Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 29
 Til Hirams Holliday Hins liraustasjta hinna hraustu. Di Brabazon — Del Tevere Ara-Pesca — di Cavazzo. Róm apríl 1939. Hann smellti veskinu aftur. Tvær verur komu gangandi eft- ir dekkinu. Hiram starði vantrú- aður á hina ungu stúlku með glæsilegan hvítan hatt, sem féll með lýsandi blæ að hinu ljósa hunangslitaða hári hennar. Við hlið hennar gekk lítill drengur. „Heidi,“ sagði Hiram undr- andi.. . Heidi, Peter. Hún leit á þennan föla tekna mann og brosti til hans veiku brosi. ,,Já,“ sagði hún. „Við erum einnig á heimleiÖ — til nýrra heimkynna til þess að njóta frelsis, friðar og heið- urs; þar sem við getum kynnst fólki, sem líkist þér.“ Hún greip útrétta hönd hans og þrýsti hana lengi. „Og ég þakka guði fyrir að þú lifir, Hiram. Af ótal mörgum ástæðum þakka ég honum. Og ég þakka honum einn- ig fyrir að nú getur þú sókst eft- ir og náð því takmarki, sem er hin glæsilega framtíð sem bíður þín. Endir. „LÍFIÐ ER SALTFISKUR Á undanförnum velgengnisárum gleymdum viS hluta af sjálfum okkur og glopruðum niSur saltfiskverkun og saltfiskmörkuSum okkar. Nú stöndum við úrrœSalitlir frammi fyrir þeim vanda aS sjá unglingum fyrir sumaratvinnu. — Hér birtast tvœr myndir, sem gefa innsýn í hina horfnu tíS. Einu sinni réði Lási sig á fiski- bát úr Hafnarfirði. Fyrsta daginn sem hann var um borð byrjaði hann að þvo allt hátt og lá'gt, því Lási er þrifinn vel. Síðla dags hafði hann nær lokið hreingerningunni og var hálfboginn að þvo gólfið við stigann þar sem var gengið í Lúkarinn. Var þá stigið ofan á bakið á honum. Hrópar hann þá andskotans, djöfuls- ins, helvítis, andskotans, bölv. „Svona, svona, veiztu ekki við hvern þú talar, ég er skipstjórinn á skipinu.“ „Nei, ég sagði þetta nú bara til að segja eitthvað," ansaði Lási. * Hún vakti mikla eftirtekt í síða kjólnum sínum — sem var alltof stuttur að ofan. VÍKINGUR 169 i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.