Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is LOKIÐ er uppsteypu á Turninum á Smáratorgi og nú er einungis eftir að glerja tvær efstu hæð- irnar, þá 19. og 20., sem í framtíðinni munu hýsa veitingastað. Að sögn Ólafs Hermannssonar, verkefnastjóra húsbyggjandans, sem hefur haft eftirlit á staðnum með höndum, verða skrifstofur, líkamsrækt og fjármálafyrirtæki á neðri hæðum. „Nú er verið að innrétta þær hæðir,“ segir Ólafur. Á fyrstu hæð hafa þegar verið opnaðar verslanirn- ar Toys"R"Us og Pier. Á 17. og 18. hæð verður fjármálafyrirtæki, á 15. hæð verður World Class með líkamsrækt, á 12. hæð verður fjármálastarfsemi tengd Jakúp Jacob- sen, sem á m.a. Turninn sjálfan og rekur Rúmfa- talagerinn m.m. Deloitte endurskoðun verður á 6. til 11. hæð með alla sína starfsemi. „Á annarri hæðinni verður aðalinngangur og móttaka,“ segir Ólafur. „Fjórar til fimm hæðir hafa enn ekki verið leigðar út eins og staðan er núna. Þó er ýmislegt í pípunum, sem er ekki búið að negla niður.“ Fyrstu leigutakar flytja inn 15. desember, á 6. hæð, að- staðan fyrir Deloitte og World Class á að vera tilbúin fyrir jól og þar mun hefjast starfsemi um áramót. „Veitingastaðurinn er svolítið á eftir af því að ekki er enn búið að loka hæðinni,“ segir hann. Byggingunni verður að fullu lokið að utan í des- ember. Innréttingavinna heldur áfram fram yfir áramót en „áformað er að full starfsemi verði haf- in hjá þeim sem eru að innrétta núna um áramót“, eftir því sem Ólafur segir. Veitingastaðurinn þrískiptur Sigurður Friðrik Gíslason, framkvæmdastjóri og yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins sem verður á tveimur efstu hæðunum segir að stefnt sé að opnun staðarins í janúar. „Staðurinn verður þrískiptur,“ segir Sigurður. „Á 19. hæðinni verður hádegisverðarstaður, opinn öllum, og þar verður líka funda- og ráðstefnuþjónusta. Á 20. hæðinni verða veislusalir og bar og „lounge“.“ Fimm metra lofthæð er á 20. hæðinni og „allt hið glæsilegasta“, eins og Sigurður orðar það. Að hans sögn hafa nokkur fyrirtæki í húsinu gert samning um að nýta þjónustu veitingastaðarins í hádeginu, en hann leggur þó áherslu á að staðurinn verði öllum opinn. Nafngiftin er hefðbundin og viðeigandi, há- degisverðarstaðurinn fékk nafnið Nítjánda, hann verður opnaður í janúar og veisluþjónustan mun heita Veislu Turninn, en Sigurður reiknar með að hún verði opnuð um miðjan febrúar. Turninn að lifna við Morgunblaðið/RAX Hár Turninn á Smáratorgi hefur tekið á sig endanlega mynd og einungis lokahnykkurinn er eftir.  Fyrstu leigutakar flytja inn 15. desember næstkomandi  Tafir má meðal ann- ars rekja til þess að gluggaprófílum var hent  Veitingastaður opnaður í janúar GLUGGAPRÓFÍLUM, eða römmum, sem nota átti við glerjun efstu hæðar háhýsisins sem reist hefur verið á Smáratorgi í Kópavogi var hent fyrir slysni og er það meðal þess sem valdið hef- ur töf við byggingu hússins. Að sögn Ólafs Hermannssonar, verkefn- isstjóra verkkaupans, var verið að henda tréum- búðum utan af gluggaefni sem notað hefur verið í húsið og fyrir slysni fór einn kassi með próf- ílum í 20. hæð hússins með. „Þetta voru um 20 lengjur og það var drifið í því að panta nýjar frá Kína og eru þær nú komnar til landsins,“ segir Ólafur. Hann segir að um hálfur mánuður sé þar til gler verður komið á 20. hæðina og segir að kostnaður verktakans nemi einhverjum millj- ónum þó að ekki sé vitað nákvæmlega hve mikill hann sé. Hent fyrir slysni Morgunblaðið/Ómar GUÐBRANDUR Einarsson, bæjar- fulltrúi A-listans í Reykjanesbæ, hef- ur leitað álits umboðsmanns Alþingis á vinnubrögðum Árna Sigfússonar bæjarstjóra og meirihluta sjálf- stæðismanna við sölu hlutar í Hita- veitu Suðurnesja. Frá þessu er greint í frétt á vef- síðu Samfylking- arinnar. Í bréfi til um- boðsmanns rekur Guðbrandur að sala eignarhlutar bæjarins í HS, sem nam 5%, var ekki tekin fyrir í bæjarráði eða bæjarstjórn þegar salan fór fram, og að sölusamningurinn var ekki und- irritaður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs eða -stjórnar. Samningur- inn hafi fyrst verið lagður fyrir bæj- arráð Reykjanesbæjar 15. nóvember, fjórum mánuðum eftir að hann var gerður, og þá að kröfu bæjarfulltrúa af A-lista. Telur reglur brotnar Einnig kemur þar fram að þegar bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ fengu að kröfu A-listamanna afhent öll gögn um HS í fórum bæjarfélagsins kom í ljós að í sölusamningnum við OR voru engir fyrirvarar um samþykki kjör- inna fulltrúa. Samningurinn hafði þá hvorki verið lagður fyrir í