Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Blaðsíða 5
skaparins. Að í gegnum skáldskapinn lærum við að kynnast okkur sjálfum; skáldskapurinn skapar okkur, og ég er ef til vill nokkuð á þeirri línu í þessum bókum.“ – Má ekki segja að sá sem tali í ljóðunum og sögunum lifi lífinu að talsverðu leyti í gegnum skáldskap? Það er mikið af textavísunum. „Egill Helgason spurði í Kiljunni hvort ég væri að flíka lærdómnum. Ég vona ekki. Það þjónar engum tilgangi. Þegar ég skrifaði sem ungur maður fannst mér ég þurfa að sýnast. Og skrifaði vondar sögur og vond ljóð.“ – Þú ert nú ennþá ungur. „Já.“ Hann brosir. „En þessar vísanir eru ekki til að flíka mínum takmarkaða lærdómi.“ Magnús verður aftur alvarlegur. „Vísanir eru settar fram af sárri nauðsyn.“ Hann bendir á ljóðlínu sem birtist í báðum verkunum og smá- sagnasafnið hlýtur raunar nafn sitt af, „ljóð gripin sem hálmstrá,“ en línan er sótt í ljóð Ingi- bjargar Haraldsdóttur „Einu sinni var“ þar sem fjallað er um nauðsyn skáldskaparins. Kynlífið bölvun frekar en annað – Þú segist nota ljóð af nauðsyn, og skirrist ekk- ert við að vísa hingað og þangað: í Pound, aðra menningarheima, tungumál, önnur bókverk. Er það allt jafn mikilvægt hráefni og þínar eigin hugsanir? „Það er alveg rétt. Áhrif Pounds sjást glöggt í ljóðabókinni, gleggra en í smásögunum geri ég ráð fyrir. Pound byggði sinn skáldskap á tungu- málum annarra, ljóðum annarra, skrifum ann- arra, og raðaði þessu saman í einhverja mósaík- mynd sem átti að ganga upp – og gerði það á köflum, listilega. Betur en hjá nokkru öðru skáldi að mínu mati. En Pound var myrkt skáld. Ef ég ber ljóð mín saman við hans eru mín ekki ort á jafn myrku máli. Það er aldrei ætlun mín að ljóðin séu gestaþrautir, ráðgáta sem þarf lykla að. Ég forðast það.“ – Það eru líka tengingar við írska rithöfund- inn James Joyce, og rétt eins og hjá honum blandast nokkuð hið bóklega og hið líkamlega í þínum verkum. „Joyce var sakaður um tyrfni, og fyrir að vera of myrkur umfram nauðsyn. En Joyce lét hafa eftir sér að kveikjan að skrifum hans væri aldrei fræðilegs eðlis, hún væri alltaf tilfinningaleg. Vonandi má segja það sama um mig. Svo er annað mál að Pound hefði ekki verið hrifinn af því að ég skuli endurbirta lokaorð Finnegans Wake eftir Joyce í samnefndu ljóði,“ segir Magnús og glottir. „Pound var síður en svo hrifinn af Finnegans Wake. Bókin olli í raun vinslitum þeirra. Í bréfi til Joyce segir Pound að ef ekki sé fólgin í þess- um texta einhver leynd guðdómleg kraftbirting eða læknisfræðileg úrræði við lekanda, þá eigi þetta torf engan rétt á sér.“ Hann hlær. „Að sama skapi var Joyce ekki hrifinn af seinni verkum Pounds. En þú spurðir um líkamlegu tengingarnar. Það er heilmikið fjallað um kynlíf í þessari bók,“ hann bankar á Hálmstráin, „og svo er heilmikið fjallað um trú í ljóðunum. Ég held ég hafi leiðst út í að skrifa um þessi tvö efni því kynlíf og trú eru kannski helstu griðaskjól mannsins, auk bókmenntanna. Kynlíf sem afþreying eða nauð- synlegt, og afar afgerandi, krydd í tilveruna, og trúin sem hið endanlega hjálpræði. Hvorugt hefur þó reynst mér persónulega nokkur fróun. Ég held að þess vegna séu sumar þessara sagna nokkuð líkamlegar. Ég vona þó að þær séu ekki dónalegar, það var aldrei ætlunin. En það er örugglega alveg jafn algengt að menn finni ekki huggun í trúnni eða algleymi í stundun kynlífs; fremur hitt að fyrir kemur að sjálfsvitundin er aldrei eins ágeng og í kynlífi. Og af því að Hálmstráin fjallar nokkuð um ágenga sjálfsvit- und þá leiðir eitt af öðru; kynlífið er bölvun frek- ar en nokkuð annað í þeirri bók.