Rauði fáninn - 01.05.1924, Blaðsíða 2

Rauði fáninn - 01.05.1924, Blaðsíða 2
2 Rauði fáninn hagsmuni verklýðsstéttarinnar fyrir brjósti. Verkamenn mótmæltu harð- Iega þessum aðförum þingmanna „sinna“, sósíal-demókratanna, þvi að þeim hefði verið í lófa lagið að hindra allar breytingar á vinnutímalögun- um. peir voru sem sé nógu margir til þess, enda þótt þeir væru í minni hluta i þinginu, að gera þinginu ómögulegt að taka ákvörðun i mál- inu, með þvi að ganga af fundi er til atkvæðagreiðslunnar kom, því að til þess að lög séu löglega samþykt, þarf viss hluti allra þingmanna að vera á fundi. En þeir kusu heldur að veita auðvaldinu en verkamönnum, enda var það ekki i fyrsta sinn, sem þeir hafa stungið hnifi i bak þeim, sem þeir þykjast vinna fyrir. Undir eins og lög þessi öðluðust gildi, kröfðust vinnukaupendur þess af verkamönnum, að þeir ynnu leng- ur en átta tíma, en verkamenn neit- uðu og gripu til verkfalla, sem stóðu margar vikur, og unnu þeir sumstað- ar nokkuð á, þrátt íyrir svivirðilega framkomu hinna svokölluðu foringja þeirra, sem æfinlega snerust i Uð með auðvaldinu, t. d. með þvi að neita að borga verkfallsstyrk úr sjóðmn þeim, sem verkamenn sjálfir áttu og höfðu stofnað í því augnamiði. íslendingar eru í mörgu á eftir um- lieiminum, og ekki síst í því er snert- ir stéttameðvitund og verklýðshreyf- ingu. Hér hefir auðvaldinu til skams tíma haldist uppi að pína þræla sína til að vinna sólarhring eftir sólar- hring án nokkurrar hvíldar. Fyrir þrem árum samþykti alþingi loksins lög um sex stunda hvíld á sólarhring fyrir þá sem vinna á togurum, en eng- in slík lög eru enn til fyrir þá, sem vinna í landi. Enn líðst auðmönnum þessa lands að þröngva mönnum til að vinna hvildarlaust svo lengi sem þeim sýnist, og enginn þorir að mót- mæla af ótta við að verða sagt upp allri vinnu framvegis, og fara þar með á vonarvöl með fjölskyldu sína. Fyrir nokkrum dögum voru menn hér í bænum látnir vinna milli 30 og 40 stundir samfleytt. Islenskir verkamenn! Takið hönd- um saman gegn þessari svívirðu! pið hafið nýlega séð livers samtökin eru megnug. Látið sjá að þið skiljið gildi þeirra! Vitið það, að auðvaldið lifir á ykkur, að það er til orðið af arði þeim, sem hendur ykkar unnu fyrir; að þið verðið sjálfir að berjasl íyrir hagsmunum ykkar; að þið verðið að standa allir saman sem einn maður ef þið eigið að fá bætt kjör ykkar i nokkru. Aðrar stéttir þessa lands hafa sinn ákveðna frídag; þið einir eruð út- undan með það. Krefjist þess nú og framvegis, að þeir, sem kaupa vinnu ykkar gefi ykkur fri 1. maí, og geri þeir það ekki með góðu, þá gangið allir úr vinnunni þenna dag. Enginn verkamaður má snerta við vinnu 1. maí, en mætið alhr í kröfugöngu Al- þýðuflokksins og sýnið auðvaldinu, að ykkur sé alvara í kröfum ykkar fyrir einum viðurkendum frídegi á ári og löggilding ákveðins vinnu- tima. „Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér.“ „Öreigar í öllum löndum samein- ist!“ Aage Berléme r á Alþingi Islendinga. Enn þá bíður alþýða manna þess með óþreyju, að rikisstjórnin hreinsi sig af sambandi sínu við málgagn Stórdanans Berléme. Enn þá vilja menn trúa því, að liún sé laus við slíkt máltól. Enn þá trúir þjóðin því, að Jón Kjartansson sé eini maðurinn ú löggjafarþinginu, sem er í þjónustu Stórdanans. — íslendingar eru sagð- ir seinteknir og fáskiftnir um opin- ber mál, og mun þar ekki miklu log- ið, en vel getur þó svo farið, að lang- lundargeð þeirra þrjóti. — Erindi er- lendra auðmanna hafa verið svo vel rekin hér síðasta áralug, að ekki er furða þótt einhverntíma rumski þjóðin. Eru ekki dæmin nógu mörg? Höfum við elcki séð erlent auðfélag (D. D. P. A. eða Standard Oil) skrýð- ást íslenskum búningi fyrir tilstyrk íslenskra manna? Hefir erindreki Is- lendinga á Spáni ekki nýverið hlotið heiðurstitilinn spænskur varakonsúll fyrir vel unnið starf? Ótal mörg dæmi munu finnast þegar vel er leit- að, þó ekki væri nema iitibú Privat- bankans danska á íslandi. Hve lengi skal svívirðing sú látin afskiftalaus af alþjóð, að innbomir menn gangi á mála hjá erlendum stóreignamönnum ? íslendingar verða að rísa úr svefni og gera upp reikninginn við þessa menn, krefjast þess, að Jón Kjartans- son láti þegar i stað af þingmensku. Sjái þingið sér ekki fært að gera ráð- stafanir í þessa átt, er hætt við að enn rýrni virðing manna fyrir þvi. — Almenningur mun gera þær ráð- stafanir gegn blaðinu sjálfu, sem honum þykir henta. Krafa allrar þjóðai'innar er: Burt úr þinginu með hvern þann mann, sem bundinn er á klafa erlendra auð- kýfinga — burt með Jón Kjartans- son úr sölum Alþingis. Hann á þar ekkert erindi. Aage Berléme á ekki rétt á neinum fulltrúa þar. — Burt með hann. X. InternationaSe Ungra Kommunista. Styrjöldin mikla hefir orsakað það að stéttaskiftingin hefir aukist í öll- um auðvaldsríkjum heimsins. Bar- áttan milli kúgaranna og hinna kúg- uðu hefir orðið yfirgripsmeiri og hvassari. Sanna það best hin tiðu verkföll, allsherjarverföll, kröfugöngur og uppþot á siðustu árum. Sléttabaráttan hefir náð hástigi sínu. Heimsbyltingin er að nálgast. Samtök verkamanna verða æ öfl- ugri. Einnig hinir ungu verkamenn seni hafa fengið að kenna á þrælasvipu auðvaldsins, hinir ungu verkamenn sem verða að þræla erfiðisvinnu sól- arhringinn i gegn, hinir ungu verka- menn sem ekki hafa getað aflað sér mentunar vegna fátæktar — orsakir hins ranga þjóðskipulags. Einnig þedr hafa bundist samtökum. peir liafa stofnað með sér alþjóða- samband — „Internationale ungra kommúnista“. Samband þetta sem risið er upp af rústum alþjóðasambands hægri jafn- aðarmanna, hefir sagt auðvaldinu strið á hendur. „Internationale ungra Kommún- ista“ er ekki gamalt, — var stofnað árið 1920. Samt telur það miljónir ungra kommúnista í öllum löndum heimsins. Miljónir ungra áhugasamra kommúnista hafa ákveðið að berjast við hlið eldri fclaga sinna, miskunn- arlausri baráttu gegn hinu rikjandi

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.