Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 frændur okkar við suðurtakmörk Norðurlanda eiga við að etja. Þeir eru herskyldir sem aðrir þýzkir ríkisborg- arar, og það er hverfulum yfirvöldum þeirra háð, hvert þeim verður skipað að' beina byssum sínum, ef til styrj- aldar drægi, ef til vill gegn eigin föðurlandi. Dönsku má aðeins tala á dönsku heimili, svo að börnin verða að nema og tala tvö tungumál. Danskir skólar eru að vísu allmargir í Suður-Slésvík — þeir eru styrktir af danska ríkinu — en próf frá þeim eru ekki viðurkennd af Þjóð- verjum. Dani í þjónustu þýzks atvinnurekanda getur ekki látið börn sín í danskan skóla, vilj i hann halda sátt og samlyndi við vinnuveitanda sinn. Þannig mætti lengi telja. Störfum mótsins var þannig háttað, að árdegis var farið um nágrenni dvalarstaðanna. Voru þá heimsóttir skólar, skoðuð söfn, kirkjur, fornar hallir, verksmiðjur og búgarðar. Þá var komið á fjölda sögustaða og m. a. skoðaðar minjar frá orrustunum 1864. Hæst þeirra minja gnæfir myllan í Ðybböl sem tákn um óbugandi þrek þeirra, sem börðust fyrir frelsi ættjarðar sinnar. Þá sáum við rústir hins forna Heiðabæjar, siglt var um Slien, skammt norðan við Kiel, en þar eru hin landfræði- legu og þjóðernislegu suðurtakmörk Norðurlanda. I öllum þessum ferðum voru flutt erindi, frásagnir og skýringar, sem brugðu skæru ljósi yfir söguna og hinn ótvíræða sögulega rétt Suður-Slésvíkur til að sameinast gömlu Danmörku aftur. Um miðjan daginn var frjáls tími, sem hver og einn gat notað að vild. En síðdegis voru haldin erindi, aðal- lega um áðurnefnt efni. Að þeim loknum voru fyrir- spurnir og umræður. Af einstökum fyrirlesurum má nefna rithöfundinn Jörgen Bukdahl og Hermann Claus- en, fyrrverandi fulltrúa á sambandsþinginu í Bonn. Á kvöldin voru svo samkomur eða kvöldvökur til skemmtunar og fróðleiks. Þær voru með ýmsu sniði og var ávallt til þeirra hlakkað. Á fyrstu samkomunni fluttf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.