Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Páll Einarsson Lyngbobbi finnst í REYKJAVÍK í júní 2003 átti ég erindi í Gróðrarstöðina Mörk í Fossvogsdal. Varð þá á vegi mínum sprækur lyngbobbi (Arianta arbustorum (Linnaeus, 1758)) sem greinilega átti þarna heima. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fram til þessa hefur útbreiðsla lyngbobbans á íslandi verið að mestu bundin við Austurland og mér vitanlega hafði hann ekki áður fundist á Suðvesturlandi. Ég hringdi strax í Odd Sigurðsson og kom hann með myndavél til að mynda gripinn. Snigillinn var byrjaður að verpa eggjum þegar Oddur kom og gáturn við fest það á filmu (1. mynd), u.þ.b. 15 egg. I júlí 2003 fór ég og leitaði umhverfis Mörk. Fann ég ekkert sunnan og vest- an stöðvarinnar fyrr en kom að íþróttasvæði Víkings. Þar sunnan við áhorf- endapallana var hins vegar mjög líflegt samfélag. Hundruð lyngbobba voru þar við girðinguna, í grasi og undir limgerði. Eigandi gróðrarstöðvar- innar sagðist hafa orðið bobbanna var í nokkur ár í gróðurhúsum og væru þeir nokkuð örugglega komnir með plöntum frá Danmörku. Varð hann fyrst var við þá utandyra sumarið 2003. Ioktóber sama ár frétti ég af bobbum í garði við Kaplaskjóls- veg í Vesturbænum og sann- reyndi að þar var líka á ferðinni lyngbobbinn. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að lyngbobbar hafa fundist nokkrum sinnum á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum árum. Hjá Náttúrufræðistofnun eru skráð fjögur dæmi: 1. Einn bobbi fannst í Örfirisey árið 1995, líklega kominn með timburfarmi frá Eistlandi. 2. Fimm bobbar teknir í húsa- garði við Skipasund árið 1998. 3. Nokkrir bobbar sáust í gróður- skjólbelti við íþróttasvæði Hauka að Asvöllum í Hafnar- firði árið 2001. 4. Mikill fjöldi lyngbobba fannst í gamalli gróðrarstöð í órækt við Víðistaðatún í Hafnarfirði í ágúst 2003. Greinilegt er að lyngbobbinn hefur náð fótfestu á höfuðborgarsvæðinu og má búast við að hann sé þar víða að finna. Heiti Latína: Arianta arbustorum (Linnaeus, 1758) Enska: Copse snail (copse = kjarr) Þýska: Baumschnecke, Gefleckte Schnirkelschnecke Danska: Kratsnegl (krat = kjarr) LÝSING Lyngbobbinn er með stærstu land- kuðungum hér á landi og er ásamt brekkubobbanum (Cepaea hortensis (Múller, 1774)), sem lifir á Suður- landi, raunar í sérflokki hvað stærð varðar. Fullvaxnir geta kuðungarn- ir verið 14-28 mm í þvermál (Kern- ey o.fl. 1983). Þeir eru traustbyggð- ir og næstum hnattlaga en talsvert breytilegir að lögun (2. og 3. mynd). Hyrnan er yfirleitt lág en hæð hennar er breytileg. Kuðung- 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.