Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðitelags ar skeljarnar settust í ágúst (129 stk./mán.) á 10 m dýpi (3. mynd) og var meðallengdin 0,35 mm (4. mynd). Aðalhrygningartími kúfskelja við Vestfirði er frá júní til ágúst en talið er að minni háttar hrygning geti átt sér stað allt árið (Guðrún G. Þórar- insdóttir 2000). 10. mynd. Ung krókskel (Serripes groen- landicus) (20-föld stækkun). Ljósm. El- ena Guijarro Garcia. Krókskel (10. mynd) fannst á söfnurunum frá júní til desember en alltaf í litlum mæli. Flestir einstak- lingar settust í september (65 stk./mán.) á 10 m dýpi (3. mynd). Meðallengd skeljanna var 0,4 mm í júní og 0,6 mm í september 1999 (4. mynd). 11. mynd. Ung sandskel (Mya arenaria) (20-föld stækkun). Ljósm. Elena Guijarro Garcia. Sandskel (11. mynd) settist á safnarana í ágúst, september og nóvember 1999. Flestar skeljar sett- ust í ágúst (29 stk./mán.) og sept- ember (31 stk./mán.), aðallega á 10 m dýpi (3. mynd). Meðallengdin var 0,4 mm í ágúst og september en 0,6 mm í nóvember (4. mynd). NIÐURLAG Misjafnt var eftir tegundum hvenær ársins skeljarnar settust á safnara, í hversu miklum mæli og á hvaða dýpi. Kræklingur settist á safnara allt árið en langflestar skeljar settust að hausti og var stærðardreifingin og meðallengdin lítil. Þekktur hrygningartími við Island ásamt miklum fjölda ásetuskelja og lítilli stærð þeirra gefur vísbendingu um að þessir einstaklingar séu frá aðalhrygningu sumarsins og hafi verið að setjast í fyrsta sinn. Frá nóvember til janúar minnkaði set- tíðni skeljanna en meðallengdin var enn lítil. Fáir einstaklingar og lítil stærð benda til þess að þessar skeljar gætu hafa komið úr haust- hrygningu, sem getur varað allt fram í nóvember (Guðrún G. Þór- arinsdóttir og Karl Gunnarsson 2003). Líklegt þykir því að þær hafi verið að setjast í fyrsta sinn. Frá apríl og fram í júní voru skelj- arnar tiltölulega stórar og fáar, en það ásamt þekktum hrygningar- tíma tegundarinnar gefur til kynna að hér hafi eingöngu verið um seinni ásetu að ræða. Flestir kræklingar settust á 5 m dýpi eins og algengt er í náttúr- unni. Oldurót er meira á 5 m dýpi en á 10 eða 15 metrum og getur það valdið losi kræklingsins og þar með reki stærri skelja uns þær setjast aftur. Rataskel settist á safnara allt árið að undanskildum tveim mán- uðum. Aðalásetan var í september en alltaf settist þó mest af lítilli skel, sem gæti þýtt að seinni áseta sé fátíð. Aðrar skeljategundir settust nær eingöngu í ágúst og septem- ber, en þær voru srnáar og mjög áþekkar að stærð, sem bendir til að þær séu allar frá hrygningu sum- arsins og hafi verið að setjast í fyrsta sinn. ÞAKK.1R Dr. Karli Gunnarssyni á Hafrannsóknastofn- uninni og Erlendi Bogasyni á Akureyri er þökkuð kærlega aðstoð við uppsetningu safnara og sýnatökur. Jón Bogason fær bestu þakkir fyrir aðstoð við tegundagreiningu ungskeljanna. Heimildir Bayne, B.L. 1976. Aspects of reproduction in bivalve molluscs. I: Eustarine Processes. Vol. 1. Uses, stresses and adaptation to the estuary (ritstj. M. Wiley). Academic Press, New York. Bls. 432-448. Guðrún G. Þórarinsdóttir 1991. The Iceland scallop, Chlamys islandica (O.F. Muller), in Breidafjördur, west Iceland. I. Spat collect- ion and growth during the first year. Aqu- aculture 97. 13-23. Guðrún G. Þórarinsdóttir 1993. The Iceland scallop, Chlamys islatidica (O.F. Muller), in Breidafjördur, west Iceland. II. Gamete development and spawning. Aquaculture 110. 87-96. Guðrún G. Þórarinsdóttir 1996. Gonad development, larval settlement and growth of Mytilus edulis L. in a suspended population in Hvalfjördur, south-west Iceland. Aquaculture Research 27. 57-65. Guðrún G. Þórarinsdóttir 2000. Annual gametogenic cycle in ocean quahog, Arct- ica islandica (Linnaeus, 1767), from north- western Iceland. J. Mar. Biol. Ass. U.K. 80. 661-666. Guðrún G. Þórarinsdóttir & Karl Gunnars- son 2003. Reproduction cycles of Mytilus edulis L. on the west and east coast of Iceland (Polar Research, í prentun). Jón Baldur Sigurðsson 1976. The dispersal of young post-larval bivalve molluscs by byssus threads. Nature 262. 386-387. Seed, R. & Suchanek T.H. 1992. Population and community ecology of Mytilus. í: The mussel Mytilus edulis: Ecology, physi- ology, genetics and culture (ritstj. E. Gosl- ing). Elsevier Amsterdam-London-New York-Tokyo. Bls. 94-108. Um höfundana BElena Guijarro Garcia (f. 1970) lauk Licentiate-gráðu í líffræði frá Alicante-há- skóla á Spáni 1994 og MS- prófi í sjávarlíffræði frá Há- skóla Islands 2000. Sam- hliða námi hefur Elena starfað hjá Hafrannsókna- stofnuninni með hléum frá 1995. Guðrún G. Þórarinsdóttir (f. 1952) lauk BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1981, cand.scient.-prófi í sjávarvistfræði frá Háskól- anum í Arósum í Dan- mörku 1987 og doktors- prófi frá sama skóla 1993. Guðrún starfar hjá Hafrannsóknastofnun- inni. PÓSTFANG HÖFUNDA Hafrannsóknastofnunin Skúlagata 4 101 Reykjavík Netföng elena@hafro.is gutho@hafro.is 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.