Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 1
SKINFAXI. 2. TBL. HAE'NARFIRÐI, NOYEMBER 1909. I. ARGr. Ætlunarverk ungmennafélaganna. Efni : 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plöntu- rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trú- rækni. 7. Frelsi. 8. Skemtanir. 2. Þjóðrækni. I. „Yér ættum miklu betur en hingað til að vekja tilfinning iýðsins fyiir sögu vorri og bókmentum og fornum „kultur", sem lýsir séi- í ótalmörgu, í fornum þjóðsögnum og kvæðum og fornum söng, i veiklegu listasmíði, útskurði, útsaumi, silfursmíði og öðrum iistaiðnaði, sem útlendir dást að, en sem því miður er að kulna út og hverfa í landinu sjálfu. Yér þurfum oftar í blöð- um og ritum með samkomum og öðru að minnast tillidaga þjóðaiinnar og þeirra fram- liðnu merkismanna, sem gert hafa landinu gagn og sóma; slíkt' gera aðrar þjóðir, en vér sjaldan eða aldrei!" (Þ. Thoroddsen. Andvari 1907. s. 47.) IJessi gullvægu orð vors mikla vísinda- manns ættum vér að leggja á hjartað, og ungmennafélögin ættu ekki síst að gera það. J?ar er rninnst á þjóðiega fornfræði vora, þjóðlegar listir, og þjóðskörunga minn- ing. Og þetta ait ætti öllum iandsmönn- um að þykja vænt um. Og til dæmis ætti á ungmennafundum ætíð að tala um einn eða fleiri merkismenn, sem mest hafa verið landinu til gagns og sóma. Og só ekki liægt að tala um þá, svo skal lesa hátt sögur um þá. Mest skal meta málið af öllu þjóðlegu. Bita og_ tala fallega, jjósa og hreina ís- lensku, varast, útlend orð og útlenda orða- skipan. Og að minsta kosti ætti enginn lengur að gei-a það að gamni sínu að blanda mál sitt með útiendum orðum. Leggja rækt við íslenskar bókmentir. f’ær eru að verða fjölhæfari og margbreyttari. Og skáldskapinn þurfum vór varla lengi hór eftir að sækja til útlanda. Kaupa mest og lesa íslenskar bækur. Sú var tiðin, að fátt var af islenskum fræði- bókum, nema fornsögunum. fá vorum vér neyddir til að lesa útlendar fræðibæk- ur. Nú fjölgar góðum íslenskum fræði- bókum með ári hverju. Læra að skiJja móðnrmálið. Byija á ál- menna ritmálinu. Skilja það ekki allir? Nei, því er miður! Fjöldamörg orð í fræði- bókum vorum skilur almenningur ekki. í Helgakveri eru víst 60 svona þungskilin orð. Læra að skilja slcáldamálið! Þar er þó langflest af þungskiidum orðum. Til dæm- is í Bjarna, Gröndai, Grími, Steingrími og fleiri skáldum. Og lika í Jónasi sjálfum. í þjóðsöngunum sjálfum, já í „Eldgamla ísafold" koma fyrir orð, sem margt fólk skilur ekki, t. d. „mögum,“ „gumar“ og fleiri. Og þó er ái íðandi að skilja þessi og mörg önnur skáldaorð, ef maður vill heita og vera mentaður. Skilja þau vel, áður en niaður fer að fást, við útlend mál! Og sannarlega er meiri menning í að kimna og slcilja úrvalskvæði þessara og ann- ara skálda vorra, en að þyija í belg og biðu þetta útlenda rómanarusl. Og samt er enn þá meiri menning í að elska þessi kvæði og Jifa eftir ]>eim. Ung-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.