Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 39
NÁTT ÚRU FRÆÐIN G U RIN N 31 um. Þetta reyndust síðar vera leyíar ullhærðs nashyrnings, sem fyr- ir óralöngu hafði einnig lifað á þessum slóðum. Fór nú trúin á jötnabein að dofna og kvað Þjóðverjinn Blumenbach þann draug niður að fullu og öllu um aldamótin 1800. Taldi hann víst, að fílar o. fl. stór dýr hefðu lifað fyrir löngu, og væru beinin og tenn- urnar úr þeim. Um þetta leyti fann Túngúsahöfðingi nokkur, Ossip Shumak- hoff að nafni, lieilan fílsskrokk í óshóhnum Lenu í Síberíu. Var hið mikla dýr skorðað í ís, sem var í leysingu og sást á það í óhugn- anleguin stellingum gegnum glæran ísinn. Ossip varð ógurlega hræddur við þessa sýn og tók til fótanna. Brátt varð þó forvitnin óttanum yfirsterkari og hann nálgaðist öðru hvoru staðinn mjög varkárlega til að vita, livort skrýmsli þetta liéldi enn kyrru fyrir. Tveim árum síðar kom önnur skögultönn dýrsins út úr ísnum. Hafði Ossip ágirnd á henni, en þorði þó ekki að aðhafast neitt, því að hann hélt að dýrið lægi aðeins í dvala og gæti vaknað hve- nær sem væri líkt og skógarbjörn. Hugði liann og að starandi augnaráðið gæti verið banvænt. Gerðist Ossip hugsjúkur og varla mönnum sinnandi af öllu saman. I sama þorpi bjó rússneskur kaupmaður, Boltunolf að nafni. Knúinn af forvitni og hagnaðar- von gat Jiann talið Ossip á að lýJgja sér að dýrinu árið 1804. Þeir félagar brutu klakann ofan af ísbyrginu og lá þá dýrið laust þar inni. Var dýrið orðið nokkuð skemmt og höfðu úlfar komizt í það. Bol- tunoff náði skögultönnunum og seldi fyrir aðeins 50 rúblur. Bol- tunoff gerði líka lauslega teikningu af dýrinu og hefur Blumen- bacli líklega séð hana og styrkst í skoðun sinni, þó dýrið væri illa útleikið og tennurnar m. a. skekktar af „þúsund ára dvöl“ dýrsins í ísnum. Var loðfílategundin kölluð Elephas primigenius. Nú kemur til sögunnar rússneskur grasafræðingur, próf. Adams. Honum bcrst. orðrómur um að loðfíll hafi fundizt í heilu líki og lagði þegar af stað til að skoða hann. En þegar Adams kom á stað- inn höfðu úlfar og heimskautarefir þegar gert sig lieimakomna. Jakútar höfðu líka verið við liræið til að ná í kjöt handa hundum sínum. Var lítið eftir nenra beinagrindin, silkihært eyra, nokkrar sinar, neðri liluti fótanna og nokkuð af þumlungsþykkri lnið. Adams safnaði vandlega saman leyíunum, m. a. 15 kg. af hári, bjó um og sendi til Pétursborgar. Fékk hann 8 þúsund rúblur fyrir. Munu leyfar þessar enu geymdar ;í vísindasafni í Pétursborg (Len-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.