Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 19
ÖRYGGIS- OG SLYSAVARIMAMÁL Á ferðum mínum um landið sem erindreki Slysavarnafélags- ins síðastliðin 3 ár hef ég átt þess kost að kynna mér af eigin raun eða af afspurn ýmislegt, er snert- ir öryggið á sjónum ásamt mörgu öðru í því sambandi. Ef það skyldu vera einhverjir, sem héldu að í þessu efni væri allt í góðu lagi nú, á þessari öld framfara, tækni og skipulagningar, þá skjátlast þeim hinum sömu hrapalega. Aftur á móti veit ég að það er áhyggjuefni margra sjómanna, hve mikiðfyrir- hyggju- og ábyrgðarleysi ríkir í þessum málum. Hugsunin um að þetta eða hitt komi ekki þess- um eða hinum við, ásamt því að þetta slampist einhvernveginn, komi eitthvað fyrir, er allt of rík meðal sjómanna og annarra, er hlut eiga að máli. Ég ætla þá að nefna nokkur dæmi í þessu sam- bandi um það, sem miður fer, en geta þó um leið ýmislegs þess, sem betur er gert eða til bóta get- ur orðið. Bruna- og bátaæfingar: Það fer sjálfsagt ekki milli mála, að mikill misbrestur er á því, að lögboðnar bruna- og báta- æfingar séu haldnar á hverju skipi eins og til er ætlast. Á þetta við bæði stór skip og smá, en sem betur fer eru til heiðarlegar und- antekningar. Því miður mun það ekki vera einsdæmi að næstum aldrei sé hreyft við björgunar- bátunum, nema rétt á meðan ár- leg skoðun fer fram. Þess á milli er ekki við þeim litið, og þeir verða oft á tíðum hálffullir af Sagg-vatni og allskyns drasli, sem upp í þá er hent, á sama tíma og gripið er til ýmissa hluta, sem í beim eiga að vera og þeir notaðir eftir hendinni án þes að gengið sé aftur frá þeim á sínum stað. Oft eru ónýtir eða engir falir í bátsuglum, sem eru stundum auk bess óhreyfanlegar, ef til á að taka. Þetta er ófögur lýsing, en bve margir ykkar kannast ekki vÍKINGUR við að minnsta kosti sumt af þessu. Ef ég hef bent mönnum á þetta, þá hef ég að sjálfsögðu gert það í góðum tilgangi, ef það gæti orðið til að þessu yrði kippt í lag eftir því sem við yrði kom- ið. Svo er einnig um þessi orð mín, sem ég hef hér fært í letur. Stundum er sagt, að fyrirskipa þurfi þetta eða hitt, en ef það verður svo ekkert nema bókstaf- urinn, þá vill þetta renna út í sandinn. Ég hef persónulega tak- markaða trú á boðum og bönnum, ef ekki fylgir þeim einhver skiln- ingur beggja aðila, þeirra, sem fyrirskipa og hinna, sem eiga að hlýða. Nauðsynlegt aðhald ásamt lifandi fræðslu í þessum málum tel ég vænlegast til árangurs. MeáferS og notkun gúmbj örgunarbáta. Gúmbjörgunarbáturinn hefur á undanförnum árum sannað svo áþreifanlega ágæti sitt, að hann mun af sjómönnum vera talinn eitt tryggasta björgunartækið, sem völ er á nú. Að sjálfsögðu eiga þeir eftir að taka enn meiri breytingum til bóta, bæði að gerð og útbúnaði, því alltaf er unnið að rannsóknum á þessu sviði. Eins og kunnugt er, eru kostir gúmbátsins einkum í því fólgnir, hve lítið fer fyrir honum, hve léttur hann er, hve vel nýtist rúmið í honum, hve auðvelt er að koma honum á flot og hve traust- ur hann hefur reynzt við erfiðar aðstæður. Skilyrði alls þessa eru þó að sjálfsögðu þau, að bátur- inn sé í lagi og mennimir, sem eiga að nota hann, kunni á hann. Á þessu er misbrestur, bæði að því er snertir eftirlitið með bátn- um og þekkingu sjómanna á þeim. Þetta verður að breytast. Koma verður á einhverju föstu formi á kennslu í meðferð og notkun bátanna til varanlegrar lausnar. Mér virðist allt benda til þess, að eðlilegasta lausnin verði sú, að Skipaeftirlit ríkisins sjái um þesa fræðslu eftir fyrirfram ákveðnum reglum í samráði við sjómennina og aðra þá, er þessi mál varðar. 1 þessu sambandi vil ég geta þess, að Óli Bardal, einn af hinum löglegu skoðunarmönn- um gúmbjörgunarbáta og einn af eigendum Grandvers h.f. á Grandagarði, hefur tjáð mér, að fyrirtækið vildi gjarnan, eftir því, sem við yrði komið, kynna sjómönnum notkun gúmbjörgun- arbáta á viðgerðarverkstæðinu á Grandagarði. Vil ég því eindreg- ið, meðan ekki er komið ákveðið form á þessa kennslu, hvetja sjó- menn til að notfæra sér þetta tækifæri, og þá helzt nokkra í einu. Lífgun úr dauöadái. Eins og kunnugt er, þá eru til fleiri en ein aðferð til lífgunar úr dauðadái. Hér á landi hefur aðallega verið notuð, að minnsta kosti af almenningi, svo kölluð Holger Nielsen aðferð. Nú hefur ný aðferð, sem erlendis hefur borið góðan árangur, haldið inn- reið sína meðal okkar. Hefur hún verið kynnt dálítið í blöðum og á námskeiðum og nefnd blásturs- aöferöin, en að sjálfsögðu þarf að koma vitneskju um þessa ein- földu en árangursríku aðferð sem fyrst út á meðal fólksins og á- stæða til að birta leiðbeiningar um hana hér í blaðinu, svo og í Sjómannaalmanikinu, en leið- beiningar munu nú þegar að finna í nýútkominni bók í hjálp í viðlögum. Ég læt nú staðar numið að sinni, en vil nota tækifærið og hvetja sjómenn og aðra, sem á- huga hafa á þessum málum, að senda Víkingnum greinar um þessi mál eða önnur, er snerta öryggis- og slysavarnamál. Veit ég að margt gott gæti af því leitt og mikil nauðsyn á að menn skýri frá reynslu sinni á þessu sviði, svo að sem flestum gefist kostur á að hugleiða þessi mál og not- færa sér þá reynslu, sem fengin er á hverjum tíma. Gleðilegs og gæfuríks árs óska ég síðan öllum sjómönnum. Ásgrhnur Bjömsson. 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.