar eru rúmir 80 milljarðar Birting álalltaf vstæðism fyrsta degi bir ur verið að au ungir sjálfstæð völd skuli hvet SUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.