Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 16
FJ0LNIR Ljósmyndakeppni sjómanna Eins og kynnt var í síðasta tölublaði Víkingsins hefur verið hrundið af stað ljósmyndasamkeppni sjómanna á veg- um blaðsins. Sjómenn hafa i gegnum árin verið iðnir við að munda mynda- vélar sínar meðan þeir eru úti á sjó og hafa margir þeirra orðið landsmönn- um kunnir fyrir birtingar ljósmynda sinna á síðum dagblaða og tímarita. Nú viljurn við hvetja sjómenn til að taka þátt í ljósmyndakeppninni og annað hvort byrja að mynda í gríð og erg eða að fara í gegnum ljósmynda- safnið sitt í leit að efnilegum ljós- myndum. Ljósmyndakeppnin verður tvíþætt þ.e.a.s. landskeppni og Norð- urlandakeppni. í landskeppninni verður keppt til þriggja verðlauna og þurfa myndir að hafa borist Víkingn- um 15. nóvember n.k. Verða úrslit birt í jólablaði Vikingsins en það verður þriggja manna dómnefnd sem mun velja vinningsmyndirnar auk tólf ann- arra mynda sem síðan halda áfram og taka þátt í norrænni ljósmyndakeppni sjómanna. Þar mun þriggja manna dómnefnd velja bestu ljósmyndir nor- rænna sjómanna í byrjun janúar á næsta ári. í þeirri keppni taka dansk- ir, sænskir, norskir og finnskir sjó- menn og nú loks við íslendingar. Reglur keppninnar eru svohljóðandi: * Allir sjómenn á norrænum skipum geta tekið þátt í keppn- inni. * Myndir íslenskra sjómanna keppa fyrst í landskeppni þar sem keppt er til þriggja verð- launa. * Hver keppandi má senda inn allt að 10 ljósmyndir sem mega vera svarthvítar, litmyndir eða litskyggnur. * Myndaefnið verður að tengjast sjó eða sjómennsku. * Myndir skal merkja með nafni og heimilisfangi ljósmyndara. * Smá lýsingar á myndaefninu, hvenær myndin var tekin og á hvaða skipi ljósmyndarinn var, eru vel þegnar. Hvetjum við ykkur enn og aftur til dáða bak við myndavélina en myndir skulu sendar til Sjó- mannablaðsins Víkings merkt: Sjómannablaðið Víkingur, Ljósmyndakeppni 2002 Borgartúni 18 105 Reykjavík 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.