Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1959, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1959, Blaðsíða 1
Efnisyfirlit Bls. Orustan við Salamis ........ 250 Heimsókn í Bremen .......... 252 Henry Hálfdánsson Landnám í eyðimörk ......... 259 Mesti kafbátaskelfir allra tíma . 260 Guðm. Jensson. Nútímafólk syngur ekki ....... 262 Bertrand Russel. ísbrjóturinn Lenin ........... 266 Öryggið á sjónum ............. 267 Heimshöfin sjö ............... 268 Flotvörpur ................... 270 Frá landsbyggðinni ........... 271 Farmennska og fiskveiðar ..... 274 Sitt af hverju ............... 276 Þegar maður er barn .......... 278 Sæmundur Dúason. --' Frívaktin .................... 282 M.b. Svanur ferst ............ 285 Forsíðumyndin ................ 284 Mannúðarhjal ................. 288 Sigurjón Einarsson. 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Sj ómannablaðiö VÍKINGUR Útgefandl: F. F. S. í. Rltstjórl Halldór Jónsson. Ritnefnd: Egill Hjörvar, Þor- kell Sigurffsson, Geir Ólafsson, Henry Hálfdánsson, Jónas Guðmundsson, Guð- bjartur Ólafsson, Theodór Gíslason, Páll Þorbjörnsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuðl og kostar árgangurinn 80 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur". Pósthólf 425. Reykjavík. Simi 1 56 53. Prentað í ísafoldarprentsm. Sjómannahlaðið VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og Fiskimannasamband fslands Ritstjóri Halldór Jónsson XXI. árgangur Jólin 1959 11» -12. tölublað Stefán frá Hvítadal: Jólin nálgast Rennur um rökkurslóð rjúkandi hvítafjúk. Hnípinn ég heima sit hljóður við daufa glóð. Lán mitt er sífellt svalt svalt einsog rökkrið kalt, kaldlynt og voðavalt, valt einsog lífið allt. Sending er samt í nánd: sólhvörf og bráðum jól. Gleði og geislabrot geymd skulu handa þeim. Flyt þeim minn ceskuóð, örva mitt kyrra blóð, skara í gamla glóð, gleymast þá veðurhljóð. Jólin mér eru enn ylur. Ég hlakka til, kveikt verða kertaljós, kólgan er burt um jól. I heiðloftin björt og blá barnshugir glaðir ná. Herskarar hceðum frá himnana opna þá.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.