Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 www.toyota.is Ég er hljóðlátur og umhverfisvænni Ég ber umhyggju fyrir umhverfinu. Þess vegna er mér ekki sama hvernig vél er í bílnum mínum. Það er góð tilfinning að hugsa til þess að Toyota D-4D dísilvélin er búin tækni sem leysir mun minna af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sambærilegar bensínvélar. Svo er hún líka ótrúlega hljóðlát og aflmikil. Það lætur mér líða vel. Hvað með þig? Auris Dísil - Nýtt upphaf. Ný Toyota. Verð frá 2.030.00 kr.* * Verð miðast við Auris Dísil Terra ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 39 46 7 10 /1 0 ● SKIPTI, móðurfélag Símans, er á meðal þeirra 12 fyrirtækja sem buðu í tæplega helmingshlut slóvenska fjarskiptafyrirtækisins Telekom Slovenije. Slóvenska ríkið á nú 74% hlut í fyrirtækinu og mun í næstu um- ferð útboðsins velja nokkur fyrirtæki úr hópi bjóðenda. Meðal þeirra fé- laga sem Skipti mun keppa við er Magyar Telekom frá Ungverjalandi, sem er að mestu í eigu Deutsche Telekom. Í Vegvísi Landsbankans segir að Magyar þyki líklegast til að hreppa hnossið. Þar er jafnframt bent á að Skipti sé meðal spennandi nýskráninga sem vænta megi í kauphöll OMX á Íslandi á næstu mánuðum. Skipti gerir tilboð í Telekom Slovenije ● SIGRÍÐUR Á. And- ersen héraðsdóms- lögmaður hefur verið kjörin formaður spænsk-íslenska við- skiptaráðsins. Tók hún við á aðalfundi nýverið af Úlfari Stein- dórssyni sem hafði verið formaður síðustu fjögur árin. Í fyrsta sinn í sögu millilandaráða er kona kjörin formaður. Spænsk-íslenska við- skiptaráðið var stofnað í Barcelona árið 1997 og er eitt átta milliland- aráða viðskiptaráðs Íslands. Félagar í ráðinu eru íslenskir og spænskir lögaðilar og einstaklingar sem eiga í hvers kyns viðskiptum milli land- anna tveggja. Í tilkynningu segir að tilgangur ráðsins sé að vaka yfir við- skiptahagsmunum félaga sinna og vera málsvari þeirra gagnvart stjórn- völdum. Spánn er fimmti stærsti kaupandi íslensks útflutnings. Út- flutningsverðmæti til Spánar er nú um 15,5 milljarðar kr. á ári. Yfir spænsk-íslenska viðskiptaráðinu ● SAMKVÆMT frásögnum breskra blaða í gær, Sunday Times og Sunday Telegraph, ráðgerir Baugur Group að opna allt að 300 verslanir í Þýskalandi á næstu þremur til fimm árum. Fyrir er Baugur með nokkrar verslanir í landinu. Hefur fyrirtækið Arctic verið stofnað vegna þessara áforma, ásamt Kristni Gunnarssyni kaupsýslumanni. Í frásögnum blað- anna segir að verslanirnar verði opn- aðar í stórmörkuðum undir ýmsum vörumerkjum, s.s. Karen Millen, Jane Norman og Principles. Þetta sé ný stefna hjá Baugi, sem ætli nú að leita til annarra landa eftir þreng- ingar í verslanarekstri á Bretlands- eyjum. Haft er eftir Gunnari Sigurðs- syni, forstjóra Baugs, að fyrirtæki hafi sýnt Þýskalandi áhuga um nokk- urn tíma og sé einnig að skoða möguleika á verslanarekstri á Ind- landi. Baugur horfir til Ind- lands og Þýskalands Icelandair herjar á Mið-Evrópumarkað Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Prag soffia@mbl.is FLUGMARKAÐURINN í Mið- Evrópu vex ört og þar liggja gríð- armikil tækifæri sem Icelandair Group hyggst notfæra sér, meðal annars með hinum nýlegu kaupum á tékkneska flugfélaginu Travel Ser- vice. Þetta kom fram á kynningarfundi félagsins í Prag en auk Mið-Evrópu eru Kína og Rússland einnig í kort- unum hjá samstæðunni. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að komið verði upp beinu flugi frá Íslandi til Tékklands, og Lettlands. Vaxandi hagvöxtur á Mið-Evrópu- svæðinu mun skila sér í stórauknum ferðalögum þar á næstu árum, að sögn Sigþórs Einarssonar, fram- kvæmdastjóra þróunar og stefnu- mótunar hjá Icelandair Group. Og Icelandair ætlar að nýta á þeim markaði þekkingu sína og reynslu af markaðssetningu á Íslandi erlendis. Icelandair Group á nú helming hlutafjár í Travel Service en kemur til með að eignast 30% til viðbótar á næsta ári. Með kaupunum bættust 12 þotur við þann flugvélaflota sem Icelandair samstæðan hefur til ráð- stöfunar. Auk þess fylgir tékkneska félaginu einkavélaþjónusta sem hægt verður að panta í gegnum vef Icelandair innan skamms, og lágfar- gjaldaflugfélagið SmartWings sem reiknað er með að geti vaxið hratt, en gert er ráð