Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝTT og mjög nútímalegt fjós verð- ur tekið í notkun á bænum Eyði- Sandvík í Árborg í þessari viku. Í fjósinu er sérstaklega hugsað fyrir aðgengi fatlaðra. Ábúendur í Eyði- Sandvík eru hjónin Anna Gísladóttir og Ólafur Ingi Sigurmundsson og sonur þeirra Rúnar Geir Ólafsson. Ólafur sagði að við byggingu fjóss- ins hefði verið tekið tillit til þess að Rúnar Geir, sem vinnur við búið, fer um í hjólastól. Ólafur sagði að ekki hefði þurft að breyta miklu til að hafa gott aðgengi fyrir hjólastól í fjósinu. Steyptir voru fláar í stað þess að hafa þrep og plötur brúa lækkanir í gólf- inu á nokkrum stöðum. Þá verður lyfta upp í skrifstofu sem er á 2. hæð í enda fjóssins. Rúnar Geir hefur alltaf haft gam- an af búskap og annast m.a. naut- gripaskýrsluhald búsins. Í verka- hring hans er að velja naut fyrir kýrnar. Rúnar Geir kvaðst þekkja kosti og galla hverrar kýr og velja það naut sem helst bætti upp galla hennar. Þá væri von um að kálfarnir yrðu foreldrunum fremri. Glæsileg aðstaða Nýja fjósið er 992 m2 að stærð og undir því er um 500 m3 haughús. Það er lausagöngufjós og rúmar allt að 150 nautgripi. Gert er ráð fyrir 65 mjólkandi kúm og kálfum og kvígum að auki. Mjólkurkýrnar hafa sinn stað í fjósinu og kálfa- og kvíguupp- eldi er ætlað sérstakt rými. Búnaður í fjósinu er allur af nýj- ustu gerð. Básarnir klæddir dýnum og gúmmíklæddir koddar við höfða- lag kúnna. Tveir sjúkra- og sæð- ingabásar standa sér í fjósinu. Full- kominn mjaltaþjónn, mjólkurkerfi og mjólkurtankur sjá um að mjólka og geyma mjólkina við bestu að- stæður. Mjólkurkýrnar ganga á for- steyptum grindum og úrgangurinn hverfur milli rimanna niður í haug- húsið. Sjálfvirkt vélmenni, svo- nefndur flórgoði, verður stöðugt á ferðinni og hreinsar af rimum grind- anna. Í kálfa- og kvígudeildinni sér vélknúin flórskafa um að þrífa flór- inn. Þá verður í fjósinu rafknúin kúa- klóra, eða bursti, og sagði Ólafur kýrnar kunna vel að meta það tæki. Þær fara reglulega og láta vélina kemba sér. Veðurstöð stýrir loft- ræstingu í húsinu og opnar glugga eða lokar þeim eftir þörfum. Heyið er allt geymt í rúllum og flutt inn í fjósið með skotbómulyftara. Betra fyrir bændur og búsmala „Það kemur vel út þetta frjálsræði fyrir kýrnar,“ sagði Ólafur. „Þær éta þegar þær eru svangar, láta mjólka sig þegar þær vilja og fara svo í snyrtingu.“ Tækninýjungarnar leysa samt ábúendur ekki af hólmi, en störf þeirra breytast mikið. „Bogrið, pukrið og vinnan á hnján- um við mjaltirnar er búið,“ sagði Ólafur. Hann sagði lausagöngufjós með mjaltaþjóni krefjast stöðugrar vöktunar og eftirlits, því ekkert mætti fara úrskeiðis og ef eitthvað bilaði yrði strax að bregðast við því. Þegar blaðamenn heimsóttu Eyði- Sandvík var verið að parketleggja skrifstofuna í fjósinu. Ólafur sagði að nútímabúskapur krefðist mikils bók- halds og því nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu fyrir bókhaldið. Rúnar Geir sér um nautgripabókhaldið. Húsið kemur frá Hadermann í Hollandi og er stálgrindarhús, klætt einangruðum veggjaeiningum. Húsið og innréttingar þess koma frá Landstólpa. Mjaltaþjónn, flórskafa, flórgoði, kúaklóra og annar vélbún- aður er frá fyrirtækinu Vélaborg. Engin þörf á nýju kúakyni Ábúendur í Eyði-Sandvík eru ekki fylgjandi því að hingað komi nýtt kúakyn. Þau sögðu m.a. að vinnufólk frá Norðurlöndum sem unnið hefur hjá þeim við búskapinn mælti ekki með því. Þær íslensku væru heilsu- hraustari og skapbetri en t.d. sænsku rauðu kýrnar. Anna benti á að íslenska mjólkin væri heilnæmari, ekki síst fyrir börn. Hún sagði að ís- lensku kýrnar gætu mjólkað vel og nefndi sem dæmi að þau fengu kú sem gefið hafði 4.500 lítra ársnyt en með meiri