Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 75

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5 nm Fitusameind Tvöfalt fitulag Prótín 8. mynd. Frumuhimna gerd úr tvöföldu lagi fitusameinda. íhimnum nútímafrumna eru einnig prótín en væntanlega hafa pau ekki verið ífyrstu frumuhimnunum. Ur Molecul- ar Biology of the Cell eftir Bruce Alberts o.fl. skautuð. Morowitz telur að aðrar sameindir, m.a. litberar (t.d. retinöl og blaðgræna), hafi tengst og leyst upp í þessum himnum og að ljósorka numin af litberunum hafi getað valdið jónastigli og spennu- mun á milli ytra og innra borðs himnunnar. Þessi munur hafi síðan getað nýst til hvötunar á smíð líf- rænna sameinda. Efnaskipti hafi smám saman komist á í hinu himnulukta rými. Einingar sem þessar hafi getað fjölgað sér með óreglulegri skiptingu en erfðaefni hafi komið til sögunnar síðar. Morowitz gefur litlar sem engar skýringar á tilurð þess. Það er ein- kennandi fyrir kenningu Morowitz að mikil áhersla er lögð á hlutverk himnunnar sjálfrar, ekki aðeins til aðskilnaðar frá umhverfinu heldur einnig sem orkumiðils og tengistað- ar fyrir lífrænar sameindir. Fituhimnum fylgja augljóslega þau vandkvæði að erfitt er fyrir skautaðar sameindir að komast í gegnum þær. I nútímafrumum eru það gjarnan himiiubundin prótín sem sjá um flutning slíkra sam- einda inn og út úr frumu. Wácht- ersháuser (1988) forðast þennan vanda með því að láta himnur ekki koma fram fyrr en efnaskipti eru nokkuð á veg komin en Morowitz telur slíkar hugmyndir tæpast raunhæfar (Morowitz 1992). FYRSTU frumur I nútímafrumum eru efnaskipti mjög margbrotin og efnaskiptaferlin eru samtvinnuð þamiig að það er líkt og þau viti hvert af öðru og stilli sig til samræmis hvert við annað. Framleiðsla einstakra lífefna getur verið mismunandi eftir aðstæðum og eftir frumugerðum í fjölfrumung- um, en samt heldur fruman í megin- atriðum sama skipulagi efnaferla, sama efnajafnvægi, á hverju sem dynur innan þeirra marka sem líf hennar leyfir. I frumunni ríkir sam- vægi (homeostasis) í framleiðslu og nýmyndun efna sem tryggir að hvorki er of né van af hinum marg- víslegu lífefnum sem hún framleiðir. I raun er slíkt samvægi eitt af helstu auðkennum lífsstarfseminnar, eins og breski eðlisfræðingurinn Free- man Dyson hefur lagt áherslu á í lít- illi en mjög athyglisverðri bók sinni um uppruna lífsins (Dyson 1999). Þetta samvægi er m.a. háð ná- kvæmri stjórn á starfsemi gena, svo sem rækilega hefur verið rannsakað hjá bakteríum. Minnstu bakteríur sem lifa sjálfstæðu lífi framleiða nokkur þúsund tegundir lífefna og framleiðsla þeirra allra er vandlega samhæfð. En hversu margbrotið kerfi efnaferla hefur þurft til að koma slíku samvægi á? Hlaut það ekki að hafa krafist umlykjandi himnu? Og gat það hafa komist á án þess að erfðaefni kæmi við sögu? Ovíst er um svar við fyrstu spum- ingunni en mjög ólíklegt er að sam- vægi hafi komist á án umlykjandi himnu. Opið efnakerfi yrði óhjá- kvæmilega fyrir röskunum frá um- hverfi sínu og hætti því til óstöðug- leika. Samvægi í nútímafrumum er mjög háð stjórn á starfsemi erfðaefn- isins og vandséð hvernig það gæti hafa komist á án slíkrar stjómar, þótt ófullkomin hafi verið í fyrstu. Því má telja sennilegt að bæði erfðaefni sett saman úr allmörgum genum og sæmilegt samvægi efna- ferla hafi þurft til þess að breyta ófullburða lífvísi í eiginlega frumu sem skipti sér á reglubundinn hátt. En með tilurð hennar getum við fyrst talað um fullburða líf. LOKAORÐ Uppmni lífs er ein af helstu óráðn- um gátum líffræðinnar. I kennslu- bókum og fræðsluritum er oft látið að því liggja að lausn á þessari gátu sé á næsta leiti en eins og væntanlega hefur komið skýrt fram hér að fram- an fer því fjarri að lausn sé í sjónmáli. Engin af þeim kenningum eða tilgát- um um uppmna lífs sem fram hafa komið uppfyllir þau skilyrði sem nefiid vom í upphafi þessarar grein- ar um að gera þurfi grein fyrir öllum þeim skrefum sem lágu frá lífvana efni til lifandi vem. Kenning Wáchtersháusers er einna ítarlegust en hún hefur ekki reynst nægilega sannfærandi. Auk þess sem þróun flókinna efnaferla á yfirborði pýríts verður að teljast harla ólíkleg gerir kenningin ekki á sannfærandi hátt grein fyrir uppmna erfðaefnis. Það er reyndar sammerkt með öllum kenningum um uppmna lífs að þær eiga í miklu basli með að skýra upp- mna erfðaefnisins. Kenningar sem gera ráð fyrir að kjarnsýmr hafi komið fram sjálfkrafa í fmmsúpu em afar ótrúverðugar og tilgátur um hugsanlega undanfara kjarnsýra í hlutverki erfðaefnis eru enn sem komið er ekki vel rökstuddar. Hvað uppmna efnaskipta snertir er kenning Wáchtersháusers á ýms- 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.