Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 12

Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 12
12 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Það fá allir fisk nema Hafró. Menn eruað moka upp fiski í fá og léleg net umallt land. Fiskurinn er feitur og fal-legur og sjómenn segja mikið af fiski vera á ferðinni. Samkvæmt togararallinu hefur þorskurinn eitthvað braggazt frá síðasta ári, en Hafró segir að fara verði varlega, því lélegir árgangar séu að koma inn í veiðina. En er ein- hver von til þess að kvótinn verði aukinn á næsta fiskveiðiári? Það á eftir að koma í ljós, en eitt er þó víst, að kvótinn verður ekki minnkaður. Við þær þrengingar sem skapast við að leyfa ekki að veiða meira en 130.000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu, skapast aðstæður sem geta leitt til þess að brottkast aukist. Getur það verið að menn kasti á glæ öllum smærri fiski til að fá meira út úr hinum takmarkaða kvóta? Sögur um slíkt ganga töluvert manna á milli um þess- ar mundir. Erfitt er að henda reiður á því hvort þær eru sannar eða í hve miklum mæli brottkastið er. Að kasta nýtanlegum fiski í haf- ið er ekki gott. Það er verið að fleygja verð- mætum og skila jafnframt röngum upplýs- ingum um heildarafla til Hafró. Það skekkir svo grunn stofnunarinnar til að byggja á stofn- stærðarmat sitt. En hvað á þá að gera. Er einhver trygging fyrir því að dragi úr brottkasti ef meiri veiði verður leyfð? Varla ef menn hugsa þannig upp til hópa að það sé allt í lagi að fleygja góðum fiski í sjóinn til að tryggja hagsmuni sína til skamms tíma. Það er hugsunarhátturinn sem þarf að breyta – viðhorfinu og virðingunni fyrir auðlindinni. Menn eiga að koma með allan afla í land. Þannig eru sköpuð meiri verðmæti og réttum upplýsingum skilað um heildarafla. En það verður að finna einhverjar leiðir til að menn geti komið með allan sinn fisk að landi án þess að skaðast af því. Hvaða leiðir það kunna að vera er erfitt að segja til um. Nú er leyfilegt að koma með smávegis af fiski að landi utan kvóta, sem seldur er á fiskmarkaði og andvirð- ið rennur í verkefnasjóð sjávarútvegsins. Er hugsanlegt að auka það hlutfall? Eftir síðasta bryggjuspjall hefur bryggju- spjallari fengið símtöl frá fólki í Þistilfirði. Það var vegna frásagnar af samskiptum Þuríðar á Svalbarði og Þorvaldar á Völlum. Í þeim sím- tölum kom fram að sagan gæti ekki verið sönn og mikið hefði verið fært í stílinn. Líklegast væri að rauðmaginn hefði verið frá Þorvaldi kominn, og hafi hann hroðið fatið, eins og sagði í sögunni, hafi það frekar verið til að ganga fram af Þuríði en að hann hafi verið svangur. Í þá daga hafi menn róið til fiskjar frá Völlum sem stóðu við sjóinn. Þar hafi verið verkaður fiskur og oft hafi soðningin verið færð heim á bæi, sem stóðu lengra frá sjó eins og Svalbarð. Fráleitt sé að Þorvaldur hafi gert sig heima- kominn á bæjum á matmálstímum. Hann hafi aflað vel og ekki verið þröngt í búi hjá honum. Bryggjuspjallara þykir leitt að sagan, sem hann heyrði fyrst fyrir mörgum árum, skuli hafa verið svona stórlega færð í stílinn. Það var ekki ætlun hans að vega að mannorði fólks. Honum fannst sagan fyndin og hafði ekki áttað sig á því að hún væri uppspuni. hjgi@mbl.is Er miklu kastað á glæ? »Er einhver trygging fyrirþví að dragi úr brottkasti ef