Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is U pplýsingar sem fram komu í síðustu viku um að kaup Eim- skipafélagsins á breska frystigeymslu- og flutningafyrirtækinu Innovate, sem hófust árið 2006, hefðu verið mistök, komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu. Tilkynnt var að ákveð- ið hefði verið að afskrifa eignarhlut Eimskipafélagsins í Innovate á einu bretti, tæpa 9 milljarða íslenskra króna. Og ekki nóg með það heldur ætlar stjórn félagsins að láta fram- kvæma ítarlega rannsókn á því ferli sem viðhaft var við kaupin á Inn- ovate. Ljóst er að eitthvað mikið fór úrskeiðis hjá Eimskipafélaginu í tengslum við kaup félagsins á þessu breska fyrirtæki. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið gefið í skyn að eitthvað mis- jafnt hafi átt sér stað í kaupunum á Innovate. Sindri Sindrason, sem tók við formennsku í stjórn Eimskipa- félagsins í lok síðasta árs, sagði í samtali við Morgunblaðið þegar til- kynnt var um afskriftina á eignar- hlutnum í Innovate: „Hitt er annað mál að það er verulegt áfall fyrir Eimskip, að fyrirtæki sem við fjár- festum í fyrir tveimur árum sé að fara í vaskinn. Það krefst þess að menn kanni með hvaða hætti þetta var. Það verður ekki hjá því komist að segja að þetta voru mistök af okk- ar hálfu.“ Sérfræðingar á fjármálamarkaði, sem blaðamaður ræddi við, sögðust almennt vera mjög undrandi á þeirri þróun sem orðið hefur hjá Eim- skipafélaginu. Til að mynda var sagt að jafnvel þótt í ljós hefði komið að áætlanir helstu eigenda og stjórn- enda, sem kynntar voru fyrir um þremur árum, hefðu engan veginn gengið eftir, þá hefði enginn séð fyr- ir þann möguleika að félagið þyrfti að afskrifa kaupin á Innovate svona fljótt. Þetta hefði því komið öllum í opna skjöldu, og sé vont fyrir mark- aðinn, enda ekki á bætandi í þeim efnum. Auðvelt er að vera vitur eftir á, en almennt þykir sem of mikil áhersla hafi verið lögð á vöxt hjá Eimskipa- félaginu, og forveranum, Avion Gro- up. Sú áhersla hafi nánast verið óhóflega. Sumir viðmælendur blaða- manns segjast hafa verið farnir að furða sig á því hvenær eigendur og stjórnendur Eimskipafélagsins ætl- uðu að nema staðar í uppkaupum á fyrirtækjum og að fara þess í stað að horfa á arðsemina af einingunum. Það hafi í raun gerst alltof seint. Nú er við því að búast, að þegar mikið er fjárfest, þá sé ekki hægt að gera ráð fyrir því að allt gangi upp og að eitthvað í líkingu við afskrift- ina vegna Innovate geti komið til, þó þar sé vissulega um stóran bita að ræða. En þegar litið er til baka verð- ur ekki hjá því komist að álykta sem svo, að kaupin á Innovate séu ekki það eina sem ekki hafi gengið eftir hjá Eimskipafélaginu, eða kannski réttara sagt hjá Avion Group, því það var þar sem hinar stórtæku hug- myndir voru kynntar. Að minnsta kosti verður ekki annað séð en að markmið stærstu eigendanna hafi tekið miklum breytingum, vænt- anlega vegna þess að margt gekk ekki eins og ætlast var til. Breyting- arnar á félaginu hafa verið allt aðrar en upplýst var um í upphafi að stefnt væri að. Heildarþjónusta í flutningum Þegar Avion Group keypti Eim- skipafélagið af Burðarási fyrir rétt rúmum þremur árum, eða í lok maí 2005, sagði í fréttatilkyningu að markmið Avion Group með kaup- unum væri að „búa til öflugt og framsækið fyrirtæki á sviði flutn- ingastarfsemi. Fyrirtækið er þá í stakk búið til að bjóða viðskiptavin- um um heim allan heildarlausnir í flutningum; í lofti, á láði og legi.