Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1996, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.02.1996, Qupperneq 14
Sigurður Jónsson og félagar hans í knattspyrnuliði ÍA hafa verið andlit Skagamanna út á við í íþróttaheiminum síðastliðin ár. Það verður hins vegar meira um að vera á afmælisári ÍA en knattspyrna. Íþróttalífið hefur svo sannarlega blómstrað á Skaganum undanfarin ár. Körfuboltinn er á mikilli uppleið og á knattspyrnuvellinum stendur ekkert bæjarfélag sig betur. Þrátt fyrir að alltaf fari mikið fyrir íþróttaliðum af Skaganum verður árið 1996 sérstaklega áberandi þar sem Iþróttabandalag Akraness heldur í ár upp á 50 ára afmæli sitt. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti og er undirbúningur nú þegar hafin að eftirminnilegu ári. 14 Skinfaxi Hestamenn úr hestaíþróttadeild Dreyra hafa ákveðið að halda 50 ára afmælismót ÍA þann 11. maí. Esso-mót Sundfélags Akraness verður haldið í lok maí og ekki má gleyma íþróttasögu- sýningunni sem opnuð verður í íþrótta- miðstöðinni Jaðarsbökkum þann sama mánuð. Þegar líða tekur á sumarið hefjast útiverkefnin. Landsbankamót 5. flokks drengja verður haldið í júní og UMF Skipaskagi mun standa fyrir hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ. Þann 23. júní verður Jónsmessuganga á Akrafjall þar sem almenningur getur tekið þátt. Tvö önnur knattspyrnumót fyrir unga keppendur verða haldinn í júní og ágúst og er fyrst um að ræða LOTTO-mót 7. flokks sem hefst þann 19. júní og svo Fanta-mót 6. flokks drengja sem hefst þann 16. ágúst. Að sjálfsögðu verður margt annað að gerast hjá IA á árinu og munum við hjá Skinfaxa fylgjast vel með félaginu á 50 ára afmæli þeirra.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.