Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 13
A toppnum, Hvitserk ber viö sjomr göngumanns í ár, ekki síður en í fyrra, og erum við mjög ánægðir með viðtökurnar. Við sendum bréf til fjölda ferðaþjónustuaðila, til upplýsingamið- stöðva um allt land og til allra þjónustumið- stöðva UMFI sem svo áframsendu það til allra héraðssambanda og félaga. Því næst ók ég hringinn og reyndi að hafa tal af sem flestum sem eru að halda úti þessum gönguleiðum svo og þeim sem sýndu verkefninu áhuga,“ sagði Helgi og bætti því við að leiðabókinni verði dreift um allt land ásamt því að veggspjöldum verðurkomið upp. „Einnig verður verkefnið vel auglýst á heimasíðunni okkar sem og í blöðum og útvarpi," sagði Helgi. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um verkefnið er bent á vefslóðina www.ganga.is. ÓDÝRASTA OG BESTA LÍKAMSRÆKTIM SEM TIL ER „Ég hvet fólk til þess að reima á sig skóna og taka þátt í verkefninu með því að ganga ein- hverjar af þeim fjölmörgu leiðum sem eru í verkefninu. Sá útbúnaður sem dugir til að ganga þessar leiðir kostar ekki mikið. Það er ekki nauðsynlegt að eiga fullkominn göngubúnað en kannski verður þátttaka í þessu verkefni til þess að fólk tekur þátt í lengri göngu sem þá krefst kannski betri búnaðar. Það ættu flestir að geta fundið leiðir við sitt hæft í bókinni og rétt er að benda á að sumar af þessum leiðum eru greið- færar fyrir hjólastóla, m.a. malbikaður stígur frá Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli upp að Skaftafellsjökli.“ Gönguleiðimar í verkefninu eru allar örugg- ar og margt markvert að skoða á leiðunum. „Allar þær leiðir sem við bjóðum upp á eru öruggar og vel merktar. Upplýsingar eru við hverja leið og eins er hægt að fá göngukort af mörgum þeirra. Þá eru margar tengdar þekktum stöðum og ýmsan fróðleik er þannig hægt að fá í smá göngutúr. Allar leiðirnar er hægt að fara án leiðsögumanns," sagði Helgi sem sagði verkefnið fyrst og fremst vera hugsað yfir sumartímann en þó væri hægt að ganga margar leiðanna yftr vetrartímann en þá kannski ekki hægt að treysta á stikur eða skýra stíga.“ SJÁUM MUN Á FERRÐAMANNASTREYMI Helgi er bjartsýnn á árangur verkefnisins og að það takist að fá fleira fólk til að ganga. „Verk- efnið fékk mjög góðar viðtökur og það var reglulega gaman að fara um og safna saman nýjum leiðum í bókina því flestir könnuðust við verkefnið frá því í fyrra og höfðu trú á því. Það segir okkur að UMFI er á réttri braut með þetta verkefni því það er í fullu gildi ennþá sem sagt var fyrir löngu: „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þetta á við enn og þeir sem ganga sér til heilsubótar eru svo sannarlega í þessum flokki." Hvenær fer svo verkefnið fornilega af stað í sumar? „Nákvæm dagsetning er ekki komin en það verður seinni hluta júnímánaðar. Við eigum eftir að hnýta örfáa hnúta en við reynum að láta vel í okkur heyra þegar að því kemur,“ sagði Helgi sem á varla eftir að fara úr göngu- skónurn í sumar. En eru gönguleiðirnar miðaðar við sveitirnar eða eru einhverjar gönguleiðir í bókinni sem eru á höfuðborgasvæðinu? „Það eru nokkuð margar leiðir á höfuðborgarsvæðinu, bæði í Reykjavík og í nágrannasveitafélögunum. Eins eru margar leiðir sem tengjast þéttbýli víðsvegar um land, bæði innanbæjar og eins leiðir sem byrja t.d. á tjaldstæðum bæjanna. Flestar leið- imar eru þó „úti í sveit“ og þær liggja þá gjaman að einhverjum markverðum stöðum svo sem fossum, giljum, hólum, útsýnisstöðum, sögu- stöðum eða öðru sem áhugavert er að kynnast. Við viljum líka gjaman með þessu verkefni að fólk nái að kynnast betur landinu okkar því víða leynast náttúruperlur sem okkur sést yfir ef við emm á hraðferð í bílnum.“ HLUTI AF STÆRRA VERKEFNI Göngum um ísland er í raun hluti af stærra verkefni, ekki satt? „Jú, Ungmennafélag fslands hefur til fjölda ára verið nteð Göngudag fjölskyldunnar einu sinni á ári. Fjölskyldan á fjallið er verkefni sem Umhverftsnefnd UMFÍ hóf í fyrra og hún fékk pláss í bókinni hjá okkur þá og verður áfram með í ár. Þar tilnefna flest héraðssamböndin áhugavert fjall á sínu svæði til að ganga á. A döfinni er að hvetja grunnskóla í landinu til að fá börn til að hreyfa sig meira og hugmyndin er að auka fræðslu unt útiveru og göngu meira hjá félaginu og svo munum við reyna að bæta inn fróðleik um göngu á heimasíðuna www.ganga.is," sagði Helgi. „Það er líka ánægju- legt að Ferðamálaráð hefur haftð skráningu á öllum þekktum gönguleiðum í landinu og verður gott samstarf milli þessa verk- efnis og þeirra vinnu. Þeir skrá því allar gönguleiðir yftr 2ja tíma langar. Er ætlunin að þær leiðir komi inn á www.ganga.is og verði þannig aðgengilegar fyrir alla. Þetta er mikið verk sem vonandi verður komið vel á veg fyrir næsta sumar.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.