Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 10
Núfíma fogarar \ Hafa Islendingar efni á að eignast togara? Gísli Halldórsson, verkfræðingur, er nýkom- inn heim frá Bandaríkjunum, en þar dvaldist hann um tveg'g.ja mánaða skeið til þess að kynna sér ýmis konar nýjungar í tækni. Meðal annars kynnti Gísli sér möguleika fyr- ir því að fá smíðaða togara í Bandaríkj unum, og kom hann með tilboð frá þremur skipa- smíðastöðvum í slíka togara, er sérstakir upp- drættir voru gerðir að, með tilliti til íslenzkra staðhátta. Teikningar og tilboð frá þessum þremur skipasmíðastöðvum hafa legið til athugunar hjá Nýbyggingarráði og hjá teikninganefnd þeirri, sem kosin var til þess að athuga, hvernig fyrir- komulag skyldi vera á nýtízku botnvörpungum. Ennfremur hefir stjórn Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda haft tilboðin til athugunar, en þeirri athugun er ekki enn lokið. Loks hefur Gísli gert uppdrátt að togara, sem er nokkru stærri en togarar þeir, sem boðnir eru, og með talsvert öðru fyrirkomulagi á inn- réttingu og lestum, en með sams konar véla- útbúnaði og svipuðum línum í bol, nema hyað dýpt og lengd er meiri. Er togari þessi hugsaður með sams konar útbúnaði að öðru leyti og hinir amerísku togarar, en verð þeirra skipa, sem tilboðin eru gerð í, er 2G,—B mill.j. kr. Má því gera sér nokkra hugmynd um, hvað verð hans muni vera. Birtir Víkingur hér uppdrætti að þeim togara. Hvenær eignumst vér svona slcip ? 50 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.