Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 5
Spáni. Þegar hún kom til Spánar sat fólk þar uppi með afleiðingar borg- arastríðsins og þær aðstæður höfðu síðan áhrif á nútíðina þótt aðstæður allar breyttust. Við leitumst gjarnan við að sjá samhengi í hlutunum, þó að það sé kannski ekkert samhengi í þeim. Við teljum að með því að sjá samhengi öðlumst við vitneskju um okkur sjálf, vitneskju um hver við erum.“ – Rán horfir aftur, lítur yfir farinn veg. Hefur Rán verið rænd ein- hverju? „Tja, kannski helst því sem við þykjumst öll sakna – sakleysinu gamalkunna sem byggist á fáfræði. Jú, kannski er viss orðaleikur líka á ferð, það á sér stað valdarán – flug- rán … En að öllu gamni slepptu þá vísar nafnið fyrst og fremst til vatns- ins og lífsins. Nafnið felur einnig í sér víðáttu, eins og nafn ömmu hennar, Sæunnar, sem er tenging hennar við æskuheimilið.“ Í Barcelona gengur Rán inn í heim einræðisherrans Francos, þar sem ríkir óvisst pólitískt ástand, ákveðin þöggun og sífelld ógn. Álf- rún notar talsvert speglun í frásögn- inni, þar sem persónur og atburðir spegla hvert annað. „Það er hægt að nota speglun til að ná vissum áhrifum, gjarnan dramatískum eða ljóðrænum. En það er líka hægt að nota hana til að þjappa frásögn saman og setja fram hið augljósa án þess að skýra það. Sem dæmi má nefna að Rán fer í gamla skólann sinn í Barcelona og rekst á öryggisvörð sem er vopnaður byssu, kylfu, handjárnum, reyndar hleypir hann henni inn í bygginguna. Úr fortíðinni kemur upp í hugann vopnaður lögreglumaður með sömu tólin og tækin og öryggisvörðurinn, sem stöðvar hana á leið inn í bygg- inguna og krefur hana um skóla- skírteini. Umbúðir þessara manna eru svipaðar, hlutverk þeirra ekki alveg það sama, en þó merkilega líkt. Hvor um sig segir sitthvað um tíma- bilið sem þeir eru fulltrúar fyrir.“ Myndlistarverk koma einnig við sögu í bókinni og Álfrún bendir á að þar sé líka speglun á ferð og að einn- ig náist fyrir tilstilli þeirra meiri fjarlægð í tíma, til miðalda og jafnvel til upphafsára kristninnar. Sum þeirra undirstriki endurtekið og gegnumgangandi ofbeldi undir til- tölulega snyrtilegu yfirborði. Feg- urð og grimmd geti kallast á, þótt ekki sé það góð tilhugsun. En það fái okkur til að horfast í augu við hluti sem við annars myndum ekki vilja sjá. – Frásögninni af Rán er skipt milli 1. og 3. persónu frásagnar. „Já, og hef ég fengið ámæli fyrir. Ég ætla samt að taka fram að þetta er engin tilgerð, mér var í mun að undistrika ákveðinn klofning í per- sónunni, en einnig að ná fram vissri fjarlægð hvað hana varðar. Rán horfir stundum á sig utan frá, hún er komin í fjarlægð frá þeirri mann- eskju sem hún var eða atburðunum sem áttu sér stað, en stundum þolir hún ekki nálægðina við sjálfa sig og sveiflast svolítið milli þessara tveggja póla, nálægðar og fjar- lægðar. Með þessari frásagnaraðferð er einnig verið að koma í veg fyrir að lesandinn samsami sig persónunni um of. Það vildi ég ekki að gerðist.“ – Af hverju ekki? „Mér finnst að lesandinn eigi að fá svigrúm til að skapa persónuna að vissu leyti sjálfur. Ekki að hann sé leiddur inn í hana og verði þessi per- sóna. Þetta er mín afstaða, en af- staða manna er auðvitað mismun- andi og hver hefur sinn háttinn á. Ég rígheld í það gamla viðhorf að les- andinn eigi að skapa skáldverkið að hluta. Og hafa visst frelsi til þess.