bæjarráði né bæjarstjórn. Í bréfinu segir Guð- brandur að þegar spurt var um ástæður þess að samningurinn kom aldrei til afgreiðslu hafi svörin verið þau að hann grundvallaðist á viljayfir- lýsingu eiganda HS sem var lögð fyrir bæjarráð 12. júlí og samþykkt þar með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæðum borgarfulltrúa af A- lista. Guðbrandur hafi gert athuga- semd við þessa málsmeðferð á bæj- arstjórnarfundi 6. nóvember þar sem í viljayfirlýsingunni sé þess hvergi getið að Reykjanesbær selji OR hlut sinn. Því hefði átt að undirrita þennan samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og taka hann síðan þar til afgreiðslu. Kærir til umboðs- manns Guðbrandur Einarsson Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRI Vinnslu- stöðvarinnar segir of snemmt að fagna aðkomu nýrra hlutahafa að fé- laginu. Óstofnað félag í eigu Ísfélags Vestmannaeyja og Fjárfestingar- félagsins Kristinn, sem er í eigu fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarsson- ar, hefur eignast kauprétt að öllum hlutum bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslu- stöðinni. Hlutur þeirra bræðra í félaginu nemur um 32% af heildarhlutafé en kaupréttarsamningurinn er að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Ísfélagsins, háður því að fjármögnun fáist, hinu nýja félagi takist að tryggja sér 35% hlutafjár og að lokum því að sam- komulag náist við meirihlutaeigend- ur og stjórnendur Vinnslustöðvar- innar um rekstur félagsins. „Við viljum gera þetta í sátt við þá sem ráða félaginu enda sjáum við alls konar samlegðaráhrif með þessum félögum og öðrum félögum ef þau vinna saman og það er það sem við viljum láta reyna á en við viljum ekki fara þarna inn sem óboðnir gestir,“ segir Gunnlaugur. Mikil læti urðu í kringum eign- arhald á Vinnslustöðinni í sumar þegar þeir Guð- mundur og Hjálmar gerðu yfirtökutilboð í félagið en urðu undir í baráttu um það við Eyja- menn ehf. sem reyndar buðu töluvert lægri upphæð. Gunn- laugur segist ekki óttast að samkomulag náist ekki við meirihlutaeigendur og stjórnendur félagsins. „Ég hef ekki trú á öðru en að menn fagni þessu og mér heyrist að hinn almenni Vestmannaeyingur fagni þessu mjög þannig að ég á von á því að friður muni ríkja um félagið og að framundan séu bjartir tímar fyrir Vestmannaeyjar.“ Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um sam- einingu félaganna segir Gunnlaugur hana vera lagalega ómögulega. Ís- félagið eigi 20% af loðnukvótanum og ekkert félag megi eiga meira en það. Hið sama gildi um norsk-ís- lensku síldina og íslensku síldina einnig. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar og forsvarsmaður Eyjamanna ehf., segir of snemmt að fagna því að deilunum um félagið sé lokið því þótt kaupréttur hafi verið undirritaður séu kaupin síður en svo frágengin. „Ég veit í raun ekkert hvað felst í þessum fyrirvara um samkomulag við meirihlutaeigendur og stjórn- endur. Við eigum eftir að hitta þessa aðila og ræða við þá,“ segir Sigur- geir og minnir á að það sé of snemmt að byrja að fagna fyrr en leiknum er lokið. Guðmundur Kristjánsson segist ánægður með að farsæl lending hafi náðst í málinu. „Þarna eru heima- menn alfarið komnir með fyrirtækið og þeir takast á við framtíðina. Við teljum okkur vera að selja traustum og ábyrgum aðilum sem við höfum átt gott samstarf við og nú munum við snúa okkur að öðrum verkefn- um,“ segir hann. Spurður um fyr- irvara kaupenda um 35% eignarhald segist Guðmundur telja að Vest- mannaeyingar hljóti að fagna því að þarna komi heimamenn inn í fyrir- tækið og hljóti að vilja leysa málið á farsælan hátt eins fljótt og hægt er. Of snemmt að fagna málalyktum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Guðmundur Kristjánsson Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Í HNOTSKURN » Eyjamenn ehf. gerðu í aprílyfirtökutilboð í Vinnslustöð- ina á genginu 4,6 krónur á hlut. Stilla, félag Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, svaraði með tilboði á genginu 8,5. »Samkvæmt heimildum Morg-unblaðsins er gengið í kaup- réttarsamningnum sem nú hefur verið gerður um 8 krónur á hlut.  Ísfélagið og Kristinn ehf. með kauprétt að hlut Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Ísfélaginu  Stjórnarformaður Ísfélagsins segir sameiningu ómögulega  Fyrirvari um samkomulag við eigendur Morgunblaðið/ÞÖK Vinnslustöðin Baráttunni um Vinnslustöðina gæti verið lokið þótt fram- kvæmdastjóri félagsins segi of snemmt að fagna sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.