fóðrun og betra atlæti fór ársnyt þessarar kýr í 8.300 lítra. „Það er sagt að sænsku kýrnar þurfi meira fóður en þær íslensku. Hvers vegna má þá ekki eins fóðra þær ís- lensku til meiri afurða,“ spurði Anna. Nýtt fjós í Eyði-Sandvík byggt með aðgengi fatlaðra í huga Einn ábúenda á bæn- um Eyði-Sandvík í Ár- borg fer um í hjólastól. Hann getur því betur sinnt bústörfum þegar nýtt og fullkomið fjós verður tekið í notkun. Morgunblaðið/RAX Nútímafjós Í nýja fjósinu í Eyði-Sandvík verður nýjasta tækni notuð til að gera lífið þægilegra fyrir bændur og búsmala. Morgunblaðið/RAX Ábúendur Anna Gísladóttir, Ólafur Ingi Sigurmundsson og sonur þeirra Rúnar Geir Ólafsson eru ábúendur í Eyði-Sandvík og vinna við búið. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Í ERINDI sínu á ráðstefnunni Þjóð- arspegillinn í Há- skóla Íslands sl. föstudag benti Hannes Hólm- steinn Gissurar- son, prófessor við HÍ, á að sam- kvæmt nýlegum mælingum Evr- ópusambandsins væri fátækt næst- minnst í Evrópu á Íslandi og að hvergi í Evrópu væri minni fátækt í röðum 65 ára og eldri. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Hannes að þessum stað- reyndum hefði hann haldið að fjöl- miðlum en þeir hefðu haft lítinn áhuga á málinu. Spurningin sem Hannes svaraði í erindi sínu var hvort Ísland hefði vikið af hinni norrænu leið og væri að snúa á hina engilsaxnesku, líkt og haldið hefði verið fram í aðdraganda alþing- iskosninganna vorið 2007. Norræna leiðin einkenndist af verulegu at- vinnufrelsi, háum sköttum og rausn- arlegum velferðarréttindum. Sú eng- ilsaxneska einkenndist af víðtæku atvinnufrelsi, lágum sköttum og lítilli velferðaraðstoð. Niðurstaða Hannesar var sú að Ís- lendingar hefðu ekki vikið af norrænu leiðinni enda hefðu þeir aldrei farið þá leið. Þess í stað hefðu þeir farið ís- lensku leiðina sem fælist í víðtæku at- vinnufrelsi, hóflegum sköttum og rausnarlegri velferðaraðstoð við þá sem þurfa á henni að halda en naumri við þá sem eru aflögufærir. Viðfangsefnið er ekki nýtt fyrir Hannesi og nægir að minna á nýlegar ritdeilur hans og Stefáns Ólafssonar um sama efni. Í erindi sínu vísaði Hannes til nýrra gagna, m.a. skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) um fátækt og félagslega útskúfun, skýrslu tölfræðinefndar Norðurlandanna og skýrslu OECD um lífeyrissjóði. Vinna veitir lífsfyllingu Meðal þess sem Hannes benti á var að fátækt væri næstminnst á Íslandi skv. mælingu Hagstofu ESB, minni en á þremur Norðurlandanna. Minnsta fátæktin mældist í Svíþjóð. Þá væru barnabætur á mann að með- altali lægri á Íslandi en í Svíþjóð en vegna tekjutengingar bóta væru þær talsvert hærri til láglaunafólks en um leið lægri til hálaunafólks. En hvað um lífeyrisgreiðslur, eitt af því sem mikið hefur verið deilt um undanfarið? Hannes sagði að á Norð- urlöndunum væru lífeyristekjur að meðaltali hæstar á Íslandi. Fullyrð- ingar um annað væru fengnar með því að reikna ekki með fjölda lífeyrisþega, heldur fjölda fólks á lífeyrisaldri. Það yrði hins vegar að líta til þess að óvenju margir á lífeyrisaldri ynnu hér á landi og tækju því ekki lífeyri. Að- spurður hvort það gæti verið vegna þess að lífeyrir væri lítill og því ætti fólk ekki kost á öðru sagði Hannes: „Nei. Það er út af því að það á kost á því hér á landi. Almennt er það þannig að menn fá meiri lífsfyllingu út úr því að vinna. Það er komið illa fram við roskið fólk ef það er rekið úr vinnu, ef það þarf að hætta, yfirleitt vill það vinna áfram.“ Hannes benti auk þess á að fé- lagsleg útskúfun væri alvarlegust í mynd atvinnuleysis en það væri minna hér á landi en á Norðurlöndunum. Næstminnsta fátæktin í Evrópu Hannes Hólm- steinn Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.