Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Blaðsíða 39
A skipi og bíl... um við svo heppin að fá slétt- an sjó i báðum leiðum milli is- lands og Færeyja. Samferða- fólkið á ferjunni á útleið var af ýmsum toga. Þar voru ungir útlendingar á heimleið eftir öræfaferðir um ísland, flestir þreytulegir og ánægðir á svipinn og strákarnir fúl- skeggjaðir. Þar voru ungir ís- lendingar á leið á Ólafsvök- una i Færeyjum, sumir svo vel undir hátiðina búnir að mest- ar likur sýndust á að þeir mundu sofa vært meðan á hátiðinni stæði. Og þar voru fjölskyldur á ferð til frænd- þjóðanna. Allir að hvilast frá daglegu amstri og brauðstriti. Aðbúnaður um borð í Norröna er þokkalegur, a.m.k. nógu góður til að þar er hægt að láta sér liða ágætlega á leið yfir hafið. Svefnklefarnir eru að visu mjög mismunandi, eftir búnaði og hvar þeir eru i skipinu, enda er verð þeirra lika mjög mismunandi. Við fengum tveggja manna klefa með sturtu á efsta farþega- dekki og þar var ágætt að vera. Um borð er tería með heldur ódýrum mat og þar er lika veitingasalur meö föstu verði á hveri máltið og þar var mjög góður matur, alls ekki dýr, miðað við gæði. Snyrti- vöruverslun er um borð og vin- og sælgætisbúð og þar eru tveir barir og danssalur. Og fyrir börnin eru spila- kassar og leikhorn með ýmsu dóti og videómyndum öðru hverju. Sumum þykir ekki nóg að eiga þess kost að kaupa ómælt áfengi, þegar ekki viðr- ar til aö liggja i sólbaði á sigl- ingu. En þvi miður er fátt annað að gera farþegunum til dægradvalar um borö. Auð- veldlega mætti bæta úr þvi með ýmsu móti og þarf ekki að kosta mikið fé. Til dæmis mætti sýna tvær til þrjár videómyndir á dag, það mætti koma upp aðstöðu til að spila og tefla, þar sem fólk sem hefur áhuga á þvi gæti hitt aðra með sama áhuga, snyrtistofu mætti opna i sam- bandi við verslunina og margt fleira mætti benda á. Á auglýsingatöflu mætti hengja upp úrdrátt úr helstu fréttum, upplýsingar um næsta áfangastað og veðrið þar og upplýsingar um það sem er að gerast i skipinu. Ýmsu slíku, sem frekar reynir á hugulsemi en fjárráð, er ábótavant um borð i Norröna, en væntanlega bæta frændur okkar i Færeyjum úr þeim göllum, vegna þess að þetta smáa gefur lifinu um borð miklu þægilegri blæ. Þrátt fyrir þennan skort á þjónustu i smáum atriðum er ferðin með Norröna afar þægileg og fyrir minn smekk hefði hún mátt vera talsvert lengri. Skipið fer vel i sjó, enda búið tölvustýrðum ugg- um til að stemma stigu við veltingi og starfsfólkið er alúðlegt og hjálpsamt, eins og Færeyingareru flestir. Það var til dæmis auðsótt mál að fá að rabbá viö yfirmennina og skipstjóri sýndi mér brúna og yfirvélstjóri vélarrúmið. I rauninni er þaö helst út á ferð með Norröna að setja að hún er full stutt til að maður nái að njóta hennartil fulls. Færeyjar Maður verður bara að sjá þær — skynja þær. Þær eru i einu orði sagt dýrlegar og fólkið sem býr þar er framúr- skarandi elskulegt. Miklu fleiri islendingar en ég kann tölu á hafa farið til Færeyja og reynt að lýsa þeim þegar heim kom. Ég hef lesiö margt af þvi og litist þokkalega á, en þegar ég kom þangaö varð mér Ijóst að það er ekki hægt aö teikna mynd af þeim með oröum. Hnn ein mynd frá Gjógv, þessu fallega og frið- sæla þorpi. Nafnið, Gjógv, þýðir hellir og þorpið dregur nafn af hellisskúta sem gengur inn i bergið til vinstri á myndinni, og þar er lending fyrir litla báta. VÍKINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.