Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 27
Látin er, nærfellt níræð, heiður- skonan Ragnheiður Hafstað, ekkja Sigurðar Hafstað starfsmanns ut- anríkisþjónustu Íslands, fyrst í Stokkhólmi síðar í Moskvu, París og síðast í Osló, lengst sendiráðsritari og um skeið sendiherra. Þau bjuggu á ævikvöldi sínu eða tæp 20 ár í Reykjavík, síðast við Aragötu 12. Þangað kom ég oft til að sækja mér gleði og fróðleik. Ragnheiður var sonardóttir Ein- ars Kvaran rithöfundar, ritstjóra og skálds. Hálfbróðir hennar var Ævar Kvaran sá kunni og dáði leikari. Ekki er hægt að skrifa um annað þessara hjóna án þess að minnast á hitt. Svo samhent voru þau. Hún fylgdi manni sínum í öllum hlutum og var styrkur hans og stoð, bæði heima fyrir og út á við. Þau voru góðir fulltrúar þjóðar sinnar. Sig- urður var Skagfirðingur skír og hreinn, frá Vík í Staðarhreppi og þar búa ennþá ættmenn hans. Ragnheiður var meðalkona á hæð, glæsileg, svaraði sér vel og bar sig vel og skörulega. Ráðsnjöll var hún og ráðholl. Augun voru gráblá og það geislaði frá þeim hlýju og gleði. Hláturinn hennar var óvenju- lega dillandi og smitandi. Það var haustið 1961 að ég kom til Noregs til að hefja þar nám í dýra- lækningum. Sigurður Hafstað var þá sendiráðsritari í Osló. Það var í fyrsta sinn, sem ég kom út fyrir landsteinana, óvanur öllu í útlönd- um og einmana í fyrstu. Fljótlega kynntist ég þeim eftirminnilegu og yndislegu hjónum Sigurði og Ragn- heiði Hafstað. Þau bjuggu í Bærum, vestan við þéttbýlið í Osló, hálfpart- inn eins og úti í sveit. Þau báru mikla umhyggju fyrir námsmönn- um. Þau Ragnheiður og Sigurður tóku þátt í gleði okkar og sorgum og stöppuðu stálinu í okkur á ýmsan hátt með hollum ráðum, ekki síst þá, sem áttu erfitt með að koma undir sig fótunum. Heimili þeirra Ragnheiðar og Sigurðar stóð okkur opið. Gestrisni þeirra var ótrúleg. Fyrir kom, að öllum námsmönn- um, sem í náðist var boðið til stór- veislna í húsi þeirra. Þar var Ragn- heiður drottning í ríki sínu, sem kunni að láta gestina njóta stund- arinnar. Þau hjón komu oft færandi hendi á fundi Stúdentafélagsins ,,FÍSN-ar“. Sigurður var góður skákmaður og tefldi við námsmenn á fundunum,. Hann var sögumaður ágætur. Eftirminnilegar eru ýmsar sögur hans úr Skagafirði. Sigurður las upp úr snilldarverkum bók- menntanna, bæði nýútkomnum og eldri, ekki síst ljóð og hann fylgdist með því og þau reyndar bæði, að við sinntum slíkri sjálfsmenntun á sviði menningar og lista. Það voru for- réttindi, að fá að kynnast þeim Ragnheiði og Sigurði Hafstað. Þökk frá námsmönnum í Osló og hjartans samúðarkveðjur til barna og fjölskyldna. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 27 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Svartir og dökkgulir labrador- hvolpar til sölu. Allar nánari upplýsingar á: www.pointinglab.tk. Heilsa GRUNNNÁMSKEIÐ Í EFT (Emotional Freedom Techniques) Námskeið verða: Helgarnar 13.–14. sept., 4 –5. okt, 1.–2. nóv. í Rvk., 11.–12. okt. á Ísafirði. EFT er árangursrík leið til sjálfsstyrk- ingar. Hentar leikum sem lærðum sem vilja styrkja og vinna að betri líðan hjá sér og öðrum. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT www.theta.is. sími 694 5494. Hljóðfæri Píanó til sölu Euterpe píanó til sölu. Í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 861 3121. Húsnæði í boði Til leigu í Hafnarfirði Ný 105,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2 hæð. Glæsileg íbúð í alla staði. Þvottahús og geymsla inn í íbúð, bílastæði í bíla- kjallara. Sjá www.leigulidar.is - s: 517-3440 Til leigu í Bjallavaði 1-3 110 Rvík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bíl- geymsla og lyfta í húsinu. Langtíma- leigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Atvinnuhúsnæði 100 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í Síðumúla. Gott húsnæði, hagstæð leiga. Uppl. í síma 896-8068. Apartment for rent Nice, cosy apartment in 101 Reykjavík, 3 large rooms, 80 square- meters. Available from the 1st. of september. Close to bustation, super- market and swimmingpool. Price 145 þús. per. month. Telephone 865 8188. 