Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÖKUHRAÐI hefur minnkað veru- lega á hringveginum frá því á árinu 2004. Þetta er niðurstaða sam- antektar sem Skúli Þórðarson hjá Vegsýn vann um þróun ökuhraða á þjóðvegum fyrir Vegagerðina. Samkvæmt athugun Skúla hefur ökuhraðinn minnkað jafnt og þétt, að árinu 2006 undanskildu, þegar hann jókst. Ekki er hægt að meta umferðarhraðann að vetrarlagi því hann er það háður veðurfari. Á þessu tímabili hefur meðalöku- hraðinn á tíu stöðum á hringveg- inum minnkað um einn km á klst á ári, sem að mati sérfræðinga er mjög mikið. Minnkunin er enn meiri þegar miðað er við svokallaðan V85- hraða, sem hefur minnkað um 1,5 km á klst á ári. V85 er sá hraði sem 85% ökumanna halda sig innan við en 15% aka hraðar. Á þessu fjög- urra ára tímabili hefur meðalöku- hraðinn (V85) minnkað um 5,7 km á klst, þ.e.a.s. úr 108,6 í 102,9. „Þetta eru ánægjulegar nið- urstöður þar sem mjög mikil áhersla hefur verið lögð á aukið hraðaeftirlit undanfarin ár í tengslum við umferðarörygg- isáætlun stjórnvalda, bæði hefð- bundið eftirlit lögreglu og sjálfvirkt hraðaeftirlit,“ segir í frétt á heima- síðu Vegagerðarinnar. Segulsvið mælir hraðann Vegagerðin hefur um nokkurra ára skeið verið með sjálfvirkar hraðamælingar á þjóðveginum hringinn kringum landið. Mæling- arnar fara þannig fram, að hver og einn bíll er mældur á ákveðnum stöðum á landinu. Bílarnir aka inn í segulsvið og mælir tækjabúnaður- inn hvenær þeir fara inn í svæðið og út úr því. Með þessum hætti er hægt að reikna út meðalhraðann og gera samanburð milli ára. Með- alhraðinn er jafnan mestur þar sem umferð er lítil og menn geta sprett úr spori. En auðvitað eru dæmi um ofsaakstur á fjölförnum vegum, svo sem í nágrenni höfuðborgarsvæð- isins. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, kveðst vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Hún staðfesti þá tilfinningu sem menn hafi haft um þróunina undanfarin ár. Að hans mati hafa nokkrir þættir hér afger- andi áhrif. Í fyrsta lagi hafi lög- gæsla aukist og hún orðið sýnilegri. Í öðru lagi hafi hækkun hraðasekta haft afgerandi áhrif. Í þriðja lagi hafi markviss áróður gegn hrað- akstri skilað sér. Og í fjórða lagi hafi efnahagsástandið og hærra elds- neytisverð dregið úr bílaumferð og ökuhraða. Það muni ótrúlega miklu í bensíneyðslu fyrir hverja 10 km á klst. sem fólk dregur úr hraðanum. Dregur úr hraða  Ökuhraði minnkar um 5,7 km á klukkustund á hringveg- inum á fjórum árum  Árið 2006 var undantekning Þótt almennt dragi úr umferðarhraða berast annað slagið fréttir um vítaverðan akstur. Nýlega mældi lög- reglan á Selfossi tvo ökumenn á meira en 200 km hraða í umdæmi sínu. „Svona akstur er brjálæðislegt athafi,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu. Spurður um það hvernig megi bregðast við þessu segir Einar að með lögum sem sett voru í apríl 2007, hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að taka fólk úr umferð sem staðið er að vítaverðum akstri. „Þessi lög eiga einna helst við þegar um nýliða er að ræða en hægt er að setja þá í akstursbann hafi þeir hlotið 4 refsipunkta og því er ekki hægt að aflétta fyrr en þeir hafa lokið sérstöku námskeiði og endurtekið ökuprófið. Einnig geta þeir þurft að taka ökuprófið aftur að loknu námskeiði hafi þeir verið sviptir ökuréttindum vegna ölvunar- eða hraðaksturs. Það er í raun litið svo á að þeir hafi fallið á prófinu úti í umferðinni. Ökumenn sem eru með fulln- aðarskírteini skulu sviptir ökuréttindum í 3 mánuði hafi þeir hlotið samtals 12 refsipunkta. Þetta kerfi er í sjálfu sér gott en þó eru hnökrar á fram- kvæmd þess. Sumir ökumenn virðist hafa lært á kerfið, þ.e. fundið leið til þess fresta því að punktarnir fari inn á ökuferilsskrá. Þörf er á markvissari og hraðari úrvinnslu,“ segir Einar Magnús. Hafa áhyggjur af ofsaakstri Einar Magnús Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is BJARNI Harðarson, 8. þingmaður Suðurkjördæmis og annar tveggja þingmanna Framsóknarflokksins í kjördæminu, sagði í gær af sér sem þingmaður. Afsögnina má rekja til þess að Bjarni sendi á mánudagskvöld bréf sem skrifað var af tveimur fram- sóknarmönnum í Skagafirði á alla fjölmiðla landsins. Í bréfinu er ráð- ist harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni Fram- sóknarflokksins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sagði Bjarni af sér eftir að hafa fengið grænt ljós á þá ráð- stöfun frá Guðna Ágústssyni, for- manni flokksins, en Bjarni og Guðni störfuðu náið saman í Suður- kjördæmi og innan þingflokksins. