Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KLUKKAN tíu í dag leggja 18 konur á aldrinum 21 til 63 ára upp í hringferð um landið á mót- orhjólum. Þær eru félagar í vélhjólaklúbbnum Skutlum, sem stofnaður var árið 2005. Þetta verður í annað skipti sem Skutlurnar leggja hringveginn að baki en í fyrra gerðu þær það til að hvetja til góðrar hegðunar í umferðinni og vekja athygli á vélhjólamönnum. Þær Freydís, Ásta, Íris, Lísa María og Guð- björg, sem mynda stjórn félagsins, segja allt of algengt að bílstjórar taki ekki eftir vél- hjólamönnum eða skeyti ekki um þá í umferð- inni. Í hópnum verða bæði mömmur, ömmur og ein langamma. Einn bíll trússar með þeim hring- inn og verður bílstjórinn auðvitað kona. „Við er- um þó engar kvenrembur!“ segja þær stöllur sem eiga áhugamálið sameiginlegt með mörgum körlum. Hringnum verður lokað 14. júlí nk. Morgunblaðið/hag Skutlurnar keyra hringinn á gljáfægðum vélfákum Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is SAKFELLINGUM í sakamálum vegna vörslu kláms hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þannig voru 13 sakfelldir árið 2006 og tíu árið 2007, sem er mikið miðað við árið 1993, þegar enginn var dæmdur. Fyrst og fremst er sakfellt vegna kláms, sem tengist börnum, en sjald- gæft er að ákært sé vegna annars konar kláms. Umræðan og aðgengi „Þetta [efni] er orðið miklu að- gengilegra en áður, einstaklingar sem hafa kenndir í þessa átt, jafnvel bara forvitni, geta nálgast efni af þessu tagi,“ útskýrir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur við Há- skóla Íslands, spurður um mögulegar ástæður og bætir við að opnari um- ræða í samfélaginu hafi einnig áhrif. „Þótt menn telji sig algjörlega eina á netinu þá er samt ekki alveg svo,“ segir Helgi og á þá við að hægt sé að rekja slóð netnotenda. Oftar leitað í tölvum Ragnheiður Harðardóttir vararík- issaksóknari telur skýringanna að leita í breyttu verklagi lögreglu. „Þegar verið er að rannsaka mál þar sem grunur er um kynferðisbrot hafa [rannsakendur] alltaf skoðað tölvur í eigu viðkomandi og þá kemur oft ým- islegt í ljós.“ Þá segir hún ennfremur að hátt sakfellingarhlutfall sé í mála- flokknum en hún hafi á tilfinningunni að alþjóðlegt samstarf hafi enn sem komið er skilað fáum sakfellingum. Erna Sigfúsdóttir, lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, telur alþjóðlegt samstarf vegna kyn- ferðislegs ofbeldis á börnum mik- ilvægt. Hún bendir á að ábendingar komi frá ýmsum aðilum á borð við Europol og Interpol og sé í hverju til- viki reynt að hafa uppi á þeim ein- staklingi sem stendur á bak við notk- unina. „Alþjóðlegt samstarf gæti verið að skila sér í fleiri sakfellingum eða haft þar nokkuð að segja, þótt erfitt sé að fullyrða um það,“ segir Erna. Netsíun á landsvísu framtíðin? Barnaheill hefur um langt skeið talað fyrir uppsetningu svokallaðrar netsíu á landsvísu, sem myndi gera íslenskum netnotendum erfiðara fyr- ir með að verða sér úti um barna- klám. „Þessi síun mun koma í veg fyr- ir að fólk rekist á ofbeldi á börnum, þeir sem ætla sér að finna þetta efni munu áfram geta það eftir síunina,“ útskýrir Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. „Boltinn liggur núna hjá Ríkislögreglustjóra- embættinu og dómsmálaráðuneyt- inu.“ Erna segir leiðir til að hindra út- breiðslu barnakláms í skoðun, þar á meðal sé netsía á landsvísu. Hún seg- ir að búið sé að funda með Norð- mönnum vegna málsins og einnig hafi verið haft samband við íslenska net- þjónustuaðila sem hafi sýnt málinu mikinn áhuga. Fleiri sakfelldir fyrir klám  Sakfellingum í málum vegna vörslu kláms hefur fjölgað mikið  Um barnaklám að ræða í flestum tilvikum  Aukið aðgengi að klámefni ein skýringanna Á Norðurlöndunum hefur barna- klámssíum á netinu verið haldið úti í nokkur ár. Sían í Danmörku þykir sérlega vel heppnuð og hef- ur Evrópusambandið nú ákveðið að styrkja útbreiðslu hennar með tæplega 65 milljónum íslenskra króna. Dönsku síunni var komið á fót í október 2005 og virkar hún þannig að almenningur sendir dag hvern 50-100 ábendingar til lög- reglu um barnaklám á netinu. Lögreglumaður fer yfir ábending- arnar og getur sett viðkomandi síðu á bannlista sem síðan er sendur til netþjónustuaðila og sjá þeir um að loka á aðgang að síð- unum. Í ársbyrjun voru um 8.500 síður á bannlistanum og reyndu daglega 2.700 netnotendur að komast inn á síðu sem var á svarta