fyrir að fjöldi flug- farþega í Mið-Evrópu muni þrefald- ast á næstu 20 árum. Lettneska leiguflugfélagið Latch- arter, sem Icelandair Group eignað- ist að fullu í síðasta mánuði, starfar líkt og Travel Service á Mið-Evrópu- markaði. Garðar Forberg, fram- kvæmdastjóri Latcharter, boðar einnig vöxt þess félags á næstu ár- um. Sagði hann að flugferðalögum í Eystrasaltsríkjunum hefði fjölgað um 281% á árunum 2000 til 2006 en stærstu tækifæri Latcharter telur hann liggja í langflugi til Norður- Ameríku. Enda geti enginn í Lett- landi keppt við félagið í langflugi um þessar mundir. Kína og Rússland Þá er víða þörf fyrir leiguvélar samstæðunnar, meðal annars í Kína, að því er fram kom í máli Kára Kára- sonar, framkvæmdastjóra Icelease, sem leigir út flugvélar og er eitt dótt- urfélaga Icelandair Group. Í Kína hafi stjórnvöld bannað flugfélögum að kaupa beint vélar og því þurfi þau að leigja þær af Icelease. Og í Rússlandi eru tækifærin líka óþrjótandi, að sögn Guðna Hreins- sonar, framkvæmdastjóra Loftleiða, sem hefur með flugvéla- og áhafn- arleigu að gera og er hluti af Ice- landair samstæðunni. Rússar leyfi að vísu ekki hefðbundna leigu flug- véla með áhöfn viðhaldi og trygging- um en Guðni sagði félagið þó hafa fundið leið til að komast inn í flug- samninga í Rússlandi. Reiknað er með að í ár komi í kringum 20% tekna Icelandair-sam- stæðunnar frá þeim hluta sem hefur með flugvélaleigu og það sem tengist henni að gera. En það muni skila nærri 60% af hagnaði samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta. ings. Guðmundur sagði markað með stofnfé hafa verið virkan en spennandi væri að sjá viðbrögðin í kauphöllinni á morgun. Innkoma sjóðsins væri óvenjuleg að því leyti að hlutabréfaútboð hefði ekki farið fram og verðlagning bréfanna kæmi ekki fram fyrr en í fyrra- málið. Hann sagði SPRON vera með sterka eiginfjárstöðu, eða um 36 milljarða króna, en skráningin opnaði mikla möguleika á að sækja meira fé. Benti hann á að eigið fé SPRON nú væri svipað og hjá bönk- unum fyrir fáum árum. Reiknaði hann með að fleiri sparisjóðir fet- uðu sömu leið á markað og SPRON. FJÖLMENNT var á hluthafafundi SPRON um helgina þar sem skrán- ing sparisjóðsins í kauphöll OMX á Íslandi, sem fram fer á morgun, var kynnt af Guðmundi Haukssyni sparisjóðsstjóra sem og starfsemi sjóðsins og skipulag. Guðmundur sagði við Morg- unblaðið að fundi loknum að mik- ilvægt væri að upplýsa hluthafa um skráninguna og tilgang hennar en hluthafar SPRON eru um 1.700 talsins. Þetta er fyrsti sparisjóð- urinn til að fara á hlutabréfamark- að en SPRON verður sjöunda stærsta félagið í kauphöllinni með tilliti til stærðar efnahagsreikn- Skráning SPRON kynnt hluthöfum Morgunblaðið/Ómar Kynning Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri fór yfir starfsemi og skipu- lag SPRON á fundi með hluthöfum á Hilton Nordica hótelinu um helgina. ÞETTA HELST ... Tékkland Sigþór Einarsson frá Icelandair, Roman Vik, framkvæmdastjóri Travel Service, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, á fundinum. Ljósmynd/Halldór Kolbeins SÚ mikla lækkun sem varð á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag mun að öllum líkindum smita út frá sér á markaðina í Evr- ópu í dag og jafnvel talið að „Svarti mánudagurinn“ frá árinu 1987 geti endurtekið sig. Frá þeim degi voru nákvæmlega 20 ár liðin sl. föstudag en hinn 19. október árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um 23%. Óróinn á fjármálamörkuðunum í sumar og haust hefur m.a. lýst sér í sterkum viðbrögðum á mánudegi, ef markaðir vestanhafs hafa endað vik- una áður á miklum lækkunum, þar sem þeim er lokað síðar en í Evrópu. Ótti um verðhrun í dag kemur m.a. til af því að fjárfestar telja áhrifa enn gæta af undirmálslána- kreppunni svonefndu í Bandaríkjun- um, líkt og lesa mátti á fréttavef BBC í gær. Lækkunin vestanhafs á föstudag stafaði aðallega af skýrslu sem birt var um tekjur bandarískra banka og fjármálastofnana. Í kjöl- farið lýstu stjórnendur margra fyr- irtækja yfir áhyggjum af efnahags- kerfi Bandaríkjanna. Lækkunin á Dow Jones-vísitöl- unni á föstudag var sú þriðja mesta á árinu á Wall Street. Reuters Svörtum degi spáð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.