Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Er þetta tíundi Englandsmeistara- titill Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð haustið 1992 og hefur Skotinn Alex Fergu- son leitt liðið til sigurs í öll skiptin. Ekki nóg með það heldur hefur Ryan Giggs einnig verið í liðinu öll árin og því afrekaði hann það að hampa titlinum í tíunda skipti sem leikmaður um helgina. Ronaldo í 30 marka klúbbinn Það var Cristiano Ronaldo sem skoraði fyrra mark United í leiknum við Wigan, en það mark kom úr víta- spyrnu. Ronaldo, sem hefur verið stórkostlegur á tímabilinu, skoraði þarna sitt 31. deildarmark. Er Ro- naldo nú kominn í fámennan hóp manna sem hefur tekist að skora 30 deildarmörk eða meira á einni leiktíð frá því úrvalsdeildin var stofnuð 1992. Hinir eru Andy Cole, Kevin Phillipps, Thierry Henry og Alan Shearer sem náði þessu afreki þrisv- ar sinnum. Reyndar voru 22 lið í deildinni þegar Cole náði þessum áfanga og einnig í fyrri tvö skiptin sem Shearer náði þessu. Þeir eru því aðeins fjórir leikmennirnir sem hafa náð 30 deildarmörkum eða meira á einni leiktíð í þessu deildarfyrir- komulagi. Giggs hefur unnið alla titlana tíu með liðinu Það var vel við hæfi að Walesverj- inn Ryan Giggs skyldi skora síðara mark United í leiknum á sunnudag, því Ryan Giggs er nú sá leikmaður sem langoftast hefur unnið ensku úr- valsdeildina, eða tíu sinnum alls. Giggs lék sinn fyrsta deildarleik fyr- ir Manchester-liðið 29. nóvember 1990, á 17 ára afmælisdaginn sinn. Síðan þá hefur hann leikið 535 deild- arleiki fyrir félagið og gerði sitt 101. deildarmark í leiknum gegn Wigan. Ferguson er í þessu fyrir titla „Ef liðið mitt vinnur deildina með tveimur stigum meira en Chelsea og fylgir því svo eftir með sigri í Meistaradeildinni, þá er þetta besta tímabilið mitt sem stjóri frá upphafi,“ sagði Alex Ferguson, sem hefur fulla trú á því að Manchester United geti nú jafnað og slegið met Liverpool, sem hefur unnið enska titilinn oftast, eða alls 18 sinnum. Englandsmeistaratitill United um helgina var sá sautjándi. „Ég held að það náist. Þetta er ungur hópur og þeir eiga nóg eftir. Ég sagði fyrir leikinn að einhver met skiptu mig engu máli. Við værum í þessu fyrir meistaratitla og verð- laun. Ég er hjá frábæru félagi, sem gerir það auðveldara fyrir mig en aðra að vinna eins mikið og við höf- um gert,“ sagði Ferguson. Sven-Göran niðurlægður Mikið hefur verið skrifað og skraf- að um hvort dagar Svens-Görans Erikssons hjá Mancester City væru taldir, þrátt fyrir ágætan árangur með liðið á sinni fyrstu leiktíð. Eftir leik þeirra um helgina þykir nokkuð ljóst að skipt verði um mann í brúnni hjá ljósbláa liðinu í Manchesterborg, en niðurlæging Svens-Görans og hans lærisveina var algjör þegar lið- ið mátti sætta sig við 8:1-tap fyrir Middlesbrough. Torres með met Fernando Torres og Emmanuel Adebyor hjá Arsenal deila 2.-3. sæt- inu yfir markahæstu leikmenn deild- arinnar á leiktíðinni. Arsenal vann 0:1-útisigur á Sunderland á sunnu- dag þar sem Theo Walcott gerði eina mark leiksins. Liverpool lagði hins vegar Totten- ham á útivelli 0:2 í frekar bragðdauf- um leik, þar sem Andriy Voronin og Fernando Torres gerðu mörk Liver- pool. Þar með jafnaði Torres Adeba- yor í skoruðum mörkum í deildinni, og sló jafnframt met, því Torres er nú sá erlendi leikmaður sem hefur gert flest mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Tíundi titill Fergusons MANCHESTER United tókst að verja Englandsmeistaratitil sinn þegar lið- ið bar sigurorð af Wigan á JJB-velli þeirra Wigan-manna, 0:2. Á sama tíma gerði Chelsea 1:1-jafntefli við Bolton og varð Manchester Utd þar af leið- andi öruggur sigurvegari í deildinni með 87 stig, tveimur stigum meira en Chelsea. Raunar hefði það litlu máli skipt þótt Chelsea hefði unnið leik sinn við Bolton, því United hafði töluvert betri markatölu en Chelsea og því staðið uppi sem Englandsmeistari hvort eð er. Reuters Sá tíundi Ryan Giggs fyrirliði Manchester United tók við meistarabikarnum í leikslok eftir 2:0-sigur gegn Wigan.  