“ Mikilvægt að eiga slíka rithöfunda Magnús segist vona að það sem hann skrifar veiti lesendum ánægju. „Bandaríska skáldkonan Gertrude Stein sagði: Maður skrifar fyrir sjálfan sig og aðra. Ég skrifa undir það. Og reyndar tek ég sömu- leiðis undir með Bloom sem segir að maður lesi fyrir sjálfan sig og aðra. En það er ekkert sem ég þrái heitar en að það sem ég hef skrifað og kann að skrifa geti verið öðrum til góðs á ein- hvern hátt. Til ánægju og að það veiti viðkom- andi innsýn í eitthvað sem hann hafði ekki áður – hvort sem það er latneskur skáldskapur, Ezra Pound eða eitthvað annað.“ – Þú ert að vinna með bókmenntaform sem sumir segja á jaðrinum í dag – og eru ekki sögð söluvænleg. Ljóð og smásögur. Þú hefur ekki hug á að skrifa skáldsögu – sakamálasögu jafn- vel? Magnús horfir brosandi á spyrjandann. „Ég á mjög erfitt með að setja mig inn í þann heim,“ segir hann. „Bisnessheim bókmennt- anna. Ég hef aðallega áhyggjur af fjárhags- stöðu útgefanda míns! Ég held að það sé langt í að ég skrifi skáldsögu, ef ég geri það þá nokk- urn tíma. Ég held að þetta séu mín form, og ljóðin frekar en prósinn.“ Magnús var að hefja nám á meistarastigi í bókmenntum við Háskóla Íslands en hann mun hafa tekið hæsta próf sem um getur úr almennri bókmanntafræði. Stefnir hann á að sinna fræði- mennsku í framtíðinni? „Ef ég á erindi og hef eitthvað fram að færa þar. Það er eins og ljóðskáld fremur en prósa- höfundar hafi verið afkastameiri á því sviði. Po- und mæddist í mörgu. T.S. Eliot líka. Sigfús Daðason er líklega besta dæmið hér á Íslandi. Hann var útgefandi, krítíker, þýðandi, skáld, ritgerðasmiður … Persónulega finnst mér ég standa í þakkarskuld við slíka menn. Þeirra vinna er svo mikils verð.“ Að lokum berst talið að ástandinu í þjóðfélag- inu og Magnús talar um þátttöku rithöfunda í pólitískri umræðu í dag. „Nú er mikið hlustað á Einar Má Guðmundsson,“ segir hann. „Við sjáum nú hvað rithöfundar geta verið mik- ilvægir á hinu pólitíska sviði. Mér finnst það mjög jákvætt. Og af öllum þeim aragrúa greina sem maður hefur lesið til að átta sig á ástandinu, þá stendur greinin hennar Kristínar Marju upp úr. Hún sagði allt sem segja þarf, í örstuttri grein. Það er mikilvægt að við skulum eiga slíka rithöfunda í þessu ástandi.“ skapar okkur Tilfærslan frá ljóði og í vit- und mína var fullkomlega áreynslulaus, líkt og ég skildi allt og hefði áskotn- ast ómetanleg viska. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is G eorge W. Bush stendur úti á miðjum hafnaboltavelli. Áhorf- endapallarnir eru auðir, en í kolli sínum heyrir hann taum- laus fagnaðarlæti. Þannig hefst W, kvikmynd Olivers Stones um núverandi forseta Bandaríkjanna. Atriðið ber vitni vonum Bush, sem aldrei gat uppfyllt væntingar föður síns, en endaði þó á forseta- stóli. Stone er þekktur fyrir að demba sér út í pólitísk mál í myndum sínum og vera óhræddur við að láta skoðanir sínar, væni- sýki og þráhyggju ráða för. Í kvikmyndinni um Bush fer hann aðra leið. Atriði, sem sýndi Saddam Hussein á vappi um Hvíta húsið þeg- ar saltkringla festist í hálsi forsetans og hann næstum kafnar, var ekki notað í myndinni. Atriði þar sem Bush flaug yfir Bagdað á töfrateppi á meðan sprengjum rigndi yfir borgina fór sömu leið. Þegar Stone var spurður hvort hann hefði óttast að þessi at- riði myndu grafa undan trúverðugleika myndarinnar var svarið stutt: „Já, ég held það.