Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 3
ðinn n og fyr- eins Aðal- ince að ogs- ram órn- 1. yrra ekki sig- mjög næ- sá bik- and- velli mm mig. það ð að tti,“ með ár. ég ykk- um fór efur otila hóp- upp s að eiks agði rg MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 3 Brynjar BjörnGunnarsson verður ekki með liði Reading þeg- ar það sækir Wig- an heim í fallslag ensku úrvals- deildarinnar á morgun. Brynjar er enn að glíma við nárameiðsli og greint var frá því á heimasíðu félagsins í gær að hann þyrfti á frekari sprautumeðferð að halda sem þýðir að bið verður á því að hann spili með aðalliðinu. Brynjar lék síðast með aðalliðinu um miðjan janúar.    Hollendingurinn Erwin Koemanvar í gær ráðinn landsliðsþjálf- ari Ungverja í knattspyrnu. Erwin, sem er eldri bróðir Ronald Koemans fyrrum þjálfara Valencia, hefur ekk- ert þjálfað síðan hann hætti hjá hol- lenska liðinu Feyenoord eftir síð- ustu leiktíð.    Rachid Bouaouzan, sem lék meðSparta í Hollandi, hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir glórulausa tæklingu á Niels Kolmeij, sem lék með Go Ahead Eagles. At- vikið varð árið 2004 og hefur verið í vinnslu í kerfinu síðan. En nú er komin niðurtaða frá hæstarétti.    Óvíst er um þátttöku FrankLampards miðjumannsins snjalla hjá Cheslea í stórleiknum gegn Manchester United sem fram fer á Stamford Bridge í hádeginu á morgun. Ástæðan er sú að móðir Lampards lést í gær en hún hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu dagana. Chelsea gaf út yfirlýsingu í gær þar sem sagði: ,,Félagið mun veita Frank og fjölskyldu hans allan mögulegan stuðning á þessum erfiðu stundum. Pat var mjög þekkt andlit meðal margra hjá Chelsea. Hún studdi son sinn af ráðum og dáð á hans ferli og var nánast á hverjum einasta leik sem hann spilaði, sama hvar það var. Hún og faðir Franks voru alls staðar mætt til að fylgjast með honum og hennar verður sár- lega saknað af öllum hjá Chelsea.“    Kári Árnasonlék allan tímann á miðj- unni með AGF sem náði jafntefli gegn meisturum FC Köbenhavn í dönsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. AGF er í 10. sæti af tólf liðum með 26 stig en Köbenhavn er í þriðja sæt- inu með 46 stig.    Víkingur frá Ólafsvík, sem leikurí 1. deildinni í knattspyrnu, fékk liðsauka í gær. Þá kom til liðs við félagið Senid Kulas, varnar- eða miðjumaður frá Bosníu. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Zepce, sem leikur í efstu deildinni í Bosníu. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Áræði, hraði og leikgleði hefur ein- kennt Keflavíkurliðið í undanförnum sex leikjum. Staða liðsins var nánast vonlaus eftir tvo tapleiki gegn ÍR í undanúrslitunum enda hafði ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar náð að snúa taflinu sér í hag eftir tvo tap- leiki í undanúrslitum. Keflvíkingar sögðu á þeim tíma að liðið hefði oft unnið þrjá leiki í röð og það gerðu þeir gegn ÍR. Tryggðu sér sæti í úr- slitunum gegn Snæfellsliðinu og unnu aftur þrjá leiki í röð. Einfalt. Það er hægt að benda á ótal atriði í leik Keflavíkurliðsins sem urðu til þess að liðið fagnaði Íslandsmeist- aratitlinum á heimavelli í gær. Liðs- heildin er án efa þeirra sterkasta vopn. Þjálfarateymið vissi greinilega hvað þurfti til að ná alla leið og í lið- inu eru einstaklingar sem fengu að láta ljós sitt skína. Fremstur í flokki fór Gunnar Einarsson sem hefur lík- lega aldrei leikið betur í sókn sem vörn. Gunnar fór á kostum í leik- seríunni gegn Snæfellsliðinu og sjálfstraustið geislaði af hinum leik- reynda bakverði. Tommy Johnson var sá leikmaður sem Snæfellsliðið réði ekki við. Tommy hitti ótrúlega vel úr langskotunum og það varð til þess að varnarmenn Snæfells urðu að fara út í framherjann snjalla. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og keyrði þá að körfunni í staðinn. Hrikalega einfalt þegar maður horfir á slíkt frá hliðarlínunni en Tommy sprakk út á réttum tíma og skilaði meiru en hann er vanur. Magnús Gunnarsson og Jón Nordal Haf- steinsson eru í dag á meðal þeirra „eldri“ í liðinu þrátt fyrir ungan ald- ur. Þeir sýndu snilli sína þegar á þurfti og Sigurður Þorsteinsson, „Ísafjarðartröllið“ á einnig framtíð- ina fyrir sér. Arnar Freyr Jónsson lék ekki eins mikið í síðustu tveimur leikjum og við mátti búast. En Arnar stjórnaði leik liðsins af festu og er einn öflugasti varnarmaður liðsins. BA Walker límdi sig á Justin Shouse í úrslitaseríunni og vann hann fyrir kaupinu sínu. Smátt og smátt fór Shouse að þreytast og ef eitthvað vantar í lið Snæfells þá er það öfl- ugur leikstjórnandi sem getur leyst Shouse af í slíkum leikjum. Antony Susnjara var óþekkt stærð áður en úrslitakeppnin hófst. Susnjara var mjög öflugur í því sem hann átti að gera í rimmunni gegn Snæfellsliðinu. Hann var ekki sá vin- sælasti inni á vellinum. Lét finna vel fyrir sér og stundum jafnvel grófur. En hver er að spá í slíkum hlutum þegar það skilar árangri. Stöðugleikann vantaði Þetta er í þriðja sinn í sögu Snæ- fells sem liðið leikur til úrslita um Ís- landsmeistaratitilinn. Í öll skiptin hefur liðið mætt Keflavík í úrslitum og í öll skiptin hefur Keflavík fagnað sigri, 2004, 2005 og 2008. Sá „stóri“ hefur því ekki skilað sér. Það var margt fór sem úrskeiðis hjá Snæfellsliðinu í þessum þremur leikjum gegn Keflavík. Í vörninni gekk þeim illa að stöðva Tommy Johnson. Og í sóknarleiknum tókst þeim ekki að koma boltanum ofan í körfuna úr skotum af stuttu færi í vítateignum. Hlynur Bæringsson náði ekki að hitta nógu vel utan af velli til þess að draga vörn Keflavík- ur utar og opna þannig fyrir aðra leikmenn. Hlynur skoraði 8 stig í gær og hitti aðeins úr 4 af alls 12 skotum utan af velli og engin af 3 vítaskotum hans fóru ofan í. Sigurð- ur Þorvaldsson, Magni Hafsteinsson og Anders Katholm léku allir ágæt- lega í gær. Skoruðu 16 stig hver en óstöðugleiki einkenndi leik þeirra í úrslitunum gegn Keflavík. Slobodan Subasic skoraði 19 stig í fyrsta leikn- um en í framhaldinu náði hann að- eins að skora samtals 8 stig. „Við vorum ekki tilbúnir að spila svona körfubolta. Þessir leikir gegn Keflavík þróuðust þannig að við vor- um alltaf að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera,“ sagði Geof Kot- ila þjálfari Snæfells. „Við vorum ein- faldlega ekki tilbúnir. Keflavík er með gott lið og þeir nýttu styrkleika sinn vel gegn okkur. Þeir áttu sig- urinn skilið og ég óska þeim til ham- ingju.“ Það fór ekkert á milli mála að Ko- tila var allt annað en ánægður með dómarana í leiknum í gær. Taldi Bandaríkjamaðurinn að margt hefði mátt fara betur í dómgæslunni. Getum verið stoltir „Þaðan sem ég kem þá er það ekki hluti af körfubolta ef menn komast upp með að hanga í leikmönnum og toga í þá. Ég viðurkenni það alveg að mér fannst við eiga erfitt uppdráttar í vítateignum.“ Kotila ætlar á næstu dögum að fara yfir stöðuna með stjórn Snæfells og taka ákvörðun um framhaldið. „Við getum verið stoltir af því sem við afrekuðum í vetur. Við vinnum báðar bikarkeppnirnar og endum í öðru sæti á Íslandsmótinu. Við get- um því borið höfuðið hátt eftir erfiða byrjun á tímabilinu þar sem við vor- um langt frá okkar besta.“ Kotila telur að Snæfell geti landað „þeim stóra“ á næstu leiktíð. „Já ég tel það. Við þurfum að stækka leik- mannahópinn aðeins meira og ef það tekst þá getur þetta lið farið alla leið,“ sagði Geof Kotila. Einfaldlega bestir  Keflvíkingar fögnuðu 9. Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins eftir 98:74-sigur gegn Snæfelli  Áræði, hraði og leikgleði einkenndi meistaraliðið „KEFLAVÍK eru bestir,“ hrópuðu öflugir stuðningsmenn Keflavíkur- liðsins í gær þegar liðið var í þann mund að tryggja sér 98:74 sigur í þriðja leiknum í úrslitum Iceland Express deildarinnar gegn Snæfelli úr Stykkishólmi. Deildarmeist- ararnir sýndu mótherjum sínum enga miskunn eftir tvo slaka leiki gegn ÍR í undanúrslitum. Og í síð- ustu sex leikjum hefur það ekki far- ið framhjá neinum að Keflvíkingar eru einfaldlega bestir og 9. Íslands- meistaratitill félagsins er stað- reynd í karlaflokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurkossinn Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur hefur átta sinnum lyft Íslandsbikarnum á loft og þar af fimm sinnum sem þjálfari. Hér smellir Birgir Már Bragason formaður deildarinnar sigurkossi á Íslandsbikarinn. Í HNOTSKURN »Keflavík og Snæfell hafa þrí-vegis mæst í úrslitum Ís- landsmótsins, 2004, 2005 og 2008, og alltaf hefur Keflavík fagnað sigri. »Sigurður Ingimundarson hef-ur 8 sinnum orðið Íslands- meistari, 3 sinnum sem leik- maður Keflavíkurliðsins og 5 sinnum sem þjálfari Keflavíkur. Hann er sigursælasti þjálfari í úrvalsdeild frá upphafi. »Njarðvík hefur 11 sinnumorðið Íslandsmeistari frá því að úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 en ÍR er með flesta titla eða 15 alls. Þann síðasta árið 1977. TRYGGVI Haralds- son og Hafsteinn Ingason hafa gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka í handknatt- leik. Tryggvi leikur í stöðu vinstri horna- manns og Hafsteinn í stöðu hægri skyttu. Tryggvi og Haf- steinn koma til Hauka frá danska liðinu Ribe sem þeir hafa leikið með und- anfarin tvö ár og er þeim ætlað að fylla skörð Jóns Karls Björns- sonar og Halldórs Ingólfssonar sem hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tíma- bilið. Tryggvi lék með ÍR-ingum áð- ur en hann gekk í raðir Ribe og Hafsteinn lék einn- ig með ÍR og reyndi líka fyrir sér hjá Fram. Þeir Halldór og Jón Karl munu halda áfram að starfa fyrir Hauka. Halldór mun verða verkefnastjóri hjá meist- araflokksráði Hauka og Jón Karl ætlar að snúa sér að þjálfun hjá félaginu og mun einnig sitja í meist- araflokksráði.  Haukar leika sinn síð- asta heimaleik í N1 deild- inni á morgun og eftir leik- inn fá þeir afhentan Íslandsbikarinn. Tryggvi og Hafsteinn til Hauka Hafsteinn Ingason HANNES Þ. Sigurðsson skoraði sitt fjórða mark fyrir Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Trelleborg. Sundsvall komst í 2:0 og skoraði Hannes síð- ara mark liðsins á 19. mínútu en Hannes átti mjög góðan leik og þótti einn besti maður vall- arins. Hannes og Sverir Garðarsson léku báðir allan tímann fyrir Sundsvall en Ari Freyr Skúlason fyrstu 66 mínúturnar. Eyjólfur Héðinsson opnaði markareikning sinn með GAIS á þessari leiktíð þegar liðið sigraði Gefle, 2:0. Eyjólfur lék fyrstu 80 mín- úturnar og Jóhann B. Guðmundsson fyrstu 70 mínúturnar. Nýliðar Norrköping biðu lægri hlut fyrir Malmö, 2:1. Garðar B. Gunnlaugsson sat á bekknum allan tímann en Gunnar Þór Gunnarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Norrköping situr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sjö leiki. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgården eru í öðru sæti, sex stigum á eft- ir Kalmar, eftir 1:1 jafntefli gegn AIK. Sölvi Geir Ottsesen lék á miðjunni hjá Djurgården en var skipt út af á 64. mínútu. Hannes og Eyjólfur skoruðu Hannes Þ. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.