listanum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur við Háskóla Íslands, virðist þó ekki telja netsíuna neina töfra- lausn. „Menn finna alltaf leiðir fram hjá þessu,“ segir Helgi sem telur netsíu veita falskt öryggi. Netsía í Danmörku reynist vel Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is PÓLSKUR biskup og þrír kaþólskir prestar lentu í kröppum dansi í Vatnsdal laust eftir hádegið í gær þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar, valt og eldur kom upp í henni. Atvikið varð skammt frá Sveins- stöðum í Vatnsdal. Þeir slösuðust lít- illega og var m.a. talið að einn þeirra hefði handleggsbrotnað, að sögn séra Patrick Breen, kaþólska prests- ins á Akureyri, sem hafði átt von á hinum erlendu gestum í gær. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilsu- gæsluna á Blönduósi en þaðan voru þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til frekari skoðunar. Sofnaði líklega undir stýri Að sögn lögreglu virðist sem mað- urinn sem ók bílnum hafi sofnað undir stýri. Bíllinn fór töluverða vegalengd meðfram veginum, valt svo heilan hring og staðnæmdist. Mennirnir voru að sögn komnir út úr honum og voru að taka farangur út þegar eldurinn kom upp. Aðvíf- andi vegfarendur veittu þeim aðstoð og haft var samband við slökkvilið og lögreglu. Bíllinn fuðraði upp á skömmum tíma og var nánast ekkert eftir nema grindin, sem lögregla og slökkvilið slökktu í. Fjórir klerk- ar í bílveltu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur og Unu Sighvatsdóttur „ÞETTA er ekki spurning um hvort ég yrði drepinn, heldur hvernig,“ segir Paul Ramses aðspurður hvað bíði hans fari svo að hann verði sendur aftur til Kenýa þar sem pólitískt ástand er enn ótryggt. Hann hefur nú dvalið í viku á Ítalíu þar sem hann bíður lausnar sinna mála en hann segist bæði ringlaður og óttasleginn í óvissunni. „Ég veit um að minnsta kosti tíu menn sem hafa horfið og veit með vissu að þrír þeirra voru drepnir. Tveir þeirra voru þing- menn samsteypustjórnarinnar og sögðu okkur á fundi að ekkert væri að óttast. Tveimur vikum il áhrif. Í forsetakosningunum í desember 2007 létust á að giska þúsund manns í erjum milli Luo-fólks og Kikuyu-fólks. Paul segir að öryggi stuðningsmanna Odinga sé enn tvísýnt. Paul dvelur nú á gistiheimili í Róm og segir að þar gangi allt afar hægt fyrir sig og að enn hafi hann ekki hitt neina embættismenn aðra en lögregluyfirvöld sem hafi beðið hann að skýra aðstæður sínar ítarlega og skrá lífsferil sinn. Skjölunum átti hann að skila inn í gær en að sögn Pauls gátu yfirvöld þá ekki tekið við þeim. „Ég var búinn að skrifa 12 blaðsíður. Þegar ég kom svo á staðinn var mér tjáð að tölvur væru í lamasessi og ég beðinn að koma aftur í næstu viku.“ síðar voru þessir menn báðir látnir.“ Eftir sem áður segist Paul vera jákvæðari nú en hann var í fyrstu þegar honum var vísað af landi brott, ekki síst eftir að allsherjarnefnd Alþingis fjallaði um mál hans í gær. Paul tilheyrir Luo-ættflokknum sem er þriðji stærsti ættbálkurinn í Kenýa. Hefur hann lengi tekið þátt í stjórnmálum landsins og segir Paul að lýðræðishefðin sé sterk meðal Luo-fólks. Raila Odinga tilheyrir Luo-ættbálkinum líka. Næststærsti ættbálkurinn, Kikuyu, er ætt- bálkur Mwai Kibaki forseta. Síðan Oginga Od- inga, faðir Raila Odinga, sagði af sér sem vara- forseti árið 1966 hefur verið nokkuð kalt á milli þessara tveggja ættbálka og Luo ekki haft mik- „Ekki spurning um hvort ég yrði drepinn, heldur hvernig“ Við ráðhúsið Paul og eiginkona hans kunna vel við sig á Íslandi. Skriffinnskan tekur sinn tíma fyrir Paul Ramses sem dvalið hefur viku í Rómaborg og segist óttasleginn GERT var hlé á vinnu áhafn- arinnar á danska kapalskipinu Henry P. Lading við mynni hafn- arinnar á Heimaey í gærkvöldi, svo hún væri ekki lokuð fyrir Herjólfi. Vinnan við lokahnykk- inn í lagningu nýrrar vatnslagnar milli lands og eyja hófst á ný síð- ar um kvöldið og var áætlað að henni lyki í nótt, að sögn Ívars Atlasonar, tæknifræðings hjá Hitaveitu Suðurnesja. Tuttugu og fjórir eru í áhöfn Henry P. Lading og eru þeir allir erlendir, sérhæfðir starfsmenn fyrirtækisins J.D. Contractor. Tveir dráttarbátar, Lúkas og Thor, fylgja skipinu, en í miðju þess er stór tromla sem 12 km leiðslan var vafin um. Er reiknað með að leiðslan dugi í rúm 50 ár en sú eldri var lögð til eyja 1971. baldura@mbl.is Biðu eftir Herjólfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.