Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 15

Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 15
„Hrikalega flott bók. Pétur eins og hann gerist bestur. Þórbergur eins og hann gerðist verstur. Í góðum skilningi þó. Hér mætast tveir menn með óvenjulega hæfileika til þess að koma manni á óvart, og manni getur ekki leiðst.“ Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins „… gerólík þeim ævisögum skálda og rithöfunda sem við eigum að venjast. Pétur … á það til að sviðsetja atburði, jafnvel skálda upp heilu samtölin, en hann beitir líka brögðum sem lesendur þekkja best úr hans eigin skáldsögum; orð eða fyrirbæri í lífi Þórbergs kveikir hugmynd eða tengingu, og Pétur lætur það eftir sér að fylgja henni eftir.“ Jón Yngvi Jóhannsson / Stöð 2 „... hér er fyrst og fremst um afar vel skrifaða og skemmtilega bók að ræða ... Pétri tekst … að gera það sem ég tel að sé á fárra fræðimanna valdi: Að skrifa um Þórberg, félaga hans og kærustur á þann hátt að persónurnar birtast ljóslifandi fyrir augum lesandans og auka við þann skilning sem smám saman er að verða til á Þórbergi Þórðarsyni … Ég bíð framhaldsins spennt.“ Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið ÞÞ - Í fátækralandi TVÆR Á TILBOÐI „... þetta er enginn venjulegur krimmi ... Það eru ótrúlega margir boltar á lofti í þessari sögu, hún skemmtir lesandanum á mörgum plönum, er spennandi, fyndin og alvarleg allt í senn.“ Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag / Stöð 2 „… enginn „venjulegur“ reyfari … í þessari skáldsögu bregður Þórunn á skemmtilegan leik með formið, togar það og teygir í allar áttir og spinnur marga þræði í einu eins og meisturum einum er lagið ... Sem glæpasaga er Kalt er annars blóð vel lukkuð en hér er fyrst og fremst um bráðskemmtilega samtímasögu að ræða þar sem lesandinn fær meira fyrir sinn snúð en oftast þegar lesnar eru sögur um glæpi.“ Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið „… heimfærir Brennu-Njálssögu uppá nútímann, og tekst barasta helvíti vel upp ... Persónusköpun er sömuleiðis einn af mikilvægustu þáttunum í því sem gerir góða glæpasögu, svo ekki verður betur séð en að hér sé komið brúðkaup aldarinnar.“ Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is Kalt er annars blóð Allar bækur í Eymundsson eru með skiptimiða þannig að hægt er að skipta jólagjöfunum til 10. janúar 2008. 3.480 kr. 3.270 kr. eymundsson.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.