Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 26
neytendur 26 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ mikil samevrópsk rannsókn, sem var hluti af þátttöku Matís í SEAFOOD plus-verkefninu, sem styrkt er af Evrópusambandinu. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna hvort eld- isþorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til dýravelferðar ann- ars vegar og hinsvegar framleiddur á hefðbundinn hátt, hefðu mismunandi gæðaeinkenni. Einnig var gerð neyt- endakönnun til að kanna hvort neyt- endur hefðu mismunandi smekk fyrir þessum afurðum og hvort mismun- andi upplýsingar um eldið hefðu áhrif á hvernig neytendum geðjaðist að af- urðunum. Upplýsingar af þessum toga eru taldar mikilvægar fyrir þá, sem stunda fiskeldi, vinna vörur úr eldisfiski sem og seljendur. Útlit, lykt, bragð og áferð Á Íslandi var könnunin tvískipt. Annars vegar komu rúmlega eitt hundrað manns í höfuðstöðvar Matís og smökkuðu á norskum eldisþorski og hinsvegar fengu um sjötíu fjöl- skyldur fisk með sér heim til að elda og smakka. Sambærileg könnun var gerð meðal neytenda í Hollandi og á Spáni á sama tíma. Eldisþorskurinn var flakaður og frystur í Noregi og síðan sendur til hinna landanna. Gæðaeinkenni eld- isþorsks, sem slátrað hefur verið á mismunandi hátt, geta verið mismun- andi með tilliti til útlits, lyktar, bragðs og áferðar. Þó að neytendur geti greint þennan mun er oft erfitt fyrir þá að koma orðum yfir hvers eðlis munurinn er. Því voru þessi ein- kenni greind af sérþjálfuðum skyn- matshópi Matís. Dómararnir fundu Fiskeldi er í stöðugri þróunog hefur vaxið töluvertvíðsvegar í heiminum. Bú-ist er við að aukning í fisk- framleiðslu á heimsvísu muni koma úr fiskeldi á næstu árum og því er ekki óraunhæft að ætla að smekkur og viðhorf neytenda muni í vaxandi mæli hafa áhrif á þróun í fiskeldinu, að sögn Emilíu Martinsdóttir, sviðs- stjóra hjá Matís. Hún flutti fyr- irlestur á haustráðstefnu Matís fyrir skömmu þar sem hún velti fyrir sér spurningunni af hverju fólk vildi helst ekki leggja sér til munns stressaðan eldisfisk. Velferð dýra í fiskeldinu Velferð dýra og umhverfisvæn matvælaframleiðsla hefur í auknum mæli vakið áhuga almennings á sama tíma og áhersla hefur verið lögð á að koma á reglugerðum um fiskeldi. Eitt af þeim sjónarmiðum, sem hafa verið í umræðunni, er einmitt velferð dýra í eldisframleiðslu. Mikilvægt er því tal- ið að kanna hvort mismunandi með- ferð á fiski í tengslum við dýravelferð hefur í raun áhrif á bragð og eig- inleika afurðarinnar. Ef sú er raunin gæti það haft áhrif á neytendur. Haustið 2006 var framkvæmd viða- mun á þorskinum eftir því hvernig hann var framleiddur. Eldisþorskur, sem framleiddur var með hefð- bundnum aðferðum, reyndist hafa flögukenndari og mýkri áferð og minnti meira á villtan fisk, en eld- isþorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til velferðar dýra, reyndist hafa kjötkenndari og seigari áferð. Þeir neytendur, sem komu í höfuðstöðvar Matís til að smakka fisk, fengu að vita að fiskurinn, sem þeir smökkuðu, væri norskur eld- isþorskur, en engar upplýsingar voru veittar um framleiðsluaðferðina. Þessum hópi neytenda fannst eld- isþorskur framleiddur með hefð- bundnum aðferðum ívið betri en þorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til velferðar dýra. Helst var það áferðin og lyktin, sem þeim fannst betri af hinum hefð- bundna eldisþorski. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Fiskeldið Kannað var hvort eldisþorskur, framleiddur með tilliti til dýravelferðar, hefði sérstök gæðaeinkenni. Vilja frekar óstressaðan fisk Neytendum finnst „stressaður“ eldisfiskur álíka góður og „óstress- aður“. Þó virðist ábata- samt fyrir framleið- endur að mæta auknum kröfum um velferð dýra. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér rannsókn þar sem Íslendingar mátu þorsk, framleiddan á mismunandi hátt.              !"#$ %  !"#$ &#$  !"#$ ( " )# *                          landi en í þessu til- tekna brauðgerð- arhúsi. Víkverji hefur ekki farið í stórmark- aði eða lágvöruverðs- verslanir að leita að stollen. x x x Samanburður á verðisambærilegra brauða í verslunum tveggja brauðgerð- arhúsa við fjölfarnar götur í Berlín og Reykjavík olli Víkverja nokkrum áhyggjum af sínu íslenska verð- skyni. Það er á almanna vitorði að „brauðið dýra“ á sér fleiri hlið- stæður. Reglulega rís umræða um hátt vöruverð hér á landi og menn skilja ekkert í því hvernig á því stendur! Kaupmenn barma sér og bera m.a. við háum flutningskostn- aði. Á sama tíma spretta endalaust upp nýjar búðir og útibú versl- unarkeðja. Er það í þágu hag- kvæmni að í sumum verslunum sýn- ist manni vera fleira starfsfólk en viðskiptavinir lungann úr vikunni? Eins má spyrja hvort neytendur kysu heldur lægra vöruverð eða of- urlangan afgreiðslutíma verslana? Víkverji var nýlegastaddur í Berlín. Aðventunnar var farið að gæta í brauðbúðum og matvöruverslunum. Þar mátti m.a. sjá hið ágæta jólabrauð stol- len. Víkverji stóðst ekki mátið og snaraði sér inn í eina brauð- búðina og keypti girni- legt stollen-brauð hjúpað drifhvítum vanillusykri. Brauðið kostaði 3,95 evrur eða um 360 íslenskar krón- ur samkvæmt þágild- andi gengi. x x x Kominn heim til Íslands fór Vík-verji í brauðbúð í Reykjavík að kaupa með kaffinu. Þar var jóla- baksturinn einnig kominn í hillur, smákökur, jólakökur og viti menn – girnileg stollen. Minnugur hins ljúf- fenga stollen-brauðs í Berlín spurði Víkverji hvað íslenska stollen- brauðið kostaði. Jú, litlar 1.860 krónur! Það sló nokkuð á jólaskap Víkverja og þann daginn var maul- að eitthvað hversdagslegt en fok- dýrt með kaffinu. Eflaust má finna ódýrari stollen- brauð í einhverjum verslunum hér á     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is • Fallegar íbúðir í þremur húsum á sjávarlóð í Sjálandi. • Húsin eru hönnuð af Birni Jóhannessyni. • Lyfta er í húsunum frá bílakjallara og upp í íbúðirnar. • Stórglæsilegt útsýni. • Fullbúnar - stærð 111 - 150 fm. • Aðeins 8 íbúðir eftir. LANGALÍNA 10-14 – TIL AFH. FYRIR JÓL Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.