“ Magnús Þorsteinsson, stjórn- arformaður Avion Group sagði þá: „Avion Group hefur á undanförnum misserum verið í mikilli sókn á al- þjóðlegum flutningamörkuðum. Eimskip hefur yfir níutíu ára reynslu á þeim sama markaði. Við höfum trú á því að til samans geti fé- lögin boðið viðskiptavinum, hér heima og erlendis, heildarþjónustu í flutningum jafnt í lofti, á láði eða legi. Það er okkar trú að Eimskip og Avion Group sameinað verði sterkt félag á hlutabréfamarkaði.“ Mikið keypt inn Eignarhaldsfélagið Avion Group tók formlega til starfa í ársbyrjun 2005. Þegar félagið keypti Eimskipa- félagið í maí sama ár samanstóð það af flugfélögunum Atlanta, Íslands- flugi og breska leiguflugfélaginu Ex- cel Airways. Stjórnendur og eig- endur Avion lögðu á þessum tíma mikla áherslu á að félagið væri lang- Aukin hagsæld Í bókinni Eimskip frá upphafi til nútíma eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing, frá árinu 1998, segir að til þess tíma er fyrsta skip félagsins, Gullfoss, kom til landsins árið 1915, hefðu s Skipbrot hugmynda Hugmyndir og markmið helstu eigenda Eim- skipafélagsins hafa breyst mikið á umliðnum mánuðum og misserum. Ýmislegt virðist ekki hafa gengið eftir eins og að var stefnt. Freistandi er að tala um skipbrot í þessum efnum. Morgunblaðið/Þorkell Himinn og haf Frá fréttamannafundi þar sem Magnús Þorsteinsson til- kynnti um kaup félagsins á Eimskipafélagi Íslands þann 31. maí 2005.                                  !"#  $  " %# $  & '%  " ( %  )"    * " * +  ,-# # ./ !  0/#  1  2  % 3 4 " %    * 3 & " 4"# " *  &  2  3  2!"      ,   #     5      #  6  #% %# 3% ! -  & ( %  7    # !6  "    )  "  # # 8/   9  # & "    0#  5 "   :  / " % 33    0 &   )%06 % ! 6; - %# 0  &      7! -    &    # )%!# 3 33 ! -  %   #  6  #%  <  -  &#% 7 &   & -   7 - -  & #   )9    %%   ; ,>  # ?6 5 &   ;   & "     9     =   %5 !" # # =  #  )"  %# , - $   #5  "  @   ) 3 -  " # 4%  &  % >  )%# %   /  9# & )   3 !9  & "      3 63 , 3  E # /   ! -    #  %9   % ) #    0  Eimskipafélagið, eða kannski rétt- ara sagt Avion Group, er langt í frá eina stóra fyrirtækið sem hefur breytt skyndilega um kúrs skömmu eftir að stórtæk við- skiptahugmynd hefur verið kynnt. Á árinu 2004 keypti Og Vodafone fjölmiðlarekstur Norðurljósa og þar með Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjuna og DV. Árið eftir fékk samstæðan nafnið Dagsbrún og við tóku kaup á ýmsum félögum. Á árinu 2006 var hins vegar ákveðið að skipta félaginu upp í tvö félög, 365, sem nú á að taka úr Kauphöll- inni, og Teymi. Stjórnarformað- urinn Þórdís Sigurðardóttir, sagði ástæðuna vera hversu gríðarlega hratt og mikið Dagsbrún hefði vaxið. Hún sagði þó að viðskipta- módelið sjálft hefði gengið full- komlega upp. Hvað sem því líður þá er ljóst að með því að skipta Dagsbrún upp í tvö félög var horfið frá upphaflegri hugmynd um öflugt félag á sviði fjölmiðla, fjarskipta og upplýs- ingatækni á svipaðan hátt og horf- ið var frá því að stefna að yf- irburðastöðu Avion í lofti, á láði og legi, þegar félagið hóf að losa sig við flugreksturinn. FL Group er annað dæmi um ís- lenskt félag sem er nú allt annað en að var stefnt. Reyndar er mikill munur á FL Group, annars vegar, og Eimskipafélaginu og Dagsbrún, hins vegar, því þar er um að ræða fjárfestingarfélag öfugt við hin fé- lögin sem voru bæði á fullu í rekstrareiningum. Hugmyndir helstu eigenda og stjórnenda FL Group gengu hins vegar engan veginn eftir, eins og hjá hinum fé- lögunum tveimur. Það eiga þau öll sameiginlegt. Fleiri dæmi mætti nefna um falln- ar hugmyndir. Þau sem hér hafa verið nefnd skera sig hins vegar nokkuð úr. Fleiri fallnar hugmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.