“ Hugsað með vinstra heilahvelinu Kvikmyndin W er þó engan veginn hlutlaus og repúblikanar myndu seint taka undir það að hún sé fyrir fólk hvar í flokki sem það stendur. Karl Rove, sem kallaður hefur verið heili Bush og kemur mikið fyrir í myndinni, sagði eftir að hann hafði séð kynningu á myndinni að hann hygðist ekki sjá hana; aug- ljóst væri að Stone hugsaði aðeins með vinstra heilahvelinu. Það er ekki auðvelt verkefni að gera upp forsetatíð manns, sem enn situr í embætti. Þótt margt sé vitað og fjöldi manns hafi skrif- að uppljóstrunarbækur um ástandið á stjórn- arheimili Bush eða veitt blaðamönnum á borð við Bob Woodward rækilegar upplýsingar um gang mála á margt eftir að koma í ljós. Það er til dæmis ótímabært að gera upp Íraksstríðið, þótt ljóst sé að til þess var efnt á forsendum, sem ekki stóðust, og með við- búnaði og mannafla, sem reyndist ófull- nægjandi. Augljóst er hins vegar að handritshöf- undar W hafa leitað fanga í því mikla efni, sem hefur verið skrifað um Bush, og má þekkja setningar og orðalag, sem lagðar eru í munn lykilpersóna, víða að, meðal annars úr bókum Woodwards. Stone gerir samband Bush við föður sinn, George Herbert Walker Bush, að rauðum þræði myndarinnar. Litli Bush getur ekki með nokkru móti gert svo föð- ur hans líki. „Þú veldur mér vonbrigðum, sonur sæll,“ segir sá eldri á einum stað. „Þú veldur mér miklum vonbrigðum.“ Í sýn Stones er Bush með föður sinn á heilanum. Faðir hans er tákngervingur fullkomnunarinnar; stríðskappi, íþróttahetja, varaforseti og forseti. En honum finnst faðir sinn einnig vera veikur fyrir. Þegar hann á þess kost að fara alla leið til Bagdað og fella Saddam Hussein ákveður hann að láta staðar numið. Hann telur að það yrði of dýrkeypt að sitja uppi með heilt arabaríki. Gamli Bush var viss um að sig- urinn á Saddam Hussein myndi tryggja sér annað kjörtímabil á forseta- stóli. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Bill Clinton og í myndinni rekur ungi Bush það til þess að faðir hans lét ekki kné fylgja kviði gegn Saddam Hussein. Sonurinn er staðráðinn í að gera ekki sömu mistök. Í framsetningu Stones eru ástæðurnar fyr- ir því að ráðist var inn í Írak tvær; annars vegar að Bush vildi hefna fyrir föður sinn og ljúka verkinu sem honum tókst ekki að klára, hins vegar sóknin eftir olíu. Stjórnarliðar eru látnir eyða miklu púðri í að fá fram gögn til að sýna fram á að Saddam Hussein búi yfir gereyðingarvopnum, en gefið er í skyn að það hafi verið til að geta sannfært almenning vegna þess kjósendur myndu aldrei fallast á að fara í stríð vegna olíu. Hlutur Colins Powells, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, er gerður nokkuð mikill í myndinni. Hann einn hreyfir mótbárum við herskáum málflutningi haukanna, en má sín lítils gegn Donald Rumsfeld, Dick Cheney, Paul Wolfowitz og Condoleezzu Rice (sem fær einkar kvikindislega útreið í myndinni). Á endanum segist Powell þó munu fylgja for- seta sínum og stígur upp í pontu hjá Samein- uðu þjóðunum og færir rök að því að Írakar búi yfir gereyðingarvopnum. Málflutningur hans var gríðarlega mikilvægur. Powell var