“ Það líf sem lifað er Álfrún er hætt að kenna en sinnir fræðimennsku enn samhliða skáld- skapnum; situr lon og don í Þjóð- arbókhlöðunni og rýnir í bækur frá miðöldum. Þegar Álfrún er spurð um sambýli rithöfundarins og fræði- mannsins hugsar hún sig um. „Það er einhver tilhneiging hjá okkur að setja hlutina í hólf. Stundum spyr ég mig hvort þetta hafi alltaf verið svona. Og væri ef til vill nærtækast að líta aftur í tímann. Grímur Thom- sen var í dönsku utanríkisþjónust- unni, síðan bóndi og alþingismaður en stundaði líka skáldskap. Kannski var sambúðin ekki alltaf góð, ég veit það ekki, en ég fæ á tilfinninguna að menn hafi ekki velt henni mikið fyrir sér. Og hvað með prestsstörf og skáldskap Matthíasar Joch- umssonar? Og ef við lítum okkur nær þá var Vilborg Dagbjartsdóttir barnakennari, en er einnig skáld, auk margs annars. Mér sýnist einnig að þeir sem hafa ritstörf að að- alstarfi fari út fyrir þau með því að þýða, skrifa greinar og svo fram- vegis. Hvaða starf sem maður stund- ar er maður ekki bara starfið, heldur það líf sem lifað er. Þótt ég geti ekki sagt að ég hafi beinlínis blandað saman skáldskap og fræðimennsku hef ég sótt and- lega örvun í hvorttveggja. Hugurinn þarf að „skipta um stellingu“ í hvert skipti sem maður færir sig milli sviða, og það er hollt fyrir hugann. Auk þess er félagsskapur annarra mér mikilvægur, en eins og menn vita eru rithöfundar einyrkjar og þurfa á andlegri uppörvun að halda. Og bókasöfn eru býsna góðir staðir til að verða sér úti um hana. Svo hef- ur mér alltaf þótt hættulegt að veðja á einn hest.“ Hún þagnar og brosir. Bætir svo við: „Algjör einbeiting að einhverju einu getur leitt fólk í blindgötu þegar fram í sækir.“ – Iðulega er fjallað um hversu vel þú vinnur sögur þínar. Ertu mjög meðvituð um hina formrænu hlið – setur þú þig ef til vill í spor kenn- arans eða fræðimannsins? „Ég ætla að leyfa mér að fetta svolítið fingur út í þá rómantísku hugmynd, sem mér finnst örla á í spurningunni, þess efnis að „nátt- úrulegir hæfileikar“ kunni að spill- ast við „lærdóm“. Sannleikurinn er sá að rithöfundar læra og hafa alltaf lært af öðrum rithöfundum, burtséð frá því hvort þeir eru lang- skólagengnir eða ekki. Það er sjálfs- nám sem hver rithöfundur verður að ganga í gegnum. En formræna hlið- in og fræðimaðurinn … Vandinn er sá að finna þarf visst jafnvægi í hverju verki hvað þetta atriði varð- ar, og það getur verið vandfundið. Það má ekki ofkeyra texta með því að vera alltof gagnrýninn á hann, en það má heldur ekki hrista hann bara fram úr erminni og gera hann að hrákasmíð. Ég held að þær kröfur sem ég geri hafi lítið að gera með fyrri störf mín eða menntun. Mér sýnist að maður verði að vera sjálfs- gagnrýninn. Hins vegar má sjálfs- gagnrýnin ekki verða það mikil að hún fari að lama mann. Þar liggur kúnstin: að finna jafnvægið eða milli- veginn. Hvað þessa afstöðu snertir held ég að hana megi rekja að einhverju leyti til uppeldisins. Maður átti að gera hlutina eins vel og maður gat og svo var ekki hægt að biðja um meira. Hins vegar var von til að maður gæti stigið einu skrefi lengra næst og gert betur. Það er vonandi að ég geti haldið þeirri leið opinni lengi. Ef hún lokast, þá veit ég ekki hvað ég geri …“ segir hún og brosir. Að skilja listaverk Undir lok bókarinnar, þar sem Rán er stödd á Miró-safninu í Barcelona, segir: Kynleg árátta hjá manni að vilja „skilja“ listaverk. Hvers vegna ekki að leyfa hughrifum og hugrenn- ingatengslum að ráða förinni og láta sér það nægja? En innra með mér blundar krafa sem ég ræð ekki við, líkast til vegna þess að í mínum huga er list fyrst og fremst hugarflug undir ströngum aga. Er þetta þín stefnuyfirlýsing, Álfrún: er listin hugarflug undir ströngum aga? „Ég mundi ekki mótmæla því, en geri mér þó grein fyrir að hugarflug og strangur agi eiga ekki alveg sam- an, það er þverstæða í þessu fólgin. En ég þykist hafa séð hana hjá höf- undum eins og Cervantes eða Gabr- iel García Márquez. Og eru sögur þeirra Halldórs Laxness, Svövu Jak- obsdóttur, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Vigdísar Grímsdóttur eða Auðar Ólafsdóttur nokkuð annað en hugar- flug undir ströngum aga? Mér hefur fundist að öll list krefjist forms. Formleysið er líka form.