2 íbúðir / herbergi til leigu í 101 Rvk. 125 fm, 5 herbergja íbúð/skrif- stofa til leigu. Hin íbúðin er 80 fm, 3 herbergja íbúð. Líka með herbergi til leigu. Húsgögn fylgja. Uppl. í síma 587 2292 / 692 2991. Atvinnuhúsnæði Skrifstofur - vinnustofur: Nokkur herbergi til leigu í snyrtilegu húsnæði í Hafnarfirði 20-40 m2. Sameiginleg kaffistofa og snyrtingar. Laust strax. Sími 898 7820. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Raðhús til sölu í Þorlákshöfn Glæsileg raðhús til sölu við Norður- byggð 11-15. Byggt ´06. Sjá upplýsingar á www.leigulidar.is/ibu- dir/thorl-nordurb.php s-893-1901 frá 9:00-17:00 virka daga. Nýkomnir vandaðir dömu götuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum gúmmísóla. Sérlega mjúkir og þægi- legir. Margar gerðir og litir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 8.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Handslípaðar kristalljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta PLEXIFORM.IS OG BÓLSTRUN Dugguvogi 11 Leðurbólstrun og viðgerðir á sætum. Bakkmyndavél og skynjarar fyrir bíla. Framleiðum standa fyrir fartölvu, bæklinga, nafnspjöld og blaðafolda o.fl. sími 555 3344. Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílavörur Dekk til sölu! 4 stykki negld og míkróskorin 33" dekk á felgum sex gata til sölu á 60.þ. Upplýsingar í síma 863-9902. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Mótorhjól Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. Stór íbúð í skiptum fyrir minni......? Til sölu glæsileg 5-6 herb uppgerð 145 m² penthouse + 24m² bílskýli við blindgötu,frábært útsýni,er í nágerni við Spöngina. Skipti óskast á minni eign sem má þarfnast lagfæringa eða á byggingar- stigi. Upplýs 893 7124 www.goldenhomespattaya.com. Góð þjónusta Mjög góð reynsla af Goldenhomes.Allt sem þú þarft í Thailandi,Ploy reddar því.Húsnæði,ferðalög,gifting,visa, bílar,golf,Ég hef góða reynslu.Ísl.sími 8919910.Sig Ferðalög Kær vinur minn hefur nú lotið lægra haldi fyrir krabba- meini sem hann greindist með fyrir tæpum tveimur árum. Ég kynntist Hreinsa fyrst fyrir fjörutíu árum í tengslum við prent- myndasmíði sem ég vann við. Við fyrstu kynni var mér ljóst að þar fór óvenjuheilsteyptur og fróður maður, sem hafði sterka nærveru og ávallt með ráð undir rifi hverju. Fljótlega breyttist kunningsskapur okkar í kæra vináttu og Alexía eig- inkona mín heitin og Stella urðu einnig góðar vinkonur. Saman ferðuðumst við um alla Evrópu í sumarfríum og sóttum sýningar í tengslum við prentiðn; Drupaprent, Heidelberg og fleiri staði. Hreinn var mikill Kiwanismaður og einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Geysis í Mosfellssveit. Í einni ferð okkar til Ítalíu var ég svo Hreinn Pálsson ✝ Hreinn Pálssonfæddist á Sauð- árkróki 5. júní 1937. Hann lést á heimili sínu 25. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 5. ágúst. formlega tekinn í klúbbinn og hef starf- að þar æ síðan. Við urðum hálf- gerðir frumbyggjar sumarhúseigenda á Spáni, þegar við fest- um kaup á litlum rað- húsum, hlið við hlið á La Marina fyrir tutt- ugu árum síðan. Þar dvöldum við flest vor og haust, og nutum lífsins í hita og sól ásamt fleiri félögum og vinafólki, því Ís- lendingahópurinn fór sífellt stækk- andi og oft mikið fjör á Torfunni okkar. Það er gaman að rifja upp þegar við keyptum okkur Bensa í Þýskalandi og keyrðum í gegnum Sviss, Frakkland og Andorra og heim í hús á Spánarströnd. Allar minningar sem tengjast þeim hjónum Hreini og Stellu eru umvafin hlýju og elsku, enda slógu hjörtu þeirra í takt og návist við þau eftirsóknarverð og skemmti- leg. Við ætluðum að fara saman í húsin okkar nú í haust, enda lét Hreinn ekki veikindi aftra sér frá því að plana ferðalög til fjarlægra staða. Ég sakna vinar míns og daglega spjalli okkar um heima og geima, okkur skorti aldrei umræðuefni. Að leiðarlokum þakka ég Hreini mínum fyrir trausta og góða vin- áttu og sendi Stellu og fjölskyld- unni allri dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði vinur minn. Jens Stefán Halldórsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.