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í gær segir að honum hafi orðið á alvarleg mistök. „Pólitískur hiti hljóp með mig í gönur,“ sagði Bjarni. Auk þess sagði hann að það hefði ævinlega verið „bjargföst sannfæring“ sín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum. Helga Sigrún í stað Bjarna Bjarni segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann hætti afskiptum af stjórnmálum. „Ég hef alltaf litið svo á að stjórnmálastarf fari fram utan og innan þingsala. Hvort þessi atburður núna mun takmarka mína atvinnuþátttöku í stjórnmálunum með einhverjum hætti á eftir að koma í ljós. En ég mun halda áfram að fylgja mínum hugsjónum,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Sæti Bjarna í þingflokki Fram- sóknarflokksins tekur Helga Sigrún Harðardóttir sem starfað hefur sem skrifstofustjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins undanfarin þrjú ár. Erfiðar aðstæður Hún segist hafa viljað stíga inn á svið Alþingis við aðrar aðstæður. „Það er verulega óheppilegur að- dragandi að því að Bjarni skuli stíga út og ég inn í hans stað. Hann axlar ábyrgð á sínum gjörðum. Ég tel Framsóknarflokkinn hafa mikil tækifæri til þess að vaxa. Ekki síst í ljósi þeirra verkefna sem nú blasa við þá tel ég að Framsóknarflokk- urinn hafi brýnt erindi við íslenskt samfélag,“ sagði Helga Sigrún í samtali við Morgunblaðið í gær. Valgerður Sverrisdóttir segir það hafa verið óvænt að sjá umfjöllun um bréfsendingar Bjarna. „Ég sá þetta á tíunda tímanum á mánu- dagskvöld og ég verð að játa það að mér brá við þetta. Í kjölfarið hafði ég ekki undan að taka við skila- boðum og símtölum þar sem flokks- menn sýndu stuðning við mig og mitt starf. Úr því sem komið var þá var þessi niðurstaða, að Bjarni skyldi fara út og Helga Sigrún inn, ásættanleg,“ sagði Valgerður í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Fékk grænt ljós frá Guðna  Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku eftir að hafa reynt að koma höggi á Valgerði Sverrisdóttur  Viðunandi úr því sem komið var, segir Valgerður Morgunblaðið/BrynjarGauti Ræðast við Bjarni Harðarson og Valgerður Sverrisdóttir teljast ekki leng- ur pólitískir samherjar. Hér ræðast þau við í sal Alþingis.                                        Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Jólakort 2008 Upplýsingar í síma 896 5808 Glæsilegar Spánskar tvíhleypur með 5 þrengingum, útkastari og einn gikkur Tilboð 79.900 Vesturröst - Laugavegi 178 - S. 551 6770 - www.vesturrost.is Þingflokkur Framsóknarflokks- ins samanstendur af sjö þing- mönnum. Þar af eru tveir í Suðurkjördæmi, þrír í Norðausturkjördæmi, einn í Suðvesturkjördæmi og einn í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Harðarson og Guðni Ágústs- son, báðir úr Suðurkjördæmi, unnu náið saman. Flestir hinna þingmanna flokksins, að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, hafa til þess ekki talist til stuðningsmannakjarna Guðna Ágústssonar, þvert á móti. Málefnaágreiningur, meðal annars í Evrópumálum, hefur verið augljós og opinber undanfarna mánuði. Heimild- armenn Morgunblaðsins innan Framsóknarflokksins sögðu augljóst mál að Guðni væri ekki með fólk sér við hlið, sem teldist til stuðningsmanna hans og hann myndi eflaust eiga í vandræðum með að „leiða mál til lykta í takt við hans sýn“ eins og einn heim- ildarmanna komst að orði. Há- vær orðrómur hefur verið uppi um það að Valgerður Sverr- isdóttir ætli sér að verða for- maður í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í mars. Aðspurð sagðist hún í gær ekki vera búin að ákveða neitt í þeim efnum. Guðni einn á báti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.