Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 3 Skúli Jón Frið-geirsson og Guðmundur Pét- ursson úr KR eru komnir í 21 árs landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleik- inn gegn Noregi sem fram fer að Hlíðarenda annað kvöld. Þeir koma í staðinn fyrir Egg- ert Rafn Einarsson úr KR og Albert Brynjar Ingason úr Val sem drógu sig út úr hópnum vegna meiðsla. Skúli, sem er 19 ára, hefur ekki leikið með 21 árs landsliðinu en á að baki 18 leiki með yngri landsliðum Íslands. Guðmundur er 21 árs og hefur aldrei leikið með landsliði í neinum aldurs- flokki.    Adolf Sveinsson, sóknarmaður úrúrvalsdeildarliði Þróttar í knatt- spyrnu, missir væntanlega af næstu leikjum liðsins. Adolf þurfti að fara á sjúkrahús eftir leik Þróttar gegn Fylki í síðustu viku og í ljós hefur komið að hann er með gat á lunga. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni af þeim sökum. Adolf er 33 ára og hefur skorað eitt mark í fyrstu sex leikjum Þróttar í deildinni.    Knattspyrnu-samband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að fyrsta mark Hol- lendinga gegn Ítölum í leik lið- anna á EM á mánudag sé lög- legt. Markið skor- aði Ruud van Nistelrooy en svo virtist sem hann væri rangstæður. Sú var ekki raunin því Christian Panucci, varnarmaður Ítala, sem lá utan vallar við hlið ítalska marksins, gerði Nistelrooy réttstæðan.    Franski fyrirliðinn Patrick Vieiraverður orðinn leikfær þegar Frakkar mæta Hollendingum í ann- arri umferð C-riðils á EM í knatt- spyrnu, en leikurinn fer fram á föstu- dag. Vieira hefur glímt við meiðsli í læri og lék ekki gegn Rúmeníu á mánudag.    Emre Belözoglu, fyrirliði Tyrk-lands í knattspyrnu, glímir nú við meiðsli og mun því ekki geta tekið þátt í leik Tyrkja og Svisslendinga á EM í dag. Jafnvel er óvíst um þátt- töku fyrirliðans í síðasta leik Tyrkja í riðlinum.    Gareth Barry, enski landsliðsmað-urinn í knattspyrnu, vill fara til liðs við Liverpool í sumar, samkvæmt því sem umboðsmaður hans segir við enska fjölmiðla. Aston Villa hefur hafnað tilboði Liverpool í hann en Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, og Steven Gerrard, fyrir- liði, hafa ekki farið dult með áhuga sinn á að fá Barry í sinn hóp. Fólk sport@mbl.is HAUKAR, Íslandsmeistarar karla í handknattleik, gætu þurft að leika við serbnesku meistarana í Rauðu stjörnunni í forkeppni Meistara- deildar Evrópu í haust. Haukar eru í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn sem fram fer í Gautaborg 4. júlí en lið Rauðu stjörnunnar lenti í neðri styrkleikaflokknum og er líklega langsterkasta liðið þar. Annars eru það átta mótherjar sem Haukar geta mætt í leikjum, heima og heiman, um sæti í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu. Þeir eru eftirtaldir: Rauða stjarnan (Serbíu) Granitas Kaunas (Litháen) Pölva Serviti (Eistlandi) Cyprus College (Kýpur) Izmir Büyksehir (Tyrklandi) Benfica (Portúgal) Sasja (Belgíu) Dudelange (Lúxemborg). Með Haukum í efri styrkleika- flokknum eru Karvina (Tékklandi), Steaua (Rúmeníu), Metalurg Skopje (Makedóníu), Bregenz (Austurríki), Doukas (Grikklandi), Brest (Hvíta- Rússlandi) og Casarano (Ítalíu). Þessi átta lið verða dregin gegn þeim átta sem fyrr eru talin. Alls fara 24 lið beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þar eru tvö Íslendingalið í efsta styrkleikaflokki, Evrópumeistarar Ciudad Real með Ólaf Stefánsson innanborðs og dönsku meistararnir FCK, lið Arnórs Atlasonar og Guðlaugs Arnarssonar. Í efsta flokki eru einnig Kiel (Þýska- landi), Veszprém (Ungverjalandi), Celje (Slóveníu), Montpellier (Frakk- landi), Chehovski Medvedi (Rúss- landi) og RK Zagreb (Króatíu). Í 2. styrkleikaflokki eru m.a. Flensburg, lið Alexanders Peters- sonar og GOG, lið Snorra Steins Guð- jónssonar og Ásgeirs Arnar Hall- grímssonar. | vs@mbl.is Haukar gætu mætt Rauðu stjörnunni og sterkara kvennalið en núna,“ sagði Skúli, en í ís- lenska hópinn vantar Rögnu Sigurðardóttur sem undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst, og þær Söru Jónsdóttur og Katrínu Atladóttur. „Kvennaliðið er ekki reynslumikið en karlaliðið er sama lið og fór út með landsliðinu í síðustu ferð og hefur verið landslið okkar upp á síðkastið. Við treystum því svolítið á þá núna en þetta er mjög góð reynsla fyrir stelpurnar. Við erum með eina sextán ára og aðra sautján ára svo bara það að fara út að keppa er mikilvæg reynsla fyrir þær,“ sagði Skúli, en hann valdi þá Atla Jóhannesson, Bjarka Stefáns- son, Helga Jóhannesson og Magnús Inga Helgason og þær Tinnu Helgadóttur, Rakeli Jóhannesdóttur, Sunnu Ösp Runólfsdóttur og Þorbjörgu Kristins- dóttur í liðið. | sindris@mbl.is ra upp úr riðlinum“ „ÉG hef heyrt lauslega af áhuga Brann en veit svo sem ekkert meira, en þetta er að sjálfsögðu mjög spennandi kostur,“ sagði Rúrik Gíslason, leikmaður Viborg í Dan- mörku og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, við Morgun- blaðið í gær. Norska blaðið Bergensavisen skýrði í gær frá því að norsku meistararnir í Brann hefðu fylgst grannt með Rúrik að undanförnu og hefðu hug á að fá hann í sínar raðir. