Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 20
okkar þjóðfélagi og álitið á ísl. sjómanna- stétt, þegar Markús Bjarnason skólastjóri tók til starfa til viðreisnar íslenzkri sjómanna- stétt. Markús var hvorki danasleikja né dana- hatari. Hann viðurkenndi yfirburði Dana í stjórnsemi, reglusemi og þrifnaði og tók það til fyrirmyndar. Hann þekkti áhuga, dugnað og fróðleiksfýsn landa sinna í sjómannastétt og notaði þessa þekkingu út í æsar. Hann stóð manna bezt að vígi í umbótastarfinu, á sumr- um sem skipstjóri og á veturna sem kennari í bóklegum sjómannafræðum og verklegum vinnubrögðum við seglasaum og annað er ung- ir menn þurftu að læra, er verða vildu yfir- menn á íslenzkum skipum. Aðalerfiðleikarnir, sem þurfti að yfirvinna voru tvennskonar: 1. Yantrú útgerðarmanna á bóklegri og verk- legri sjómannafræði, þeirra, er fela átti stjórn íslenzku fiskiskipanna. 2. Að fá íslenzku sjómennina til þess að hafa trú á sjálfum sér og bera virðingu fyrir störfum sínum — fá þá til að skilja, að þau væru eins virðingarverð og störf annara manna í þjóðfélaginu. Það væri mest kom- ið undir þeim sjálfum sem sjóinn stunduðu, hvert álit þjóðin fengi á þeim og starfsemi þeirra. Það er ekki rúm til þess að skýra þessi mál hér, um þau mætti skrifa heilar bækur. Hins má geta sem full sannað er, að um aldamótin síðustu, þegar Markús féll frá, naut íslenzka sjómannastéttin fullrar virðingar í samanburði við aðrar stéttir hér á landi. íslendingarnir hofðu með öllu tekið yfirhöndina við stjórn. ina á íslenzkum fiskiskipunum. Fiskiveiðar á verzlunarskipunum voru horfnar. — Danskir menn voru ekki lengur til, sem skipstjórar á íslenzkum fiskiskipum. Margir hinna íslenz'ku yfirmanna, voru fyrirmyndarmenn í reglusemi, stjórnsemi og þrifnaði. íslenzki fiskiflotinn óx og efldist undir stjórn þeirra og útgerðinni farnaðist vel og var á heilbrigðu framfara skeiði, landi og lýð til heilla og blessunar. Hvaða álit sjómenn voru þá farnir að hafa á sjálfum sér, má ef til vill nokkuð marka af um- mælum Gröndals um Reykjavíkurlífið um aldamótin. Hann segir þar m. a.: „Þar kemur nú einn hópurinn með reglu^ stikur og teikniborð, og kortarollur svo lang- ar að þær ná yfir þvera götuna — það eru skipstjóraefni frá Stýrimannaskólanum, allir þrútnir af matematik og hugsandi um „póli- hæðina“, þeir heilsa ekki, þeir vita hverjir þeir eru kallarnir, þeir eru tvö ár á skólanum og eru þá útlærðir og fá jafn há laun og héraðs- læknirinn og hærri en aukalæknirinn, sem hafa verið 12 ár að læra“. Markús Bjarnason var samvizkusamur em- bættismaður, sem ekki vildi vamm sitt vita á nokkurn hátt, en hann var ekki aðeins vandur að virðingu sinni, hann var einnig vandur að virðingu nemenda sinna og skipverja. Hann var kröfuharður og þoldi engan heigulshátt, en jafnframt réttsýnn og sanngjarn, ef máls- bætur voru. Ég held að enginn einn maður hafi átt eins mikinn þátt í því, að hefja íslenzka sjómanna- stétt til vegs og virðingar, sem Markús Bjarna- son, skólastjóri. Hann ávann sér traust og virðingu samborgara sinna, og því meiri sem árin liðu og reynslan sýndi heillavænlega á- vexti af störfum hans. Markús var kvæntur og hét hona hans Björg Jónsdóttir. Þau áttu einn son, sem enn er á lífi — Sigurjón — nú fulltrúa í Stjórnarráð- inu hér, sem jafnframt hefir á hendi skrásetn- ingu íslenzkra skipa og vinnur með því að framförum islenzkra útvegsmála, þótt í smærri mæli sé, en faðir hans gerði. Markús andaðist 18. júní 1900, aðeins 51 árs að aldri. Hann var jarðsettur 7. júlí að við- stöddu margmenni, með alla helztu embættis. menn landsins í broddi fylkingar. Við andlát hans voru ort mörg ljóð og fylgja hér nokkur erindi, er benda til þess álits er hann naut hjá samborgurum sínum og öðrum landsmönnum: Nú hættu hvítu að falda og hljóðna mararalda. Gi'át vænsta vininn þinn. Yor ættjörð er í sárum, og okkai' hyggð í tárum, og grætur óska-soninn sinn. VÍKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.