Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 16
ur komið henni upp. Á Akureyri var þá engin bryggj a. Bátarnir, sem komu úr landi, voru og víða mjög litlir og lélegir. Unnið var nær ein- göngu á daginn við að ferma og afferma, en ef um það var að ræða að unnið væri á kvöldin eða næturnar, eða á helgidögum fengum við skips- menn 33 aura á klukkustund fyrir yfirvinnuna. Það þætti ekki mikið nú. Á haustin var farið í kjötferð og vorum við venjulega um mánuð í þeirri ferð. Við tókum kjötið á smærri höfnum og söfnuðum því sam- an, en fluttum það síðan yfir í stærri skip á aðalhöfnunum. Var oft erfitt í þeim ferðum og allar smáhafnir teknar með. Einkum var lengi verið að afgreiða hafnirnar við Húnaflóa. Eins og nærri má geta var oft margt um manninn á skipinu. Ferðir voru svo strjálar að farþegar urðu oft margir. Gott var fyrir far- þega að vera á 1. farrými, það sem það náði. Annað farrými var líka sæmilegt, en oft kom- ust ekki svipað því allir í farrýmin og var fólki þá þrengt saman hvar sem hægt var að koma því. Einu sinni á hverju sumri fluttum við holds- veikt fólk til sjúkrahússins á Laugarnesi. Kom það á viðkomuhafnir okkar á tilteknum tíma og var útbúið fyrir þetta fólk sérstakt far- rýrni frammi á skipinu. Var sjúklingunum að öllu leyti haldið aðskildum frá öðrum. Eins og kunnugt er, er þessi sjúkdómur nú horfinn í landinu og mun vera því að þakka hve vel var gengið fram í að safna sjúklingum saman á sjúkrahúsið syðra. Sambúð Dana og Islendinga á skipinu var góð. Eg man ekki eftir neinum árekstrum þann tíma sem ég var á „Skálholti“. Þó var selt vín um borð með vægu verði og mikið drukkið. Tal- að var um að árekstrar hefðu orðið á „Hólum“ út af óreglu farþega. Greinar komu stundum í blöðunum út af að- búnaði á þessum litlu strandferðaskipum, en sú afsökun er í því efni, að skipin voru alltof lítil til að geta annað þeim miklu flutningum af fólki og varningi, sem ætlast var til. Aðbúnaður okkar skipsmannanna var sæmi- legur, en allir voru þeir útlendir nema að venju- lega voru einn eða tveir íslendingar um borð. f nóvember fór Skálholt út og hætti við strandferðirnar. Var á veturna farið í ýmsar ferðir, til Noregs, íslands eða Þýskalands. Milli landaskipin önnuðust það sem var af strand- ferðum á veturna, en þau fóru alls ekki á smærri hafnirnar. Skip Sameinaða fyrir og um aldamótin voru aðallega þau Vesta, Thyra og Ceres auk Lauru, sem fór aðallega milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Ég var á „Skálholti“ til jóla árið 1900, en fór þó á stýrimannaskólann í Bogö í Danmörku og var þar til í maí 1902. Þá vantaði mig að- eins 4 mánuði á þann siglingatíma, ó ár, sem þurfti til að fá skipstóraréttindi og fór ég þá til Hamborgar og réði mig á seglskipið Elise Hoy, sem var 35 ára gömul brigg. Hófst þá erfiðasti kaflinn í allri minni sjómennsku og má heita undur, að henni skyldi ekki ljúka þar að fullu og öllu. Við fórum með sykur til St. Johns á New Foundland, þaðan til Labrador og var þar fisk- að í skipið. Svo lögðum við á stað til Genua og vorum við 36 daga á leiðinni. Þegar við höfð- um siglt í 6 daga lentum við í aftaka veðri og varð skipið lekt. Sigldum við með neyðar- flaggi í 4 sólarhringa. Við sáum skip, en þau gátu ekkert gert okkur til bjargar fyrir ofviðr- inu. Við tókum það til bragðs að kasta fyrir borð hluta af farminum og unnum ósleitilega við dælurnar í 4 klst., en sváfum í tvær klst. til skiftis. Stóð þetta í 29 sólarhringa. Við lensuðum sex sólarhringa undan veðrinu bara fyrir reiðanum og bjuggumst við því á hverri stundu að sökkva, en svo fór veðrinu að slota, en alltaí meðbyr upp að Gíbraltar-sundinu. Skipverjar voru allir þýzkir nema skipstjóri og stýrimaður, sem voru danskir. Stýrimaður inn þoldi ekki vosið á leiðinni og tók ég við starfi hans. Eftir alla hrakningana lcomumst við loks rétt fyrir jól til Genua. En þegar kom í höfn þar vorum við strax reknir burt af yfirvöldunum, því farmurinn var úldinn og var ekki annað að gera en sigla burt úr höfninni og kasta því sem eftir var fyrir borð. Gerðum við það og fengum þá að koma í höfnina. Nú vildi ég gjarnan sleppa af skipinu, því að nú var ég búinn að fá nógu langan siglingatíma, en við það var ekki komandi. Það mátti ekki af- skrá neina skipsmenn, nema í þeirri höfn, sem þeir höfðu verið skráðir á skipið. Skipstjórinn neitaði því algjörlega að sleppa mér og við það sat. Eftir að við höfðum farið í slipp í Genúa, lögðum við á stað seinast í janúar til Portúgal og tókum þar saltfarm, sem átti að fara til Kalmar í Svíþjóð. En þegar við áttum að leggja af stað kom í ljós að skipið var mjög lekt og neituðum við skipverjar að fara með því. Skipstjóri fekk nú danskan konsúl á staðn- um í lið með sér og kom hann að kvöldi og inn- siglaði dælurnar. Síðan kom hann um morgun- inn til að mæla, hvað vatnið í skipinu hafði hækkað um nóttina. Mældist honum vatnið vera 4 þumlungar en raunverulega var það 18 þuml- ungar. Konsúllinn rak nefnilega mælikvarðann með vilja ekki í botn og svo vorum við drifnir VÍKINGUR 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.