Giggs tryggði sigurinn  Ferguson segir tímabilið það besta á hans ferli og stefnir á að bæta met Liverpool  Ronaldo er nú í hinum fámenna 30 marka klúbbi Cesc Fabre-gas hjá Ars- enal átti flestar stoðsendingar í ensku úrvals- deildinni í vetur, eða 19 talsins. Næstur honum kemur Asley Young hjá Aston Villa með 17 stoðsendingar, og Wayne Rooney úr meistaraliði Man- chester United átti 13.    Chelsea er strax farið að styrkjahóp sinn fyrir næstu leiktíð, en liðið mun fá Portúgalska hægri bak- vörðurinn Jose Bosingwa frá Porto í sumar. Kaupverðið mun vera um 16 milljónir punda.    Miðjumaðurinn ungi, Jamie O’Hara hjá Tottenham, hefur gert nýjan samning við liðið til ársins 2011. ÓHara var á láni hjá Millwall í upphafi tímabils, en þegar Juande Ramos tók við stjórnartaumum Tott- enham á leiktíðinni var O’Hara kall- aður á ný í leikmannahóp liðsins. Stóð hann sig svo vel að hann lék sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landslið Eng- lands.    Harry Red-knapp og hans menn í Portsmouth töp- uðu sínum fjórða leik í röð er liðið laut í lægra haldi fyrir Fulham 1:0 um helgina. Þar með hefur liðið ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Portsmouth á einn leik eftir á leiktíð- inni, en liðið leikur gegn Cardiff í úr- slitum ensku bikarkeppninnar næsta laugardag.    Garðbæingurinn Garðar Jóhanns-son var á skotskónum þegar lið hans Fredrikstad vann liðið Mysen auðveldlega 6:1 í 1. umferð norsku bikarkeppninnar. Garðar gerði tvö marka Fredrikstad. Kjartan Henry Finnbogason skor- aði mark í 4:1-sigri.    Veigar PállGunnarss on og félagar í Sta- bæk fóru ansi létt í gegnum 1. um- ferð bikarkeppn- innar, er liðið tók Vestfossen í karp- húsið 14:0. Veigar Páll gerði eitt af mörkunum fjórtán, en Stabæk gerði tíu mörk í síðari hálfleik.    Arnór Smárason lék síðustu 15mínúturnar með Heerenveen gegn NAC Breda þegar liðið tryggði sér 4. sæti í hollensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í UEFA-keppninni. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli en Heerenveen sigraði fyrri leik liðanna. Arnór fékk góða dóma og lífgaði mik- ið upp á sóknarleik liðsins.    Eyjólfur Héðinsson kom ekki viðsögu í 3:0-sigri GAIS gegn Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Jóhann Guð- mundsson var ekki í leikmannahópn- um hjá GAIS.    Sverrrir Garðarsson var á vara-mannabekk Sundsvall sem sigr- aði Halmstad 2:1. Ari Freyr Skúla- son og Hannes Þ. Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall.    Helgi Valur Daníelsson fagnaði3:0-sigri með félögum sínum úr Elfsborg gegn meistaraliði Gauta- borgar. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir liði Gauta- borgar. Fólk sport@mbl.is CRISTIANO Ronaldo, leikmaður meistaraliðs Manchester United, varð markakóngur úrvalsdeild- arinnar með 31 mark. Hann skoraði fyrra mark liðsins í 2:0-sigri gegn Wigan á útivelli á laugardag. Þessir leikmenn urðu marka- hæstir í deildinni: 31 Cristiano Ronaldo, Manchester United 24 Emmanuel Adebayor, Arsenal 24 Fernando Torres, Liverpool 19 Roque Santa Cruz, Blackburn 15 Dimitar Berbatov, Tottenham 15 Robbie Keane, Tottenham 15 Benjani, Manchester City 15 Yakubu, Everton 14 Carlos Tevez, Manchester United 13 John Carew, Aston Villa Spánverjinn Fernando Torres miðherji Liverpool skoraði 24 mörk og er sá erlendi leikmaður sem hef- ur skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Gamla metið, 23 mörk, átti Hollend- ingurinn Ruud Van Nistelrooy. Ronaldo marka- kóngur DERBY á vafasamt met í ensku úr- valsdeildinni en liðið kvaddi deild- ina með 4:0 tapi á heimavelli gegn Reading. Liðið náði aðeins 11 stig- um í 38 leikjum, 1 sigur, 8 jafntefli og 29 tapleikir. Liðið skoraði aðeins 20 mörk en fékk á sig 89. Mánudag- urinn 17. september var hápunkt- urinn hjá stuðningsmönnum Derby í ensku úrvalsdeildinni. Á því kvöldi landaði liðið eina sigrinum á keppn- istímabilinu. Kenny Miller skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu og það kemur kannski ekki á óvart að eini sigur Derby á keppnistíma- bilinu var gegn Newcastle sem um tíma hefði tapað fyrir hvaða liði sem er. Sunderland náði aðeins 15 stigum veturinn 2005-2006. Það met virtist ekki ætla að standa lengi en Derby hefur nú bætt það ræki- lega. Derby County vann einn leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.