Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 30
Sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild íslands að sambandinu Gerl út frá Brussd? Út er komin bók með ofangreindum titli og fjallar hún um íslenskan sjávarútveg og Evr- ópusambandið. Höfundur er Úlfar Hauksson sem lokið hefur MA-prófi í evrópskum stjórn- sýslufræðum. 1 bókinni er farið ofan í saumana á þeirri grundvallarspurningu hvort, og þá hvernig, íslendingar gætu tryggt hagsmuni sína í sjávarútvegi í aðildarviðræðum við ESB. Útgefandi bókarinnar er Háskólaútgáfan. Bókin er í tveimur nokkuð sjálfstæðum hlutum. í fyrri hlutanum er umræðan bundin við sjávarútvegsstefnu ESB. Skýrt er frá upphafi og uppbyggingu stefnunnar og hvernig hún hefur þróast í gegnum tíðina. Seinni hlutinn fjallar um aðildarsamning Norðmanna frá ár- inu 1994 og hvernig norsk stjórnvöld beittu sér í aðildarviðræðunum. Hugsanleg staða ís- lands innan sjávarútvegsstefnunnar er síðan metin út frá uppbyggingu og þróun sjávarút- vegsstefnunnar og út frá reynslu Norðmanna í aðildarviðræðunum. Höfundur segir meðal annars í formála bókarinnar, að það sé hans mat að faglegri umræðu um Evrópusambandið sé stórkostlega ábótavant hér á landi. Til marks um það sé lítið til af aðgengilegu lesefni um Evrópusambandið á íslensku og svo til ekkert um sjávarútvegsstefnuna. Bókin sé fyrst og fremst hugsuð sem innlegg í Evrópuumræðuna hér á landi. Hér á næstu síðum birtist kafli úr síðari hluta bókarinnar. 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.