Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 17
K T I N N I Má ég bjóða yður handlegg minn, sagði kurteis trúboði við konu höfð- ingjans inn í miðri Afríku. Nei, takk, ég er í grænmetinu. • Sigga litla við mömmu sína: Ég hef enga trú á því að djöfullinn sé til. Það er ábyggilega með hann eins og jólasveininn, það kemur í Ijós að það er bara hann pabbi. Þekkirðu nokkurn mállausan bílstjóra, sem gæti ekið fyrir mig smá-partýi. Nú á tímum eru ungir menn ragir við að ganga í hjónabandið og hálf- hræddir við að stofna heimili, sagði Jón gamli. Það var nú eitthvað annað í mínu ungdæmi. Áður en ég kvænt- ist vissi ég ekki einu sinni hvað hræðsla var! Maður nokkur kom of seint í sam- kvæmi og settist í autt sæti rétt hjá gæsinni, sem húsbóndinn var að skera. Ojæja, sagði hann, ekki er nú verra að setjast hjá gæsinni. í því leit hann til hliðar og sá að frú nokkur sat við hlið honum. í fát- inu, sem á hann kom sagði hann: Af- *sakið frú. Ég átti auðvitað við þá steiktu. Það bregzt varla að um leið og hurð lokast fyrir manni, þá opnast önnur leið. En það er nú meinið að okkur verður svo starsýnt á hurðina, sem lokaðist að við komum ekki auga á þá, sem opnaðist. • Akið þér bíl? spurði tryggingamað- urinn mann nokkurn, sem vildi líf- tryggja sig. Nei, fljúgið þér flugvél? Nei. Því miður, við erum hættir að tryggja gangandi fólk. • Af hverju sagði kærastan þér upp? Hún reiddist þegar ég sagði henni að sokkarnir hennar væru krumpnir. Ha? Hún var ekki í neinum sokkum! • Mannsheilinn er undursamlegt líf- færi. Hann tekur til ,starfa strax og maður fæðist, og hættir ekki fyrr en maður stendur upp til að halda ræðu. Eftir þvi sem ég kemst næst, vilja þeir kaupa af okkur draslið, til þess að setja forngripasafn hjá sér. Lögregluþjónn rakst seint um kvöld á drukkinn mann, sem hallaði sér upp að girðingu við Tjarnargötuna og starði án afláts út á Tjörnina. Hvaða ljós er þarna út í Tjörninni? Það er tunglið, svaraði lögregluþjónninn. Tunglið, hrópaði sá drukkni. Hvað er ég eiginlega að gera hér uppi! • Þegar stjórnmálamaður segir: „Við erum öll í sama báti“, þá skaltu vera vel á verði. Það getur þýtt að hann sé skipstjórinn og að þú eigir að róa. • Sigurður settist áhyggjufullur við barinn. Heyrðu, þjónn, segðu mér í trúnaði, var ég hér í gærkveldi. Ekki laust við það, svaraði þjónninn bros- andi. Það mátti nú sjá minna. Eyddi ég miklum peningum? Ja, ég gæti trú- að að þú hafir verið 500 kallinum fá- tækari, þegar þú fórst út. Áhyggju- svipur hvarf af andliti Sigurðar. Guði sé lof. Ég hélt nefnilega að ég hefði týnt 500 krónum. • Tvær eldri konur tók sér fari með flugvél. Strax og flugvélin var komin á loft kölluðu þær á flugþernuna. Viltu biðja flugmanninn frá okkur að fljúga ekki hraðar en hljóðið. Okkur langar til að tala saman á leiðinni. • Brezkur prófessor festi eitt sinn svohljóðandi tilkynningu i kennslu- stofuna: Ég hef þann heiður að til- kynna yður að ég hef verið skipaður líflæknir hennar hátignar drottning- arinnar. í næsta kennsluhléi bætti einn nemandinn við á miðann: God save the Queen! VÍKINGUR 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.