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 5 Þ egar rætt er um þátttöku listamanna í samfélags- umræðu þessa dagana, segir Álfrún að fjölmiðlar virðist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á því að ræða við listamenn, enda ekki við því að búast, listamenn hafi ekki meira vit á málum en hverjir aðrir. „Hinsvegar má gagnrýna fjöl- miðla fyrir að tala of mikið hverjir við aðra, ræða við fólk á öðrum fjöl- miðlum eða stjórnmálamenn, svo að úr verður tiltölulega þröngur hringur og lokaður, og er líklega eitt af því sem kemur í veg fyrir lif- andi umræðu. Raunar er fjölmiðl- unum vorkunn, upplýsingar hafa verið takmarkaðar, leynd hvílt yfir svo mörgu og gerir enn. Þess vegna vantar alla yfirsýn, þetta eru smá og tætingsleg brot og svo situr hver maður kófsveittur og reynir að púsla þessu saman, sem tekst eng- an veginn, og að læðist sá grunur að við séum ekki búin að sjá það versta. Og enginn virðist botna upp eða niður í því hvernig einkafyr- irtæki geti skuldsett heila þjóð. Ég hélt að meðan ég tæki ekki lán eða skrifaði ekki upp á víxil fyrir ein- hvern væri ég skuldlaus mann- eskja. Ég hélt að það væru sjálf- sögð mannréttindi að menn úti í bæ gætu ekki stofnað til skulda í mínu nafni og án þess að ég hefði hugmynd um. Aðeins eitt er víst. Einu sinni enn hefur gamla sagan endurtekið sig. Klifrað er upp eftir bakinu á almenningi og almenn- ingur svo látinn borga brúsann. Það hefur verið sagt að við búum á mörkum hins byggilega heims vegna óblíðrar náttúru. Nú fer mað- ur að spyrja sig hvort við búum ekki á mörkum hins byggilega heims vegna mannlegrar heimsku, hroka og spillingar. En þótt við vild- um flýja land getum við það ekki. Hvar fengjum við gjaldeyri?“ Hneppt í átthagafjötra veitingastaðnum: „Spyr um það næst“. Hann lifir í sinni veröld og ég í minni, og annaðhvort geta þær ekki mæst eða þá að tísku- heimspekingarnir í mínu ungdæmi höfðu rétt fyrir sér þegar þeir staðhæfðu að maðurinn sé alltaf einn og komist ekki út fyrir sig. Ef Valur líkist mér, minnir Auður dóttir hans á Roberto. Sama ögrandi augnaráðið og framkoman. Ég varð yfirkomin af ólýsanlegum trega þegar ég horfði á hana í kirkjunni daginn sem hún fermdist. Trega yfir því sem horf- ið var og óafturkræft. Sannast sagna fór athöfnin fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Gluggarnir í Kópavogskirkjunni áttu sinn þátt í því. Þessi stund í kirkjunni verð- ur ógleymanleg. Mér fannst eins og fortíð og nútíð réttu hvor ann- arri höndina. Líklegt að þá hafi kviknað löngun mín að komast aftur til Barcelona. Ég hafði litið svo á að ég ætti ekki þangað er- indi. En um leið og ég var komin í Montcada-götu … Ég varð ástfangin af Roberto í partíinu sem haldið var í mála- skólanum í Hastings að tilstuðlan Miss Davis. Hann þrýsti mér að sér og ég streittist ekki á móti. Mig gat ekki órað fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu af saklausu partíinu. Samt vantaði ekki fjörið og ég tjúttaði af svo mikilli inn- lifun að taglið í hnakkanum á mér hristist og skekktist. Varð að taka hárið niður og leyfa því að flaksa, vegna þess að teygjan sem hélt taglinu uppi meiddi mig. Ro- berto var spar á gullhamra þetta kvöld, sagði þó að ég ætti alltaf að ganga með slegið hár, liturinn á því væri sérstakur. Tilfinning- arnar sem Roberto vakti hjá mér voru stórfenglegar, líkt og jarð- skjálfti hefði orðið. Eftir það var ekkert eins og áður, hvort sem mér líkaði betur eða verr. Ég horfði ýmist upp í birtu unaðar eða niður í botnlaust örvænting- armyrkur. Ég taldi mig upplifa með Roberto algeran samruna tveggja einstaklinga sem tæki til alls, jafnvel þess að vera hvort öðru ótrú. Í algerri einingu karls og konu átti slíkt ekki að skipta máli. Hrædd er ég um að sú hugsun hafi verið ættuð frá Ro- berto, en ég gerði hana að minni. Hún var afskræming á hugmynd- inni að deila með öðrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.