Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 8
Gott starf á Ströndum í sumar Rætt við Ingimund Ingimundarson, sem var framkvæmdastjóri HSS Ingimundur Ingimundarson íþrótta- kennari starfaði hjá Héraðssambandi Strandamanna í sumar að félags- og í- þróttamálum. Ingimundur er Stranda- maður að ætt. Hann er fjölhæfur og vel þekktur íþróttamaður í röðum ung- mennafélaga. Um árabil hefur hann ver- ið starfandi kennari á Sauðárkróki og hefur starfað hjá Ungmennasambandi Skagafjarðar á sumrin hin síðari ár. Skin- faxi frétti af líflegu starfi í sumar á Ströndum norður og náði tali af Ingi- mundi í lok starfstíma hans hjá HSS, en hann starfaði þar sumarmánuðina júní- september. — Eg byrjaði á því að undirbúa hér- aðsþing IISS, sagði Ingimundur, — og það var haldið hinn 16. júní. Þjálfun sumarsins var strax skipulögð og mót ákveðin. — Kenndirðu á mörgum stöðum? — Æfingar voru á sex stöðum í hér- aðinu. Aðstaða er mjög misjöfn til í- þróttaæfinga og óvíða góð. Aðeins ein lögleg sundlaug til keppni er á svæðinu, þ. e. á Klúku í Bjarnarfirði, en allgóður íþróttavöllur er við Sævang og þar eru háð frjálsíþrótta- og knattspyrnumót. I félagsheimilinu á Laugarhóli má nota samkomusalinn sem íþróttasal. — Er ungt fólk og áhugi fyrir hendi? — Já, það er mikið af ungu fólki á Ströndum og áhugi þess reyndist mjög góður. Æfingar voru vel sóttar, og það voru um 200 keþpendur á mótum sum- arsins hjá okkur sem er hreint ekki lítið í frekar fámennu héraði. — Það hafa stundum komið góðir sundmenn af Ströndum. — Það er rétt, en undanfarið hefur verið lægð í sundinu. Héraðsmót í sundi hafði fallið niður tvö síðastliðin ár, en nú var það endurvakið í sumar með á- gætri þátttöku. I stigakeppninni sigraði Umf. Leifur heppni í Árneshreppi, nyrstu sveit sem er í byggð á Ströndum. Þar er aðeins lítil sundlaug, 12,5 m., í Kross- nesi, og við hana verður unga fólkið að notast til æfinga, og árangurinn er undra- verður. — Er ekki góður efniviður í fleiri greinum? 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.