Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 4
1 Herinn spilar og syngur (Ljósm.: TÍMINN, Þ.í.) Færeyinga f mörg ár hefur Hiálpræðisherinn haldið jólatrésskemmtanir fyrir Færeyinga í Reykjavík, búsetta og lausamenn. Að þessu sinni var Færeyingajólatréð, eins og Herinn kallar það, á þriðjudagskvöldið. Við hringdum í Herinn og spurð um, hvort við mættum líta inn. Herinn leyfði okkur það, og klukk an hálf tíu á þriðjudagskvöldið gengum við í Herkastalann. Öldr- uð kona í búningi Hersins vísaði okkur inn. Hún sagði, að samkom- an hefði byrjað klukkan átta með söng og bæn. Síðan var lesið úr biblíunni og gestir boðnir vel- komnir. Kafteinn Höjland og frú sungu tvísöng, og kafteinninn lék undir á harmóníku, sagði konaní Jóhannes Sigurðsson, prentari, flutti ræðu og talaði um starfið í Sjómannastofunni, en hann var formaður hennar frá 1922—1930. Jóhannes var að ljúka ræðunni, þegar við komum inn. Áheyrendur klöppuðu. Óskar Jónsson formaður gesta- og sjómannaheimilisins vísaði okk- ur' í salinn, þar sem nær hundrað manns sátu við langborð frarn með veggjum. Á miðju gólfi var stórt jólatré, sem við gengum langleið- ina kringum og upp á pallinn Gengið kringum jólatréð. innst í salnum, fram hjá ræðu- stólnum. — Og niður hinum meg- in, sagði Óskar, þá fáið þið sæti og kaffisopa. Ljósmyndarinn fékk sæti fyrir borðsenda og sómdi sér vel, en fréttamaður settist á hægri hönd blómlegri stúlku í þjóðbún- ingi og þóttist góður. „Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót, en dapurt geð skrælir bein- in“. Þessi orð eru rauðletruð á vegg í sal Hjálpræðishersins. Þau virtust eiga vel við þessa sam- komu, þar sem menn átu og drukku og voru hressir. Frétta- maður át skerpukjöt og fræddist um þennan færeyska þjóðarrétt af stúlkunni blómlegu, og Herinn spilaði og söng meðan setið var að borðum. Þegar kaffidrykkjunni var lokið, sté formaðurinn í stólinn og til- kynnti, að bráðlega yrði farið að ganga kringum jólatréð. — Nú tosar ég íslenzka, bætti hann við, en það skilja allir. Við tökum af borðunum. Kafteinn Höjland og frú, þau ætla að láta okkur hafa eitt lag á undan. Halelúja, kaft- einn Höjland. Kafteinninn grípur harmóník- una og lætur hana á sig. Það er so herligt að kjenna hann. Ó, kom til Jesús .... — Allir með, segir kafteinn- inn. Þau syngja lagið aftur. Svo er gengið kringum jólatréð. Spilað og sungið. „Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót“. Herinn er við góða heilsu og gestunum heilsast vel. Herinn kjennir Jesús, og Herinn vill að allir kjenni Jesús. Herinn spilar á Torginu á sunnudögum og setur svip í\ bæinn. Herinn tilheyrir bæjarlífinu og bærinn vill ekki missa hann. Við erum allir með Hernum. Hann eAsá eini her, sem við getum sætt okkur við. — Ó, kom til Jesús .... _ B.Ó. í færeyskum þjóðbúningum, Dagmar Didriksen og Kára Didriksen nncicfR?)^ ■ » jólatréð Þau syngja: Halelúja, elsku Jesús. TÍMINN, föstudaginn 12. janúar 1962. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.