Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 66
Náttúru f ræðingurinn 280 stundir umfram meðallag. Fleiri sólskinsstundir hafa ekki mælst í borginni allt frá árinu 1924 en þá reyndust þær 1630. A Akureyri mældist sól í 1096 stundir sem er 49 umfram meðallag. Eftir þrálátar vestanáttir á Grænlandssundi í janúar og febrúar varð vart við hafís í fyrsta sinn um árabil. Isinn var mestur við landið í mars. Um miðjan maí var stór borgarísjaki á sveimi um Eyjafjörð og vakti töluverða athygli, enda minntí hann menn á þá köldu staðreynd að þrátt fyrir allt tal um gróðurhúsaáhrif og hlýindi er Grænlandsjökull ertn við lýði. Astand sjávar einkenndist af sjávarhita og seltu yfir meðallagi fyrir sunnan og vestan land eins og verið hefur síðan 1997. Hití og selta úti fyrir Norður- og Austurlandi voru nálægt meðallagi. Ahrifa hafíssins sem lá fyrir Norðurlandi seinni hluta vetrar gættí í efri lögum sjávar fram eftír ári norðan- og austanlands. Sterk lagskipting í kjölfar íssins virðist þannig hafa hamlað lóðréttri blöndun og þar með endurnýjun næringarefna. Jarðskjálftar 2. mynd. Staðsetning jarðskjálftans sem varð við landgrunns- brúnina eystra þann 31.1.2005. Arið 2005 var rólegt á skjálftasviðinu. Helsta óróa- svæðið var austur af Grímsey en árið heilsaði og kvaddi með skjálftahrinum þar. Stærsti skjálfti ársins, sem var um 5 stig, varð þar þartn 5. janúar kl. 15:49 um 21 km ASA af eynni. Hann fannst meðal annars á Húsavík, Dalsmynni, Grenivík, Svarfaðardal og Akureyri. Stærsti eftirskjálftinn varð kl. 15:50, um 4,5 að stærð. Tugir eftírskjálfta fylgdu. Engin merki voru um eldvirkni (gosóróa). I júlílok kom hrina á þessu svæði og aftur um miðjan október, í byrjun nóvember og um miðjan desember. Allstórir skjálftar urðu á hafsbotni djúpt suður og austur af landinu. Um miðjan dag 10. maí hófst jarð- skjálftahrina á Reykjaneshrygg 200-300 km suður af Reykjanestá, nálægt 62°N og 25°V. Hrinan stóð í um tvo daga með nokkrum kippum á bilinu 4,5-5,0 og fjölda smærri skjálfta. Ekki var neina gosvirkni að sjá í skjálftalínuritunum. Virknin var það langt frá landi að fólk fann ekki fyrir hertni en hún kom vel fram á mælum. Skjálfti varð á hafsbotni við landgrunnskantinn 200 km austur af Islandi 31. jan. kl. 20:29 af stærðinni Mb=5,2. Skjálftar eru fátíðir á þessum slóðum. Skjálftans varð vart víða á Austurlandi. Jöklar Ró var yfir jöklum landsins á því herrans ári 2005. Þrátt fyrir lítið eitt svalara árferði en undanfarin ár hafa flestír skriðjöklar verið á undanhaldi, að sögn Odds Sigurðs- sonar jöklafræðings á Vatnamælingum Orkustofnunar. Reykjafjarðarjökull, sem verið hefur í framrás undan- farin ár, hefur hægt verulega á sér og virðist sem fram- hlaupi hans sé að ljúka. Þó gekk hartn fram um 37 m. Búrfellsjökull í Svarfaðardal, sem ókyrrð hefur verið í undanfarin ár, er eirtnig mjög að róast. Skaftárhlaup varð í águstbyrjun en þá hljóp úr þeim vestari af kötlunum tveimur sem eru í Skaftárjökli. Hlaupið var lítíð og olli engu tjóni. Austurketillinn hljóp síðast í nóvember 2003. Skaftárhlaup eiga upptök sín á tveimur jarðhitasvæðum rmdir Skaftárjökli. Þau bræða jökulísinn yfir sér jafnt og þétt og mynda íshvelfingar fullar af vatni sem síðan hlaupa og tæma sig á 1-3 ára fresti. Þök hvelfinganna bresta við vatnstæminguna og þá myndast sigkatlar á jöklinum, Skaftárkatlamir. Þeir geta orðið 1-2 km í þvermál og 150 m djúpir. Skriður Að sögn Halldórs G. Péturssonar hjá Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar var árið ekki mikið skriðufalla- ár. I miklu rigningarveðri á Austfjörðum þann 3. júlí féllu skriður á Fagradal og í Reyðarfirði. Mánuði seinna, eða 3. ágúst, kom um klukkustundarlöng rigningardemba af stað um 20 skriðum og skriðu- spýjum á um 1,5 km löngum kafla í Jökuldal, á milli bæjanna Hjarðarhaga og Skjöldólfsstaða. Lítið tjón hlaust af þessum skriðum. Skriða féll úr Reynisfjalli aðfaranótt 27. júlí, skammt austan við Hálsanefshelli og niður í Reynisfjöru. Gönguleið við hellinn var af þeim sökum lokuð um tíma. Skriðuföll og hrun eru algeng í Reynisfjalli enda sverfur hafaldan rætur þess án afláts. Allmiklar umræður urðu um grjóthrun úr Óshlíð á veginn milli Bolungarvíkur og Flnífsdals. Þar mun grjóthrun hafa færst í vöxt vegna aukinna hreyfinga á sprungu hátt í Óshymu og einnig mun skráning á hruni á veginn vera orðin nákvæmari en áður var. I flestum tílvikum var grjóthrunið lítíð, stakir steinar, nema 29. mars þegar mikið grjóthrun varð og lá við slysi þegar grjót féll á vélskóflu í hlíðinni. Stór björg féllu einnig á veginn 24. ágúst. I kjölfar þess skriðufalls spannst mikil umræða um öryggi vegfarenda og hættu á stórfelldu hruni eða berghlaupi frá sprungunni efst í fjallinu. 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.