Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 alsómi sérhvers einstaks manns og sér- hverrar þjóðar að standa og verjast sem lengst og falla við sem allra frægastan orðstir. Og það gerir sérhver þjóð, sem al- eflir alla sína góðu hæflleika og ver sig drengilega með vopnum sínum. Vór get- um nú líklegast aldrei varið oss með iík- amlegum vopnum eða ófriði. En með and- legum vopnum og líkamlegum friðarstörf- um getum vér það fetta gera Suðurjótar og Finnar. Peir rækta iöndin sín, þeir eíla búin sín og þeir manna sig af öllum kröftum og eru vel samtaka í því. Þeir elska mál sín, sögu sína og bókmentir heitar en nokkru sinni áður. fað er, finst mór, eins og útlenda harðstjórnin, sem þeir eiga að búa við, hafi kent þeim að meta frelsið og sjálf- stæðið og vera vakandi. Alveg eins og sulturinn kennir oss að meta matinn rétt og gerir oss viijugu til að vinna fyrir hon- um. fessar smáþjóðir verja svona þjóðerni sitt, eins og eg drap á. Og svona skuium vér lika verja vort þjóðerni, tungu og þjóðment- ir allar, sleppa engu af því, láta aldrei und- an. „Vera trúir alt til dauðans við ætt- jörð, ástvini og trúbrögð." Trúir í stóru og smáu. Pví meiri sjálfstjórn, þess stærri sjálfsfórn. Deyi þvílíkar þjóðir, þá deyja þær dýrð- ardauða písiarvættisins, og hann gerir þær ódauðlegar og sælar um leið. — „Loksins hallar heims að kveldi,“ og fyr eða síðar ferst vor kæra jörð eða verð- óbyggileg auðn. Pá, ef ekki fyrri, falla stórþjóðirnar, deyja kerlingardauða, og ef til vill smánardauða, ef þær hafa þjóðar- morð á samviskunni, Að minsta kosti eru þær, hvernig svo sem fer, engu betur farnar en smáþjóðirnar. Smáþjóðirn- ar eiga sér framtíð engu síður en stór- þjóðirnar. Mikið og margt er ætlunarverk æskunn- ar. En ekki má ætlast til, að hvert ein- stakt ungmennafélag taki margt í einu. Það er bara til ílls að hafa of margt í takinu. En öll ættu þau að vera sam- huga um þrent: Þjóðrœkni, siðlœtur (t. d. bindindi) og trúrœkni. G. H. Skíðabók. —:o:— Sambandsstjóri Felgi Valtýsson vinnur nú að því í tómstundum sínum að semja all ítarlega bók um skíðafar og alt, er að því litur. Er búist við, að hún komi út seint í vetur. Verða í henni margar ágæt- ar myndir til skýringar efninu. Teija má víst, að sambandsstjórn styrki útgáfu bókar þessarar, sem eflaust verður nokkuð dýr, þótt höfundur ætli sér engin verkalaun. Pappír þarf að vera góður, upp- lagið mikið t. d. 2000, og inyndirdýrar, er kaupa skal eða leigja. Sambandstjórn getur tæplega unnið ann- að verk þarfara en að flýta fyrir bók þess- ari á allan hátt. — Skíðaáhugi þýtur yfir landið eins og sterkur fjallvindur, frískur og svalur; ungmennafélög Reykjavikur hafa ráðist í það þrekvirki að „húa til“ skíða- braut; ungmennafélög út um sveitir panta. sér skíði, — en alla tilsögn og leiðbeiningar vantar aigerlega! Úr þessu er nú verið að reyna að bæta. En það er verk mikið, þar eð sama sem ekkert er um það efni ritað á íslensku, og verður því að sækja alt það, er skortir á eigin reynslu og þekkingu, til útlanda. Bók þessi verður líklega alt að 100 bl.s. í stóru broti. Ký félög*. Nýlega eru gengin í sainband U. M. F. í. félög þessi: U. M. F. „Valur“, Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og U. M. F. Mjóa- fjarðar, Suður-Múlasýslu. — Sambandsstjórn óskar félög þessi velkominn í hópinn!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.