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir skömmu hef- ur Rúrik óskað eftir því við forráðamenn Viborg að vera seldur frá félaginu, í kjölfar þess að það féll úr dönsku úr- valsdeildinni, en þeir hafa tekið mjög dræmt í það. „Ég tek svona fréttum með fyrirvara en það er gott að heyra af því að góð lið skuli sýna áhuga og það hlýtur að þýða að maður hafi gert eitthvað rétt,“ sagði Rúrik við Morgunblaðið en hann lék mjög vel með liði Viborg á lokaspretti dönsku úrvalsdeildarinnar í vor. | vs@mbl.is „Brann er spennandi kostur“ Rúrik Gíslason Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „Þeir hafa sagt mér að ég muni spila mikið en auðvitað er ekkert gefins í þessu. Það þýðir ekkert að mæta þarna og láta eins og maður eigi sér fast sæti. En ég er mjög spenntur fyr- ir þessu og þetta kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Coventry og félag Arons Einars, hið hollenska AZ Alkmaar, hafa komist að samkomulagi um kaupverð og það er því miðjumannsins snjalla að ákveða hvort hann fer til Englands. „Maður hefur stefnt til Englands frá því að maður fór fyrst út og ég hafði alltaf trú á að ég gæti það. Það er því mjög sennilegt að ég semji við Coventry. Í Hollandi fannst mér ég bara vera orðinn fastur í varaliðinu og að það væri langt í aðalliðið, en kannski var það ekkert þannig. Ég var byrjaður að spila með landsliðinu og svona en spilaði samt ekki með aðallið- inu, þannig að ég sagði þeim að ef þetta yrði svona myndi ég bara koma mér í burtu. AZ bauð mér tveggja ára samning þar sem ég yrði lánaður í hol- lensku fyrstu deildina, en það var bara ekki heillandi fyrir mig,“ sagði Aron Einar við Morgunblaðið. Hafnaði Middlesbrough og Hull Þessi efnilegi leikmaður, sem spil- aði sína fyrstu A-landsleiki á árinu, hefur einnig verið undir smásjá enskra úrvalsdeildarliða. Aron Einar segir vissulega freistandi að takast á við bestu lið heims en hann vill fyrst bæta sig enn meira sem leikmaður. „Middlesbrough og Hull föluðust eftir mér og það var mjög freistandi, en þessi lið og sérstaklega Hull ætla að kaupa fleiri leikmenn til að styrkja hópinn. Ef ég færi þangað væri ég svo kannski bara að fara til að vera varas- keifa. Þá gæti ég hætt á að staðna sem leikmaður þannig að ég ákvað bara að kýla frekar á þetta, þó ekkert sé stað- fest ennþá.“ Morgunblaðið/Golli Efnilegur Landsliðsmaðurinn ungi Aron Einar Gunnarsson fer til Coventry City í dag og gengur að öllum líkindum til liðs við félagið.  Middlesbrough og Hull vildu Aron  Fer frekar í Coventry til að spila meira „MÉR líst mjög vel á þetta. Þetta er fótboltinn fyrir mig, margir leikir og Coventry-liðið hentar mér vel,“ segir Aron Einar Gunnarsson, 19 ára lands- liðsmaður í knattspyrnu frá Akureyri og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi. Hann heldur utan í dag til að skoða aðstæður og gangast undir læknis- skoðun hjá enska fyrstudeildarliðinu Coventry. „Freistandi að fara í úr- valsdeildina“  Aron Einar er 19 ára gamall Akur- eyringur, fæddur 22. apríl 1989.  Hann lék með Þór frá yngri flokk- um til meistaraflokks og hafði spil- að 11 leiki í 1. deild þegar hann gekk til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi sumarið 2006.  Aron hefur spilað 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af sex með 21 árs landsliðinu.  Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar, gegn Hvíta-Rússlandi, og hefur nú leikið fjóra, alla í byrjunar- liði.  Aron lék með unglinga- og vara- liðum Alkmaar og fékk sitt fyrsta tækifæri í hollensku úrvalsdeildinni seint á nýliðnu tímabili. Aron Einar Gunnarsson GRINDVÍKINGARNIR fimm sem fengu brottvísun í leiknum við Fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á sunnudaginn voru allir úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ í gær. Það voru leikmennirnir Scott Ramsay, Zoran Stamenic og Marinko Skaricic, þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og framkvæmdastjór- inn Ingvar Guðjónsson. Þá fengu Grindvíkingar 36 þúsund króna sekt vegna refsistiga úr leiknum sem voru 14 samtals. Bönnin taka þeir allir út þegar Grindavík mætir Keflavík á sunnudaginn. Stefán Þór Þórðarson úr ÍA fékk tveggja leikja bann vegna síns annars rauða spjalds á tímabilinu. Hann missir af deildaleik gegn Val á sunnudag og bikarleik gegn HK næsta miðvikudag. Atli Sveinn Þórarinsson úr Val verður í banni gegn ÍA á sunnu- daginn, Kristján Valdimarsson úr Fylki verður í banni gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld og Davíð Þór Viðarsson úr FH tekur út bann þegar Hafnarfjarðarliðið mætir Breiðabliki á mánudagskvöldið kemur. | vs@mbl.is Allir í eins leiks bann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.