Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 39
Um svipað leyti og þremenningarnir luku við að setja vélina sarnan kom Jimmy Youell til Reykjavíkur en hann var á mála hjá Bell og fór um heiminn að kenna þyrluflug. Youell var á sjötugs- aldri, gamall kapteinn frá lmperial Air- ways og með þúsundir flugtíma að baki, miklu íleiri en nokkur annnar flugmaður í heiminum. Þetta var feikilega skemmti- legur karl, Breti í húð og hár og þótti skoskt vískí afskaplega gott. Fljótlega eftir að Youell kom bárust honum fréttir af því að i Hvalfirðinum væri bresk freigáta að slæða upp tundur- duflalagnir, sem voru víst einhverjar leif- ar frá stríðsárunum. Eftir þetta áttum við gjarnan erindi upp í Hvalfjörð og lentum þá á bryggjunni í Hvítanesi þar sem okk- ar beið hraðbátur frá freigátunni sem flutti Youell um borð en ég beið og pass- aði vélina. En Youell flaug ljómandi vel og okkur gekk námið framar öllum vonum. Fyrst þyrluflugið mitt var 13. júní 1949 en þá flaug ég í tíu mínútur með Youell. Þetta var í fyrsta skiptið sem þyrlu var flogið á íslandi. Næsta flug loggaði ég 1. júlí en í millitíðinni minnir mig að hjólin hafi verið tekin undan vélinni og flothylki sett í staðinn sem gerðu okkur kleift að lenda á sjó og vatni þar sem hún sat eins og stöðugasti bátur. Okkur Antoni þótti afskaplega fram- andi að fljúga þessu tæki en það var bara til að byrja með, i þrjú eða fjögur fyrstu skiptin, svo var eins og kviknaði á peru. Það var eins og opnaðist fyrir okkur nýr heimur. Aðflug til lendingar og flugið sjálft voru ekkert ólík því sem við áttum að venjast en flugtakið og lendingin voru töluvert öðruvísi. Þegar við höfðum náð tökum á þessu vorum við sendir í einflug, Anton 5. september og ég daginn eftir. Ég flaug sólóflugið upp að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit. Þar beið mágur minn, Kristinn Skúlason, með kampavín en þegar átti að hella í glösin vildi Youell fá að sjá um áhellinguna. Hann festi þvínæst flöskuna á annað flothylkið eða pontoonið, sem var neðan á vélinni í stað hjóla, hóf sig á loft, hallaði vélinni og hellti þannig í glösin. Hann var nettur flugmaður, karlinn. Hefði þyrla bjargað mönnunum á Faxaskeri? Um haustið, þegar mister Youell kvaddi og hélt til síns heima, stóð upp á íslendinga að svara Bell. Vildu þeir fá þyrluna eða ekki? Slysavarnarfélag íslands var reiðubúið til að kaupa hana og hafði í því skyni staðið fyrir samskotum meðal almenn- ings í „helikoptersjóð", auk þess að semja við Skipaútgerð ríkisins um að taka að sér rekstur vélarinnar en Skipaút- gerðin átti að fá „ótakmarkaða heimild'1 J .*>) -'W'l w f : $ >vlf f 1 ■ •’ i J:; í téfí Rdðherrar höfðu áhuga á þyrlunni og ríkisstjómin samþykkti að standa straum af rekstri henn- ar en allt komfyrir ekki og málið dagaði uppí á Alþingi íslendinga. Hér er Eysteinn Jónsson, ráðherra flugmála, að lœra umflug afMister Youell. til að nota þyrluna til landhelgisgæslu sem þá var í verkahring hennar. Þannig skyldi meginhlutverk þyrlunn- ar vera tvíþætt, „ ... björgun manna úr strönduðum skipum og í öðru lagi land- „Mér fannst til skammar að þurfa að fara bónar- xeg að Alþingi þar sem menn gerðu ekki annað en að rífast um þyrluna,“ rifjar Karl upp. „Á einhxerjum þess- I ara funda, sem xið Anton xorum boðaðir á, spurði mœt kona - ég ætla ekki að nefna hana á nafn enda hefur hún unnið xel að slysaxarnarmálum - hxort helikopter hefði getað komið að gagni xið björgun mannanna sem komust upp á Faxa- sker xið Vestmannaeyjar þegar xélbáturinn Helgi fórst? mmmmmmmmmmmammmmmmmmt^mmmmmmmi^a^ammmammmmmmmmmmmmmmmmmHÍÍ I mmmtmmMamatBmi wíiiiiii imniiw—mm helgisgæsla," eins og sagði í skýrslu flug- ráðs frá 23. febrúar 1950. Vitaskuld mátti hafa ýmislegt annað gagn af vélinni. Á Alþingi reyndi Gísli Jónsson að vera fyndinn og sagði vélina henta ágætlega til að úða eitri yfir tré og matjurtagarða. Fylgismönnum þyrlunnar stökk ekki bros við þessi orð en tóku undir það með Gisla að þyrlan gæli að sjálfsögðu leyst ýmis önnur verkefni en þau að bjarga mannslífum og góma landhelgisbrjóta. Það mætti nota hana til sjúkraflutninga, til að leita að týndu fólki, hún gæti flutt varahluti um borð í fiskiskip, farið póst- flug - og úðað skóga - svo fátt eitt væri talið. Vandinn var aðeins sá að Slysavarnar- félagið treysti sér ekki til að standa straum af rekstri vélarinnar og hafði fé- lagið því leitað til ríkisstjórnarinnar um aðstoð. Bjarni Benediktsson, sem þá var dómsmálaráðherra, greip tækifærið og brá sér í flugferð með þessum einkenni- lega farkosti „ ... og get því talað um það af eigin raun -, að vélin getur tekið sig upp af einni þúfu og setst þar svo aftur, svo að greinilegt er, að flugvélin getur orðið að notum þar, sem venjuleg flugvél kemur ekki að haldi“, sagði Bjarni þegar hann, i febrúar 1950, talaði fyrir þings- ályktunartillögu á Alþingi urn að ríkið tæki að sér að greiða rekstrarkostnað þyrlunnar. Málið hafði þegar dregist umtalsvert en þyrlunni átti að skila til sins heima um leið og Youell fór af landi brott - eða að öðrum kosli ganga frá kaupum á henni. Þetta hafði hins vegar lent í eilífum töf- um. Slysavarnarfélagið vildi kaupa en átti ekki peninga til að starfrækja vélina. Til að bæta gráu ofan á svart hafði gengis- felling haustið 1949 rýrt svo fé „helikoptersjóðsins" að félagið átti ekki lengur fyrir þyrlunni. Þingmenn vildu láta reyna þyrluna í íslenskum vetrar- veðrum en forsvarsmaður Elding Trade Company, Oddur Sigurðsson, var orðinn langþreyttur á öllum töfunum og svaraði neitandi. Það hefði átt að skila vélinni á síðasta ári (beiðnin var lögð fram i janú- ar 1950) og auk þess hefðu forsvarsmenn félagsins sagt fullreynt með vélina. Sjómannablaðið Víkingur - 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.