trúverðugasti sölumaður innrásarinnar í Írak úr hópi nánustu samstarfsmanna Bush. George Bush og Oliver Stone eru jafn- aldrar og voru samtíða í Yale-háskóla. Stone hefur gert lítið úr Bush og sagt að hann hafi aðeins verið með C á öllum prófum, en sjálfur hafi hann yfirleitt fengið A. Stone lætur þess ógetið að hann kláraði ekki skólann, en það gerði Bush þó. Nú hefur Stone gert Bush að sínu viðfangsefni, en gerir hann þó ekki upp. Hann gerir manninum skil, en tekst þó aldrei að sýna hvað Bush hefur til brunns að bera, sem gerði honum kleift að telja bandaríska kjósendur á að kjósa sig forseta í tvígang – eða að minnsta kosti einu sinni. Reuters Á útleið George W. Bush forseti veifar til blaðamanna. Forseti í skugga föður síns Oliver Stone ræðst að George Bush í myndinni W og skilar einhliða en áhugaverðri lýsingu á lífshlaupi hins umdeilda Bandaríkjaforseta. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Lesbók 5STJÓRNMÁL Litli Bush getur ekki með nokkru móti gert svo föður hans líki. „Þú veldur mér vonbrigð- um, sonur sæll,“ segir sá eldri. brúkar pennann,“ heyrist húsfreyja skyndilega áminna eiginmann sinn hvellum rómi, og gest- irnir líta hvekktir um öxl, í áttina að dyrunum sem standa opnar í hlýindunum. En þá er enga Rósalind þar að sjá, þótt einhverjir þykist greina pilsfald hennar feykjast milli smíðask- úrsins og heimilis þeirra hjóna í hvítu sólarljós- inu. Að kröfu eiginkonu sinnar stingur Einar brennslupenna í samband við lúið fjöltengi al- sett málningarslettum, og tekur til við að draga útlínur fjaðrahams á bringu eins fálkanna sem standa á vinnuborðinu. Þetta er stór og mikill fugl sem þegar, í ófullgerðri mynd sinni, býr yf- ir ógnvekjandi grimmd og tign – þess konar fálki sem erlendir þjóðhöfðingjar sóttust eftir að eignast og fluttir voru lifandi af Íslandi fyrr á tímum. En línurnar sem listamaðurinn brennir í viðinn að þessu sinni ganga niður fuglsbringuna eins og jarðskjálftamælir. Og gestirnir líta hver á annan. Tvístíga hissa. „Nú hafa taugarnar svikið mig allbærilega,“ segir handverksmaðurinn loks, er hann leggur frá sér pennann og ber ósköpin augum. Hann snýr sér við og brosir afsakandi til þeirra sem hafa umkringt hann við vinnuborðið og góna forvitnir yfir axlir hans, á listamanninn að störfum. Þetta er góðlegur maður að sjá en fá- skiptinn og virðist taugaóstyrkur innan um allt þetta fólk af holdi og blóði; er nokkuð hniginn að aldri, með lifrarbletti á handleggjum og and- liti en vel hærður enn og greiðir hvítt hár sitt í fagurri bylgju aftur á hnakka. „Gersamlega svikið mig,“ tafsar hann í barm sér, strýkur bringu fálkans og hlær hvellt. Leggur fuglinn til hliðar, úr sólargeislanum sem brýst inn um möskvaðan glugga. Nú er ár- stíð moskítóflugna, og ekki bætir votviðrið síð- ustu daga úr skák. Segist ekki vita hvort sér muni auðnast að ljúka fuglinum úr þessu. En þá veit einn gestanna ekki fyrr til en hann byrj- ar að sannfæra handverksmanninn um að fálk- anum megi bjarga. Að kasta honum væri að minnsta kosti óðs manns æði. Annar í hópnum vill fá að kaupa Íslandsfálkann áður en honum verður hent – hvað sem það kostar, eins og það heitir. Á það vill listamaðurinn þó ekki heyra minnst og beinir þvögunni nú í áttina að skúr- dyrunum, aftur út í tímann. Upphaf einnar sagnanna í Hálmstráin eftir Magnús Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.