Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í gær, að háskólinn yrði að vinna hraðar að því markmiði að koma skólanum í fremstu röð há- skóla. Breytingar í hinu alþjóðlega þekkingarsam- félagið gerðust hratt og háskólar yrðu að vera fljótari að laga sig að breyttum kringumstæðum. „Í stuttu máli er ég sannfærð um að við verðum að vinna hraðar en við ætluðum okkur að því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð háskóla. Þetta kann að hljóma djarft, en ég tel þetta brýnt,“ sagði Kristín. Slakar rannsóknir – slakur hagvöxtur Fyrir tæplega tveimur árum var tilkynnt að Há- skóli Íslands (HÍ) hefði sett sér það langtíma- markmið að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi. Ekkert sérstakt ártal hefur verið nefnt í því samhengi. Kristín sagði skýr- ar vísbendingar um að skólinn væri á réttri leið. „Allar Evrópuþjóðir eru að vakna upp við það að framtíð- arhagvöxtur þeirra byggist á því að þær efli rannsóknar- tengt háskólanám með sama hraða og til dæmis Banda- ríkjamenn og Asíuþjóðir, sem verja mestu fjármagni til há- skólamenntunar. Philippe Aghion, prófessor við Harvard-háskóla, hefur ný- lega sagt skýrar vísbendingar vera um að slakur hagvöxtur Evrópuríkja síðustu 30 árin standi í beinu sambandi við slakan rannsóknaárangur á háskólastigi í þessum löndum. Um alla Evrópu er því verið að endurskipuleggja háskólastarfið, auka hraðann, styrkja og auka alþjóðleg tengsl,“ sagði Kristín. Þetta hefði þá þýðingu fyrir HÍ að nú yrði að vinna enn hraðar að því að koma háskólanum í hóp hinna bestu. Til þess að það gengi eftir yrði að gera HÍ að alþjóðlegri stofnun. „Við eigum fjölda vísindamanna í fremstu röð, en við verðum samt sem áður að leita markvisst til útlanda og fá hing- að til starfa framúrskarandi vísindamenn. Við þurfum líka að nýta enn betur þann ótrúlega styrk og þá möguleika sem felast í getu skólans til að ganga í vísindalegt bandalag með bestu háskólum í heimi. Ég er sannfærð um að þetta tvennt, að auka hraðann og gera skólann að alþjóðlegri stofnun, sé nauðsynlegt til að skapa Íslandi réttar forsendur í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ sagði Kristín. Ennfremur væri nauðsynlegt að auka samvinnu íslenskra háskóla. Í ræðu rektors kom fram að á einu ári hefði vís- indagreinum starfsmanna HÍ í ritrýndum alþjóð- legum vísindatímaritum fjölgað um 18%. Þá væru kennarar HÍ ritstjórar virtra alþjóðlegra tímarita og bóka í bókmenntafræði, verkfræði, mannfræði, læknisfræði, jöklafræði, sagnfræði o.fl. Háskóli Íslands komist fyrr í hóp 100 bestu háskóla Skýrar vísbendingar um að háskólinn sé á réttri leið en vinna verði hraðar Kristín Ingólfsdóttir FYRIR rúmum 50 árum fór ung leikkona, Kristbjörg Kjeld, með hlutverk Katrínar í leikritinu „Horft af brúnni“ í Þjóðleikhúsinu. Á föstudagskvöld var Krist- björgu fagnað sérstaklega í tilefni 50 ára leikafmæl- isins eftir 50. sýningu Vesturports á leikritinu Ást. Sagði hún við blaðamann að sér fyndist enn jafn skemmtilegt að leika en hún fengi þó enn sviðsskrekk. „Það lagast ekkert,“ bætti hún við. Fær sviðsskrekk eftir 50 ár á sviði Morgunblaðið/Kristinn TVEIR ungir karlmenn voru stungnir með hnífi í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í gærmorgun. Þurfti annar að gangast undir að- gerð vegna stungunnar en alls voru fimm manns fluttir á slysadeild vegna málsins. Um klukkan hálfsjö í gærmorgun barst lögreglunni á Akureyri til- kynning um mann sem hafði verið stunginn í heimahúsi. Þegar lögregl- an kom á staðinn kom í ljós að tveir aðilar höfðu fengið stungusár í öxl en þrír aðrir voru með minni áverka. Lögreglan fékk lýsingu á árásar- manninum og var hann handtekinn stuttu síðar á heimili sínu, grunaður um að hafa veitt hinum slösuðu áverkana. Hann er tvítugur að aldri en eftir því sem næst verður komist höfðu komið upp deilur í samkvæm- inu sem leiddu til átakanna. Hinir slösuðu eru allir á aldrinum 17 til 23 ára og voru þeir fluttir til að- hlynningar á Sjúkrahús