meiri veiði verður leyfð? BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SENDINEFND frá Indónesíu und- ir forystu sjávarútvegsráðherrans Freddy Numberi var stödd hér á landi í síðustu viku. Erindið var að undirrita yfirlýsingu um samstarf Íslands og Indónesíu á sviði sjávar- útvegs og kynna sér hvernig staðið er að málum hér. „Við höfum þegar átt nokkur sam- skipti við aðila innan íslenzks sjávar- útvegs og það eru þrjú svið þar sem við viljum auka samvinnu okkar. Við viljum nýta okkur þá mögu- leika sem Sjávarútvegsskóli Samein- uðu þjóðanna býður upp á í upp- byggingu sjávarútvegsins og þekkingu og reynslu Íslendinga af rannsóknum og fiskveiðistjórnun. Það er í raun mjög margt sem við getum lært af Íslendingum,“ sagði Numberi í samtali við Verið. Mögulegar fjárfestingar „Við viljum einnig kanna þá mögu- leika að íslenzk fyrirtæki fjárfesti í sjávarútvegi í Indónesíu eða eigi þar viðskipti. Þar má nefna fyrirtæki eins og Marel, sem er með skrif- stofur víða í Asíu og hefur selt búnað þar mjög víða. Við viljum treysta tengsl Íslands og Indónesíu á sviði sjávarútvegsins og sjá hvernig við getum náð lengra á næstu árum,“ segir ráðherrann. Hann segir að mikil uppbygging sé framundan á nær öllum sviðum sjávarútvegsins, allt frá veiðum til vinnslu og markaðssetningar. Það þurfi að bæta fiskveiðistjórnun og eftirlit með veiðum. Það þurfi að byggja upp innviði atvinnugreinar- innar, bæta fiskvinnsluna og margt fleira. Ein mesta fiskveiðiþjóð heims Indónesar hafa átt í töluverðum erfiðleikum vegna ólöglegra veiða innan fisklögsögu þeirra. Talið er að teknar séu ólöglega 2,6 milljónir tonna af fiski að verðmæti nálægt 230 milljörðum íslenzkra króna. Þeir eru því einnig að kynna sér hvernig íslenzk stjórnvöld hafa tekið á slík- um málum og má þar helzt nefna veiðar sjóræningjaskipanna svoköll- uðu á Reykjaneshrygg. Indónesía er ein af mestu fisk- veiðiþjóðum heims. Heildaraflinn hefur undanfarin ár verið í kringum sjö milljónir tonna. Hlutur fiskeldis fer ört vaxandi en veiðarnar standa nánast í stað í um 4,7 milljónum tonna. Landið er geysistór eyjaklasi, samtals 17.500 eyjar, samtals 1,9 milljónir ferkílómetrar að flatarmáli. Landhelgin er að sama skapi geysi- stór, eða um 5,8 milljónir ferkíló- metra. Eftirlit með veiðunum er því mjög erfitt og afar brýnt að bæta úr því, því það er markmið Indónesa að nýta eigin fiskveiðilögsögu á ábyrg- an og sjálfbæran hátt og hámarka jafnframt afrakstur hennar. Litlir bátar Veiðarnar eru fremur frumstæðar og mest stundaðar á fremur grunnu vatni. Flotinn er fremur frumstæð- ur. Alls eru skráðir um 556.000 fiski- bátar. Tæpur helmingur þeirra er án vélar og aðeins 1% flotans er bátar stærri en 30 tonn. Sjómenn eru tald- ir vera 2,4 milljónir og starfsmenn í fiskeldi 2,8 milljónir. Í fiskeldinu eru taldir miklir ónýttir möguleikar og líklega hægt að tvöfalda það. Samningar eru í gildi við nokkrar þjóðir um aðgang að efnahagslög- sögu landsins, þar á meðal Kína, Taí- land og Filippseyjar. Um það gilda ákveðnir samvinnusamningar. Landa verður öllum afla til vinnslu í Indónesíu til að styrkja fiskvinnslu landsins. Við Indónesar getum margt lært af Íslendingum %**-%**) %**% %**/ %**( %**.            .&* (&. (&* /&. /&* %&. %&* )&. )&* *&. * !      "   #   $         % &%' (&' )*+$  $ !    )%$  $ "   #     %  ,  - (' &&' *' .        $  /0%   0    2      1               /0% .          % !2-  $    * 3/&/4*5 6     2   3&&4/75 6  $   - $ 3/%(4&*5 /'!2 # * 3(4*5 8#)%*)+ 9 :)$     *' *' /&'/ ' 6   %+7)7 ;60  )7() *'<)(()7 *' # )%7)7 &'" < )&)& '9,)&*)* =   )&&)&%**-%**) %**% %**/ %**( %**. %3.** %3*** )3.** )3*** .** *    0  ('43)** 0 )-%3.** 0 +%-3.** 0 )'(3%** 0     1    Í HNOTSKURN »Flotinn er fremur frum-stæður. Alls eru skráðir um 556.000 fiskibátar. Tæpur helm- ingur þeirra er án vélar og að- eins 1% flotans er bátar stærri en 30 tonn. »Sjómenn eru taldir vera 2,4milljónir og starfsmenn í fisk- eldi 2,8 milljónir. Í fiskeldinu eru taldir miklir ónýttir möguleikar og líklega hægt að tvöfalda það. » Indónesar hafa átt í töluverð-um erfiðleikum vegna ólög- legra veiða innan fiskveiði- lögsögu þeirra. Talið er að teknar séu ólöglega 2,6 milljónir tonna af fiski að verðmæti ná- lægt 230 milljörðum íslenzkra króna. Sjávarútvegsráðherra Indónesíu heimsótti Ísland og kynnti sér gang mála í sjávarútveginum Morgunblaðið/Golli Samvinna Sjávarútvegsráðherrar Íslands, og Indónesíu, Freddy Numberi og Einar K. Guðfinnsson, undirrita yfirlýsingu um samstarf í sjávarútvegi. FISKISTOFNUM fjölgar og nýjar tegundir flytjast til nýrra svæða. Loftslagsbreytingar geta haft þessi áhrif á fiskistofna í hafinu. Allir eru sammála um að hlýnun andrúmsloftsins valdi röskun í vistkerfinu, en enginn veit með vissu hve miklar breytingarnar verða. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Björgvin í Noregi nú í apríl. Ráðstefnugestir voru rúmlega eitt hundrað frá Norðurlöndum, ESB-ríkjum og Rússlandi. Þeir ræddu loftslagsbreytingar og áhrif sem þær kunna að hafa á fiski- stofna og fiskveiðistjórnun. „Þorskstofninn í Norðaustur- Atlantshafi mun að öllum líkindum vaxa og dreifast norðar á bóginn. En við vitum ekki hve mikil aukn- ingin verður,“ sagði doktor Randvi Ingvaldsson frá Hafrannsókna- stofnuninni í Noregi. Fjölgun í fiskistofnum „Hlýrri sjór veldur almennt fjölgun í fiskistofnum, en jafnframt er hætta á að einhverjir stofnar hverfi af sumum svæðum. Hins vegar geta fisktegundir flutt sig yfir á ný hafsvæði þegar hitastig hækkar. Þetta gæti til að mynda haft í för með sér að ansjósur og sverðfiskur dreifi sér um Eystrasaltið,“ sagði prófessor Brian MacKenzie frá Vatnsauðlindastofnuninni í Kaup- mannahöfn. Saltmagn í Eystrasalti mun einnig skipta miklu máli, auk lofts- lagsbreytinganna, spáði Helga Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs. Trúlega verður að endur- skoða núgildandi samkomulag um landfræðilega skiptingu fiskveiða- réttinda milli þjóða, en það getur reynst mjög erfitt. Samstaða mikilvæg Halldór Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar, lagði á það áherslu að Norðurlöndin stæðu saman og ynnu náið með ESB að þesum mál- um. „Það er auðvitað mjög mikil- vægt fyrir stórar fiskveiðaþjóðir, eins og Rússland og Bandaríkin, að taka þátt í þessu ferli,“ sagði Halldór, en hann var einn af frum- mælendum á ráðstefnunni. Fiskveiða- og loftslagsráðstefn- an var haldin af Hafrannsóknar- stofnuninni í Noregi í samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið í Noregi, Norrænu ráðherranefndina og Framkvæmdastjórn ESB. Verður sverð- fiskur í Eystra- saltinu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.