Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 57
POAS OG KATLA JÓN JÓNSSON Nokkuð óvenjulegar eldgos- myndanir, sem ég kaus að kenna við eisu og fundist höfðu við --------- Sólheima í Mýrdal og í Skóga- heiði (Jón Jónsson 2000), vöktu hjá mér löngun til að hreyfa við hugmyndinni um samanburð á eldvirkni austan hafs og vestan. Valið féll á Poas á Costa Rica og Kötlu. Komist hefur á hnattvíð og áratuga löng samvinna milli íslands og Sameinuðu þjóðanna um rannsóknir á jarðhita. Þær hófust í E1 Salvador og náðu loks til Miðameríkulandanna allra. Vegna þess að þær miðuðust við raforkuframleiðslu hlutu rannsóknirnar fyrst og fremst að beinast að háhitasvæðunum, enda tengjast þau eld- virkni meira eða minna beint. Eg vann því að þessu í E1 Salvador 1969-1970 og í Nicara- gua 1972-1974. Jarðskjálftinn í Managua (1972) truflaði rannsóknirnar á háhitasvæðinu sunnan í Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raforkuinálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958 til 1980 er hann lét af störfuum fyrir aldurs sakir. Þar fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og síðast við gerð jarðfræði- korts af Reykjanesskaga. Á árunum 1969-1974 starfaði Jón á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mið- Ameríku og fór fjölda ferða sem ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda. Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram rannsóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni við æsku- slóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Jónsson er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Momotombo svo að þær hlutu að leggjast niður um tíma en ég og fjölskylda mín að flytja til Costa Rica. Dvölin þar og forvitnin dró mig til að nota tímann til að skoða eldfjöllin þar: Irazu (3432 m), en af því sértil heimshafanna beggja, og svo Poas. Ég lauk svo störfum í Nicaragua með því að stað- setja þrjár borholur í Momotombo, og nú hefur jarðgufustöð starfað þar lengi. ■ POAS Fjall þetta er mikil og margflókin eldstöð sem virk hefur verið í meira en milljón ár. Hún er 35 km norðan við San José, höfuðborg landsins, er bungulaga til að sjá, 8-9 km í þvermál og hæðin er 2420 m y.s. Það mun ekki hafa verið fyrr en laust eftir 1950 að jarðvísindamenn hófu rannsóknir á Poas og umhverfi þess en síðan hafa allmargir lagt þar hönd á plóg (Prosser 1983). Á grundvelli þeirra rannsókna hefur nú m.a. reynst mögulegt að sýna fram á að milljón ára langri eldvirkni í Poas má skipta niður í smærri einingar, sem hver um sig tekur yfir um 10 þúsund ár. Jafnframt hefur kornið í ljós að með reglubundnum hætti hafa orðið breytingar í hátterni eld- stöðvarinnar samfara breytingum í sam- setningu gosefna þannig að kvikan verður súrari með tímanum. Þegar svo er komið að samsetning kvikunnar fer yfir 62% SiO, verður sprenging eða sprengingar; hluti Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 231-234, 2002. 231

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.