Akureyrar. Stungnir á Akureyri Fimm meiddir eftir átök í heimahúsi „ALMENNT tel ég að það vanti sérfræðinga til starfa við orku- rannsóknir í þjóð- félaginu,“ segir Hjörleifur Kvar- an, framkvæmda- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, OR, og tekur þar með undir orð Ólafs G. Flóvenz, forstjóra Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, í Morgunblaðinu á fimmtudag en Ólafur segir fjármálageirann hafa „sogað til sín“ mikið af raungreina- fólki og skortur sé á sérfræðingum á sviði orkurannsókna. Hjörleifur seg- ir að OR, Háskóli Íslands og Háskól- inn í Reykjavík hafi ákveðið að setja á laggirnar orkuháskóla strax næsta haust. „Þetta gerum við til þess að reyna að fá nemendur, bæði inn- lenda og erlenda, til að mennta sig í þessum fræðum.“ Að minnsta kosti fjórir jarðvís- indamenn og fleiri raunvísindamenn starfa nú hjá Orkuveitunni. Hjörleif- ur segir engan slíkan starfsmann hafa hætt hjá OR og farið til Reykja- vík Energy Invest. „Það fór enginn af þeim yfir til REI, en það getur vel verið að við leigjum þá til REI til ein- stakra verkefna. Samningur okkar við REI kveður líka á um það að REI mun ekki ásælast okkar starfs- menn.“ Hann segir rétt að samið hafi verið um að REI geti nýtt sér sér- fræðiþekkingu starfsmanna OR „en ekki þannig að þeir steli þeim frá okkur“, segir hann. Hjörleifur segir OR líklega stærsta kúnna ÍSOR og að auki kaupi OR mikla þjónustu frá fleiri aðilum, m.a. verkfræðistofum, til stórra og smárra verkefna. Hjörleif- ur segir mikla þekkingu hjá OR varðandi orkurannsóknir og séu lyk- ilmenn í slíkum verkefnum sem OR ræðst í. „Við erum að mínu mati með færustu sérfræðinga á landinu,“ seg- ir Hjörleifur. Hann segir sitt jarðvís- indafólk oft verkstýra verkefnum sem aðrir þjónustuaðilar komi að. „Við erum mjög stór kúnni allra helstu verkfræðistofa landsins.“ Jarðvísindafólk lykil- starfsmenn í orkuiðnaði Hjörleifur Kvaran Í HNOTSKURN » Að minnsta kosti fjórirjarðvísindamenn og enn fleiri raunvísindamenn starfa nú hjá OR. » Enginn þeirra flutti sig yf-ir til REI. DÆMI eru um að reynt sé að flytja inn bíla hingað til lands sem ekki fást skráðir í Evr- ópu því þeir upp- fylla ekki meng- unarkröfur þar. Kemur þetta fram í skýrslu faghóps sem falið var að koma með nánari útfærslu á tillögum starfs- hóps umhverfisráðuneytisins um að- gerðir til að draga úr rykmengun vegna aukinnar umferðar á höfuð- borgarsvæðinu. Í skýrslunni kemur fram að greina megi að innflutningur á gömlum dís- ilbílum hafi aukist. Oft sé um að ræða stóra bíla sem mengi mikið og greiða þurfi há notkunargjöld af í Evrópu. Þessir bílar fáist því á góðu verði þar og því sjái margir sér færi á að kaupa þá og flytja hingað til lands. Reynt hafi verið að flytja inn slíka bíla sem mengi það mikið að þeir fáist ekki skráðir í Evrópu. Leggur starfshópurinn til að reglum um gjaldtöku á bifreiðum verði breytt þannig að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra. Er samt vakin athygli á því í skýrslunni að aukinn innflutningur dísilbíla hefur í för með sér aukna sótmengun. Stemma mætti stigu við innflutningi gamalla, mengandi bíla með því að leggja á sérstakt sótgjald. Skattaafsláttur verði síðan veittur af gömlum bílum sem settar verði sótsíur í. Á sama hátt verði lagður mengunarskattur á gamla bíla sem ekki séu búnir sótsíum. Gjald á nagladekkjanotkun Auk þessa leggur starfshópurinn til að sérstök umhverfissvæði verði skilgreind í borgum og bæjum þar sem bílar sem ekki uppfylli tiltekna mengunarstaðla megi ekki aka inn í. Eftirlit með mengun bíla verði aukið og átak gert í mengunarvörnum strætisvagna og hópferðabifreiða. Gerð verði krafa um mengunarvarn- ir gegn sóti í framkvæmdaútboðum ríkis og sveitarfélaga og reglur sett- ar um hreinsun gatna í þéttbýli. Leita þurfi heimildar í vegalögum til gjaldtöku vegna notkunar nagla- dekkja. Reyna að flytja inn skrjóða Tillögur starfshóps gegn svifryksmengun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.