Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er fimmtudagur 28. ágúst, 241. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Víkverji er áhugamaður um vel-ferð barna og fjölskyldna þeirra. Hann verður þess vegna hugsi á hverju hausti þegar fréttir taka að berast af manneklu á frístundaheim- ilum. Hvers vegna er aldrei reynt að finna varanlegar lausnir á vandan- um? Af hverju er það talið boðlegt að börn og foreldrar búi í fullkominni óvissu um hvað taki við að loknum skóladegi? Víkverji á auðvelt með að ímynda sér að helstu ástæður þess hversu illa gengur að fá fólk til að vinna á frístundaheimilum séu óboð- leg vinnuaðstaða og lág laun. Í skóla sonar Víkverja fer starfsemi frí- stundaheimilisins fram í gömlu húsi sem má muna sinn fífil fegurri. Vegna ófullnægjandi aðstöðu í húsinu fer hluti starfsins fram í gámi við húsið. Launin sem fólki eru greidd fyrir að vinna með börnunum eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir og því líklegt að hugsjónamennska sé nauðsynleg hverjum þeim sem tekur að sér starf á frístundaheimili. Víkverja finnst skólabörnin eiga betra skilið. x x x Víkverji er líka hugsi yfir ófædd-um þegnum landsins og fjöl- skyldum þeirra. Um þesssar mundir eru samningar ljósmæðra við ríkið í uppnámi. Í síðustu viku sagði stað- gengill hjúkrunarforstjóra Landspít- ala að nægur tími væri framundan til þess að ná samningum við ljós- mæður. Víkverji er ekki sammála þessu. Fyrsta verkfall ljósmæðra skellur á 4. september, takist ekki að semja, svo ekki eru margir dagar til stefnu. Þótt tryggð verði aðstoð við fæðandi konur hlýtur ástand sem þetta að valda fjölskyldum barnshaf- andi kvenna áhyggjum. Slíkt er ef- laust mjög óþægilegt að upplifa í því viðkvæma ferli sem meðganga og fæðing eru. Ennfremur er ljóst, að komi til verkfalls mun önnur þjónusta við barnshafandi konur, svo sem óm- skoðanir, skerðast. Víkverji vonar að stjórnvöld taki við sér í báðum þessum málum og tryggi með því velferð barna og barnafjölskyldna í landinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 svil úr fiski, 4 fást við, 7 viðureign, 8 hamagangur, 9 virði, 11 sigaði, 13 band, 14 tappi, 15 þarmur, 17 verkfæri, 20 tíndi, 22 lagði á flótta, 23 hindrun, 24 týna, 25 barefla. Lóðrétt | 1 rotnunar- skán, 2 ósvipað, 3 varn- ingur, 4 stúlka, 5 borða, 6 flýtirinn, 10 ráfa, 12 greinir, 13 op, 15 eðalborin, 16 slíta, 18 vottar fyrir, 19 missa marks, 20 mjúka, 21 rændi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 silakepps, 8 falið, 9 lútan, 10 gái, 11 runna, 13 neita, 15 stegg, 18 skróp, 21 ryk, 22 launa, 23 refir, 24 lundarfar. Lóðrétt: 2 iglan, 3 auðga, 4 eplin, 5 putti, 6 æfir, 7 unna, 12 nóg, 14 eik, 15 sæll, 16 efuðu, 17 grand, 18 skrár, 19 rifja, 20 pára. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Be7 9. Dd2 O–O 10. O– O–O Rbd7 11. g4 b5 12. g5 b4 13. Re2 Re8 14. f4 a5 15. f5 Bxb3 16. cxb3 a4 17. bxa4 Hxa4 18. b3 Ha3 19. Rg3 Da5 20. Kb1 Rc7 21. Dc2 Ha8 22. Hd2 d5 23. Hg2 Rb5 24. Bxb5 Dxb5 25. De2 Da5 26. Dc2 d4 27. Bc1 d3 28. Dxd3 Hxa2 29. Re2 Ha1+ 30. Kc2 Da2+ 31. Kd1 Staðan kom upp í stórmeistara- flokki Olomouc-skákhátíðarinnar í Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Pólski alþjóðlegi meistarinn Mic- hal Luch (2412) hafði svart gegn Svíanum Alex Smith (2427). 31… Hxc1+! 32. Kxc1 hvítur hefði einn- ig tapað eftir 32. Rxc1 Dxg2. 32… Rc5 33. Dc4 Rxb3+ 34. Kd1 Dd2 mát. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Bresk fyndni. Norður ♠5 ♥DG1083 ♦ÁKG10742 ♣-- Vestur Austur ♠K10964 ♠D732 ♥ÁK ♥-- ♦D63 ♦985 ♣G62 ♣Á107543 Suður ♠ÁG8 ♥976542 ♦-- ♣KD98 Suður spilar 6♥. Breski eðalspilarinn Boris Schapiro (1909-2002) var lítt snokinn fyrir „ný- móðins sagnvenjum“. Honum þótti því bæði fyndið og mátulegt á vin sinn Jonathan Cansino að hann skyldi ekki geta doblað 6♥ með ÁK í trompi. Spil- ið kom upp í breskri sveitakeppni 1968 og 6♥ voru melduð á báðum borðum. Harrison-Gray doblaði á öðru borðinu og mátti greina dauft bros á bak við pípustertinn. Cansino varð hins vegar að passa, því samkvæmt sagnvenjunni, sem þá var „nýjasta nýtt“, hefði doblið sýnt áhuga á fórn. Schapiro vakti í suð- ur á 1♥, Cansino kom inn á 1♠ og norður krafði með 2♠. Austur stökk í 4♠ og sú sögn gekk til norðurs, sem skaut á slemmu. Pass yfir til Cansino, en hann gat ekki doblað, því að hefði neitað varnarslag og stungið upp á fórn í 6♠. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hvaðan sem hugmyndirnar koma hlýtur hlið að hafa verið skilið eftir opið. Heilt herlið hugmynda marserar í gegn- um huga þinn núna. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst alltaf skemmtilegra að eiga fyrir því sem þú kaupir þér, en í dag freistast þú til að breyta út af þeirri venju. Og samt gengur dæmið upp. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Munurinn á sveitarómaga og kóngi felst í málinu og siðunum sem hann temur sér. Hlustaðu og taktu eftir fín- pússuðum stíl „kónganna“, og lærðu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú færð ekki bestu leiðbeiningar í heimi. Þú þarft sjálfur að túlka þær. Haltu fast í þá hluta sem þú skilur hvað best. Þér verður vísað veginn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Á hverjum degi kynnistu sjálfum þér pínulítið betur. Þú sérð þig á hlutlausan hátt og færð skilið hvatir þínar. Haltu í kímnigáfuna og hafðu gaman af sjálfum þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú gætir eytt peningum í til- raunum þínum til að spara peninga. Það er þess virði að borga fyrir bestu lausnina á vandanum. Bogmaður veitir þér heppni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Falda hliðin á þér kemur út til að skemmta sér. Hvað kallarðu þessa stuð- hlið persónuleika þíns? Hafðu skoðanir á málunum og fáðu þér gælunafn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft ekki að reyna að vera umhyggjusamur núna. Þú hefur sannan áhuga á öðrum og hugar því að tilfinn- ingum þeirra. Þér verður sýnt mikið þakklæti. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Móðir þín myndi hneykslast ef hún vissi undan hvaða hvötum þú lætur í dag! Sem betur fer eru hugmyndir þínar í ódýrari kantinum miðað við undanfarið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk sem þú þekkir í vatns- merkjunum (krabba, sporðdreka og fiska) hefur sterkar hugmyndir um hvað þú átt að gera næst. Hefur það skyggnigáfu? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur ferðast með ein- hverjum undanfarið og þroskinn er sýni- legur. Segðu fólki frá og þú munt skilja að frásögn þín og framlag skiptir máli. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Smekkur þinn fellur eins og flís við rass hjá fólkinu í kringum þig. Auk þess er þetta einn af þessum fágætu dögum þegar fólk hlustar og tekur ráðum. Vertu viðbúinn vinsældum. Stjörnuspá Holiday Mathis 28. ágúst 1967 Tólf manna áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði fannst heil á húfi eftir að hafa verið í björgunarbátum á fimmta sólarhring. Stígandi sökk 24. ágúst á síldarmiðunum, um sjö hundruð sjómílur norður í höfum. Í kjölfar þessa slyss var tilkynningaskyldunni komið á. 28. ágúst 1981 Hallgrímur Marinósson lauk við að bakka allan hringveg- inn í fjáröflunarskyni fyrir Þroskahjálp. Ferðin tók tvær vikur. 28. ágúst 1986 Bylgjan hóf útsendingar. Þetta var fyrsta útvarps- stöðin í einkaeign sem tók til starfa eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins var afnum- inn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Anna Jóhanns- dóttir varð átt- ræð 31. júlí síð- astliðinn. Af því tilefni býður hún ættingjum og vinum til gleði- fundar í Versöl- um, Ráðhúsi Þor- lákshafnar, laugardaginn 30. ágúst frá kl. 18 til 23. 80 ára Aðalheiður Lárusdóttir frá Sjávarborg, Nes- kaupstað, verður áttræð í dag, 28. ágúst. Aðal- heiður mun fagna deginum með fjölskyldu og vinum í húsi eldri borgara í Neskaupstað í dag, frá kl. 15 til 18. 80 ára TÓNLISTARMAÐURINN Magnús Þór Sigmunds- son fagnar í dag sextugsafmæli sínu. Hann segist ekki ætla að gera mikið úr deginum, heldur vera heima og hella upp á kaffi. Þá kíki kannski ein- hverjir ættingjar, sem ekki eru of vant við látnir, í heimsókn. „Ég ætla ekki að gera neitt stórmál úr þessu, engir konsertar eða neitt slíkt,“ segir Magnús en viðurkennir að helst myndi hann vilja vera við einhverja veiðiána. Fluguveiði er einmitt eitt aðaltómstundagaman Magnúsar en í sumar veiddi hann nokkrum sinnum og gekk einna best í Veiðivötnum. Þar veiddi hann níu punda urriða. Magnús segir þó fjölskylduna vera aðaláhugamálið, hún skipi stærstan hluta lífs síns en í öðru sæti sé tónlistin. Aðspurður segist hann hafa samið mikið af tónlist í sumar og verð- ur hljómplata vonandi gefin út seinna á þessu ári. Hann segist þó ekki vera að stíla á jólaplötuflóðið. Þá er Magnús að vinna að ákveðnu verkefni, í samstarfi við Þráin Lárusson, skólastjóra Húsmæðraskól- ans á Héraði, sem varðar einelti en um er að ræða verkefni sem stend- ur Magnúsi nærri. Mikla athygli vakti á menningarnótt þegar Magnús og Jóhann Helgason komu fram saman í fyrsta skipti í langan tíma. „Við Jóhann höfum verið að rifja upp gamla takta. Eftir menningar- tónleikana fundum við að þetta er enn mjög skemmtilegt og getur verið ferskt ef menn nálgast það þannig.“ ylfa@mbl.is Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður 60 ára Rifjar upp gamla takta ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.